Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 156
148
BÚNAÐARRIT
Þrír ungir menn voru lausráSnir hér á skrifstofunni
um tíma, þeir Sigtryggur Yagnsson, Ingólfur Hjartarson
og Vigfús Aðalsteinsson. Leystu þeir störf sín af hendi
með prýði.
Örn Ólafsson ferðaðist alhnikið við að leiðheina bænd-
um, eða tæpa tvo mánuði, en gat þó ekki komið til eins
margra og þurft hefði, þar sem liann varð að dvelja
meira hér á skrifstofnnni sökum veikinda minna. Féll
það því í lians ldut að leiðbeina aðstoðarmönnunum,
sem hér voru, jafnframt því sem liann vann sjálfur að
lítreikningum. Einnig lagði hann verulega vinnu í tillög-
ur í sambandi við liin nýju búreikningaform. Útvarps-
erindi um skattframtöl bænda flutti hann einnig á árinu.
Undanfarið liefi ég átt við allmikla vanheilsu að stríða,
og varð ég því algerlega að hverfa frá störfum 1.
september og hefi síðan dvalið mest undir læknishendi
og á sjúkraliúsi.
Eyvindur Jónsson.
II. Skýrsla Ketils A. Hannessonar
Endurskipulagning skrifstofunnar.
Að ósk stjórnar félagsins var mér falið að veita stofunni
forstöðu í forföllum Eyvindar Jónssonar. Umfangsmestu
verkefni á liðnu fjögurra mánaða starfi var skipulagning
skrifstofunnar, og vil ég sérstaklega geta þess, að bún-
aðarmálastjóri, dr. Halldór Pálsson, og Örn Ölafsson,
starfsmaður skrifstofunnar, veittu mér ómetanlega aðstoð.
Einnig hefur verið starfandi nefnd, er vann að endur-
skoðun laga Búreikningaskrifstofunnar. Nefndin leit svo
á, að verksvið hennar væri einnig að veita okkur aðstoð
við endurskipulagsstarfið.
Eftir fjölmargar umræður lögðum við fram tillögur um
hreytingar á sviði búreikningseyðublaða, og voru þær
tillögur samþykktar af nefndinni, — nokkuð breyttar.
Aðalverksvið skrifstofunnar hefur til þessa verið, — í