Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 162
154 BÚNAÐARRIT
September: Ferð um Vestur-Skaftafellssýslu og á Snæ-
fellsnes.
Október: Ferð um Árnessýslu og um Norðurland allt
til Húsavíkur.
Ferðir um afrétti
Laugardaginn 19. febrúar fór ég, ásamt Guðbirni Guð-
mundssyni, um Þingvöll, Uxabryggi að Reyðarvatni. Ferð-
in gekk seint vegna skafla, sem ekki liéldu bílnum, en
við komumst þó að vatninu um dimmumótin. Þaðan
gengum við eftir því niður að Grímsárós með viðleguút-
búnað á sleða. Það var ætlunin að liggja fyrir minkum
og refum, sem við af fyrri reynslu þekkjum að sækja
mjög að árósnum. AIIlivöss norðanátt var á með um 15
stiga frosti. Við náttuðum okkur í tjaldi, en með birtu
um morguninn náðum við að vinna tvo minka, var þá
komið fjúk og ekki varlegt að tefja lengur við ósinn, en
lieim komum við kl. 2 næstu nótt.
Á ferð minni um Húnavatnssýslur í apríl fórum við
Einar Guðlaugsson, Blönduósi, á Auðkúluheiði til að
svipast um eftir dýrum, og lágum í skotliúsi Einars
næturlangt, en árlega er „borið út“ fyrir refi þar. Við
unnum einn ref um nóttina. Einar var áður búinn að
vinna 6 dýr og 5 þeirra á einni nóttu, sem mun, eftir því
sem ég bezt veit, vera algjör metveiði við skothiis. Þessi
mikla veiði sýnir, bvað liægt er að gera, þar sem saman
fer áhugi og liæfni veiðimanna.
Hinn 11. júlí fór ég í dýraleit á afréttarlönd milli
Þjórsár og Tungnár, ásamt Eyjólfi Ágústssyni, bónda í
Hvammi í Landsveit, og Knúti, syni bans. Þarna er mikil
víðátta og Iítið verið leitað grenja, nema á Búðarbálsi,
þar var vitað um ein sex greni á litlu svæði, og var
Eyjólfur kunnugur þeim öllum.
Leið okkar hí nú norður yfir Búðarháls. Við fórum