Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 166
158
BÚNAÐARRIT
ungum var eytt, eða alls 7135 svartbökum. Um leið og
vörpin voru gengin, voru einnig brotin 200 unguð egg.
Kostnaður við þessar framkvæmdir varð alls kr.
101.660.00.
Auk þess fuglafjölda, sem að ofan er getið, er mér
kunnugt um, að nokkuð liefur verið skotið af svartbak,
sem ekki er gerð grein fyrir á skýrslum til mín, m. a.
vegna þess að skyttur liirða ekki um að ganga eftir til-
skildum verðlaunum. Einnig er töluvert um, að unginn
sé nýttur til matar, þá tekinn rétt áður en liann er
fleygur.
Engin leið er að geta sér til um, hvað mörg egg eru
árlega tekin undan svartbaknum, en eitt er víst, að þau
hljóta að skipta mörgum þúsundum.
Allt stuðlar þetta að fækkun þessa fugls, og ef góð
samtök vrðu um þetta mál, er trú mín sú, að slíkt mætti
takast án óviðráðanlegs kostnaðar.
Hundabúið
Á þessu ári, eins og frá uppliafi starfs míns, hefur verið
rekið lmndabú á þess vegum undir umsjá og liirðingu
Carls A. Carlsen.
S. 1. haust kom þar upp liundafár það, sem stakk sér
niður á nokkrum stöðum hér sunnanlands seinni hluta
sumars. I samráði við yfirdýralækni, Pál A. Pálsson, var
öllum óþarfa hundum lógað á búinu, svo og öllum
livolpum og sýktum liundum. Nú hefur veikin gengið
yfir, og er ekki annað að sjá en að hundar búsins séu vel
frískir. Vegna þessarar veiki er hætt við, að skortur verði
á þjálfuðuni veiðiliundum liér sunnanlands á komandi
vori.
Yfirlitstafla sú, sem hér birtist um dýravinnsluna 1965,
sýnir lægstu tölu unninna refa frá því að skýrslusöfnun
liófst, og er það sönnun þess, að refum hefur fækkað í
landinu.