Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 165
SKYRSLUR STARFSMANNA
157
Vetrarveiðar
Á hverjum vetri er leitað til mín um aðstoð vegna bit-
dýra, sem leggjast á sauðfé. Fáir veiðimenn stunda vetr-
arveiðar, vegna anna við önnur arðvænlegri störf, }>ví
tæplega freista verðlaunin ein nokkurs manns. Þó eru til
einstöku menn, sem stunda þennan veiðiskap, og vil ég
hér sérstaklega geta þriggja þeirra, sem eru: Gísli Krist-
insson frá Hafranesi, Reyðarfirði, Sigurður Ásgeirsson,
Steinmóðarbæ, Vestur-Eyjafjallalireppi og Einar Guð-
laugsson, Blönduósi.
Þessir menn liafa undanfarna vetur unnið fjölda dýra,
og hef ég oft leitað til þeirra, þegar beðið hefur verið um
aðstoð vegna bitvarga og þeir J)á jafnan sýnt sérstakan
áhuga og leikni við að vinna þessa varga.
S. 1. vetur vann Gísli 17 refi, flestalla upp af Hvítár-
síðu og Hálsasveit í Borgarfirði, Sigurður vann mörg dýr
efst í Rangárvallasýslu og Einar vann 10 refi við skothús
sitt á Aukúluheiði í Húnavatnssýslu.
Eiturbann
Þrjú ár eru nú liðin síðan eiturbannið fyrir refi var sett,
en það miðast við 5 ára tímabil.
1 Jietta sinn verður ekkert fullyrt um, livaða afleið-
ingar þetta hann hefur liaft, en hins vegar virðist ekki
ástæða til að óttast mikla fjölgun refa vegna niðurfell-
ingar eitrana, a. m. k. ekki rneðan tölur yfir unna refi
fara lækkandi.
Eyðing svartbaks
Lög frá AlJjingi um eyðingu svarthaks tóku gildi í maí
1965. Frá ]>eim tíma til ársloka voru, samkvæmt J>eim
upplýsingum, sem mér liafa horizt, skotnir 3570 full-
orðnir fuglar. Nokkur svartbaksvörp voru gengin og 3565