Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 220
212
BÚNAÐARRIT
Til þess að tryggja, að aðeins I. i'lokks fóðurvörnr séu
á markaðinum, telur þingið ólijákvæmilegt, að auk
þeirra fyrirmæla, sem nú eru í lögunum, verði m. a.
eftirfarandi atriði lögfest:
1. Framleiðanda fóðurblöndu verði gert skylt að gefa
upp til livers kaupanda lilutföll þeirra fóðurefna,
sem notuð eru í blönduna.
2. Sett verði miklu strangari fyrirmæli en nú eru í
lögunum, um mat á innlendum fóðurvörum (síldar-
mjöli, fiskimjöli, hvalmjöli o. fl.) til sölu á innlend-
um markaði.
3. Stofnun þeirri, sem lögum samkvæmt skal annast
slíkt eftirlit eða mat, verði tryggt nægilegt fé lil
þess að inna það svo af liendi, að ákvæði þeirra
nái tilgangi sínum.
Að öðru leyti vísast til greinargerðar fyrir ályktun síð-
asta Búnaðarþings í málinu.
Mál nr. 24
Breytingartillögur viS frumvarp til laga um JarSeigna-
sjóS ríkisins. Lagt fyrir af stjórn BúnaSarfélags íslands.
Fyrir Alþingi 1966—’67 lá eftirfarandi:
1. gr.
Stofna skal sjóð, er nefnist Jarðeignasjóður ríkisins. Hlut-
verk sjóðsins skal vera það að kaupa jarðir í þeim til-
gangi að fella þær úr ábúð, enda leiði atbugun, sem um
ræðir í lögum þessum, í 1 jós, að það sé liagkvæmt.
Heimild þessi tekur til jarða, sem svo er ástatt um,
sem bér greinir:
1. Jörð, sem ekki selst með eðlilegum liætti, en eig-
andi liennar verður að liætta búskap vegna aldurs
eða vanbeilsu.
2. Jörð, sem hefur óbagstæð búskaparskilyrði.