Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 176
168 BÚNABARRIT
eftirsóttum beitarplöntum, og úr því má bæta á margan
liátt.
Það er hlutverk gróðurverndar Landgræðslunnar að
koma hinum liagnýtu niðurstöðum rannsóknanna í fram-
kvæind, en augljóst er, að starfssvið þessi eru svo lík að
eðli og markmiði, að oft er erfitt að draga skýr mörk á
milli þeirra.
Síðastliðið ár var unnið að útreikningi á flatarmáli og
beitarþoli gróðurlenda þeirra afrétta á Suðurlandi, sem
kortlagðir liafa verið, og þegar þetta er ritað liggja fyrir
niðurstöður af afréttunum milli Þjórsár og Hvítár og af
Biskupstungnaafrétti. Mikill áhugi er fyrir því úti um
land að fá slíkar niðurstöður í hendur sem fyrst, og liefur
borizt mikill fjöldi beiðna þess eðlis frá ráðunautum,
búnaðarfélögum og fleiri aðilum. Þessi áliugi er gleði-
legur, því að framkvæmd landgræðslulaganna veltur öðru
fremur á skilningi og samvinnu við bændur.
Síðastliðið ár voru aðeins birtar niðurstöður beitar-
þolsákvarðana af tveim afréttarsvæðum, Reykjavíkur og
Akureyrar, en á þessu ári og næsta vetur verða til reiðu
niðurstöður af öllum afréttum á Suðurlandi. Síðan verða
þær birtar af öðrum afréttum jafnóðum og úrvinnsla
gagna hefur verið framkvæmd. Víða er orðinn skortur
á beitilandi, og nauðsynlegt er, að sem fyrst komi fram,
hvar svo er ástatt, m. a. til þess að unnt sé að gera ráð-
stafanir til ræktunar beitilands.
Samkvæmt landgræðslulögunum skal starfa þriggja
manna gróðurverndarnefnd í liverri sýslu og kaupstað,
þar sein þess er talin þörf. Er hlutverk þeirra að fylgjast
með ræktun og ástandi gróðurs á afréttum og í byggð.
Gróðurverndarnefndir voru skipaðar s. 1. ár í flestum
sýslum landsins og í fjórum kaupstöðum. Eru miklar
vonir bundnar við störf þeirra.
Unnið var að ýmsum öðrum verkefnum, sem verða
ekki talin hér. Þess má þó geta, að gerðar voru víðtækar
tilraunir á Suður- og Norðurlandi fyrir Vegagerð ríkis-