Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 203
BÚNAÐARÞING
195
Greinargerð BúnaSarþings:
Eins og alkunnugt er, skajiast oft torleyst vandamál í
sveilum, er slys ber að höndum, veikindi eða dauðsföll,
vegna þess hve fámennt er á heimilum og erfitt er að
fá hjálp til bústarfa.
Með frumvarpi þessu er gerð tilraun til að opna mögu-
leika á félagslegum grundvelli með fjárhagsstuðningi
ríkisins, til að bæta úr þessu vandræðaástandi.
Gera má ráð fyrir, að aðalvandinn við lausn á þessu,
— þó löggjöf verði sett skv. anda frumvarpsins, — verði
sá, að erfitt verði að' fá hæfa menn til starfsins. Því má
búast við, að greiða Jjurfi allhátt kauji til þeirra manna,
sem gefa kunna kost á starfi í þessu skyni, og jafnframt
tryggja þeiin fasta vinnu um alllangan tíma. Því kynni
að geta komið fyrir, að minnsta kosti ef starfssvæði væri
aðeins ein sveit, að ekki væri þörf fvrir vinnuna allt
ráðningartímabilið skv. megintilgangi þeim, sem felst í
1. gr. frv. Því er hér lagt til, að heimilt sé að ráða starfs-
mennina til lijálpar í öðrum lilfellum til að fullnýta
starfskraftana, en jafnframt verði sett ákvæði í reglu-
gerð fyrir starfsemi, er kveði á um lágmarkskaupgjald í
slíkum tilfellum, sem verði þá í samræmi við almennt
kaupgjald í verkamannavinnu á viðkomandi svæði.
Frumvarpið var samþykkt með 24 samhlj. atkv.
Mál nr. 5
Erindi Mjólkursamsölunnar um styrk til rannsóknar á
júgurbólgu í kúm. Málið afgreitt mcð eftirfarandi álykt-
un, scm samþykkt var me& 24 samhlj. atkv.:
Búnaðarþing telur, að Mjólkursamsalan hafi unnið mjög
þarft verk í heilbrigðismálum þjóðarinnar með því að
koma u|iji rannsóknarstofu til skipulagðrar útrýmingar
júgurhólgu í mjólkurkúm.
Til þess að þessi starfsemi nái tilætluðum árangri, er