Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 209
BÚNAÐARÞING 201
því, að verð á fasteignum í sveitum er óeðlilega lágt,
því þarf á þessu sviði verulegra íirbóta við.
Mál nr. 11
Erindi Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga um auknar
jarðvegsrannsóknir og tilraunir.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 24 samlilj. atkv.:
Búnaðarþing beinir því til stjórnar Búnaðarfélags Is-
lands, að hún beiti sér fyrir því við Alþingi og ríkisstjórn,
að Rannsóknastofnun landbúnaðarins fái aukafjárveit-
ingu til þess að ráða sérfræðing, er liefði með höndum
rannsóknir á eðli og orsökum kals.
Jafnframt vill þingið benda á, að eðlilegt er, að sér-
fræðingur sá, er að þessum rannsóknum vinnur, verði
staðsettur í nánd við aðalkalsvæðin, t. d. á Akureyri,
þar sem hann befði aðstöðu til að vinna í samvinnu við
Tilraunastöðina og Efnarannsóknastofu Norðurlands að
rannsóknum og tilraunum.
GreinargerS:
Það er alkunna, liversu kal í ræktunarlöndum veldur nær
árlega miklu tjóni. Eru nærtæk dæmi frá síðastliðnu vori
í Þingeyjarsýslu og víðar og Austurlandi vorið 1965. Tal-
ið er, að á þeim svæðum, sem atbuguð voru þessi tvö ár,
liafi 1346 lia þurft endurræktun og 1077 lia meira og
minna kalnir. Uppskerurýrnun var áætluð 70—75 þúsund
bestburðir, og tjónið befir augljóslega numið tugum
milljóna króna. Bændur verða að vísu ekki fyrir svo stór-
felldu tjóni nema einstök ár, en færri munu þau vorin,
sem kal gerir ekki meiri og minni skaða. Bændur standa
J»ví andspænis miklu vandamáli, sem nauðsyn er að leysa
eins og tök eru á. Verður það ekki á annan veg gert en
með rneiri og víðtækari rannsóknum en nú er. í ályktun