Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 153
SKÝRSLU R STARFSMANNA
145
getur liafizt, er brýn nauðsyn á umfangsmikilli rannsókn
á fjárliagslegri afkornu og vinnuþörf búanna almennt.
Því að upplýsingar þar að lútandi eru mjög af skornum
skammti liér á landi. Grundvöllur fyrir leiðbeininga-
þjónustu fyrir bændur verður ekki lagður í einu vetfangi,
og er áríðandi að skapa fasta og örugga undirstöðu undir
gagnasöfnun, áður en leiðbeiningaþjónusta er hafin. 1
starfssamningi mínum er mér falið að vinna að endur-
skipulagningu Búreikningaskrifstofunnar, með aðstoð
starfsliðs skrifstofunnar, til þess að skrifstofan þjóni
þeim tilgangi, sem benni var ætlaður, og sjá um, að úr-
vinnsla verði sem liröðust, en málefni skrifstofunnar
bafa legið í deiglunni að undanförnu, vegna veikinda
forstöðumanns bennar, Eyvindar Jónssonar, og vegna
endurskoðunar á löggjöf um þessi mál.
Ekki vannst tími til þess að sinna öðrum verkefnum, og
vísast því til síðari skýrslu Búreikningaskrifstofunnar.
Útvarpserindi flutti ég um tilgang búreikninga og notkun
þeirra til hagræðingar í búrekstrinum.
UtanlandsferS. Búnaðarfélag Islands fól mér að mæta
sem fulltrúi félagsins á fundi Efnahags- og framfara-
stofnunar Evrópu (OECD) um aðlögun í landbúnaði í
París, dagana 2.—4. nóvember.
Á ráðstefnunni var einungis rætt mikilvægi þess að
skipuleggja landbúnaðinn frá liagfræðilegu sjónarmiði
og aðferðir þar að lútandi. Mjög voru skiptar skoðanir
um, bvaða aðferð gæfi réttasta úrlausn, er yrði leiðar-
vísir ráðamanna til að mynda liagkvæmari landbúnaðar-
stefnu. Fulltrúi Breta lagði áberzlu á nauðsyn þess að
samræma skipulag annarra atvinnuvega í eina sam-
steypta mynd. Fulltrúi Bandaríkjanna aftur á móti lagði
áherzlu á, að eins árs skipulag fram í tímann yrði nær
raunveruleikanum í stað þess að áætla neyzlumagn, fram-
leiðslu og tækniþróun 10 -15 ár fram í tímann. Niður-
stöður rannsókna Svía liafa, samt sem áður, liaft álirif
á landbúnaðarstefnu þjóðarinnar. Samþykkt var á fund-
10
- Vl