Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 164
156
BÚNAÐARRIT
þeirra ekki varir. Búðarliálsinn var næsti áfangi okkar.
Þar gengum við á öll þekkt greni, en í engu þeirra höfðu
tófur gert sér bústað að þessu sinni.
Við sáuin lítils háttar merki eftir minka við Veiði-
vötn og för eftir einn karlmink við Eyvindarkvísl.
Frá Búðarhálsi liéldum við að Valafelli og litum á
greni þar, en umgangur eftir refi var þar enginn, og síð-
an eins og leið lá til byggða. Að okkar dómi hafði þessi
ferð gengið í alla staði fljótt og vel; hún tók 5 daga frá
því ég fór úr Reykjavík og þar til ég kom þangað aftur.
Hinn 8. ágúst fórum við Jónas Bjarnason, lögreglu-
þjónn, Reykjavík í minkaleit á Arnarvatnslieiði. Við
dvöldum þar í 5 daga og leituðum meðfram öllu Réttar-
vatni, Arnarvatni stóra, niður með Austurá og meðfram
lónum og lækjum í nágrenni þessara staða. Það létti
okkur mikið starfið og stytti tímann, sem í það fór, að
Benedikt á Aðalbóli lánaði okkur veiðibát sinn, en utan-
borðsmótor komum við með að sunnan. Við vorum vel
iitbúnir, með góða veiðiliunda og unnum alls 16 minka
í þessari ferð okkar um lieiðina.
Síðan minkaleitir hófust, hefur aldrei borið jafn lítið
á minkum á þessu svæði og.í sumar, og er það vafalaust
hinni árlegu eyðingu lians á þessu svæði að þakka.
Strax eftir þessa ferð fór ég með Einari Guðlaugssyni,
Blönduósi, um vatnasvæðin á Auðkúluheiði og þau, sem
mynda Seyðisá. Um vatnasvæði þessi gerðuin við enn
ýtarlegri leit að minkum en nokkurn tíma áður, en þrátt
fyrir það unnum við aðeins í þessum leiðangri 3 minka,
og virtist okkur hann einnig þar vera með allra minnsta
móti. Við Kúlukvísl unnum við stóran refahvolp og ann-
an í Seyðisárdrögum. Þetta voru hvítar læður og sjálf-
sagt systur, þótt um það hil 10 km væru á milli þeirra.
I þessari leit fundum við grafnar holur og gömul greni,
sem ekki var vitað um áður.