Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 171
SKYRSLUR STARFSMANNA
163
út tvisvar í mánuði í rúmlega 3000 eintökum. í þetta og
allt annað, sem sent er út frá skrifstofu Búnaðarfélagsins,
fer mikil vinna mín og annarra á skrifstofunni. Þá lief ég
einnig fært gjörðabók stjórnar Bf. Isl. eins og mörg und-
anfarin ár. í janúar vann ég í nokkra daga við Byggða-
safn Borgfirðinga í Borgarnesi.
Búnaðarþing kom sarnan 22. febrúar og stóð til 18.
niarz. Ég var ritari þess eins og svo oft áður, en að því
loknu vann ég við Bvggðasafn Borgarfjarðar og þá aðal-
lega við að ganga frá Mófellsstaðagjöfinni til safnsins:
Verkstæði og verkfærum Þórðar blinda — sem getið er
um í ársskýrslu minni í fyrra. Er nú verkstæðið sett upp
með bverjum hlut á sínum stað, eins og það var meðan
Þórður gekk þar um — og liamaöist stundum við smíðar
sínar. Er þessi gjöf Mófellsstaðafjölskyldunnar til safns-
ins hin merkilegasta. Enn berast safninu gjafir frá Mó-
fellsstöðum, t. d. glitofið söðuláklæði, sem Margrét Ein-
arsdóttir, móðir Þórðar, óf fyrir 110 árum, ágætur og
fagur gripur.
Vorið siðasta var bændum landsins allerfitt og seinna
gekk með vorverkin en venjulega. Af þeirri ástæðu var
niinna um bændafarir á vegum Búnaðarfélagsins. Voru
])ó tvær slíkar farnar, en mun fámennari voru þær en oft
áður.
Búnaðarsamband Austur-Húnvetninga gekkst fyrir ferð
austur á Hérað og suður í Hornafjörð, lengst að Jökulsá
á Breiðamerkursandi. Var fyrst ráðgert, að þátttakendur
yrðu ekki færri en 80, en þeir urðu aðeins 40 — og kom-
ust því allir í einn bíl. Sáu þeir flest markvert á þessari
leið og fengu sæmilega gott veður, nema daginn sem farið
var úr Kelduhverfi austur á Fljótsdalshérað. Alls staðar
fengu þeir liinar elskidegustu viðtökur. Þessi ferð Iiún-
vetninga stóð yfir frá 17.—26. júní og þeir flugu frá
Hornafirði til Sauðárkróks. Ráðgert bafði verið, að flug-
vélin færi frá Hornafirði fyrri part dagsins, en af óvið-
ráðanlegum ástæðum kom hún ekki fyrr en seint um