Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 227
BÚNAÐARÞING 219
sjóðsins, er greiðist með sama hætti og af öðrum jarð-
eignurn.
Niður falli í sömu málsgrein orðin:
„hverju nafni sem nefnist“.
11. gr.
orðist svo:
Jarðir í eigu Jarðeignasjóðs, sem ekki eru nýttar samkv.
9. gr., skulu ekki teljast gjaldstofn fyrir opinberum
sköttum og gjöldum, liverju nafni sem nefnast, sbr. þó
10. gr.
Skylt er Jarðeignasjóði að taka þátt í fjallskilakostn-
aði vegna jarða í fámennum lireppum með erfiö fjallskil.
12. gr.
Óbreytt.
13. gr.
Óbrevtt.
GreinargeiS:
Tilgangurinn með löggjöf þessari er sá, að stofnaður
verði Jarðeignasjóður ríkisins, sem hafi ])að lilutverk að
kaupa jarðir af bændum, sem vilja hætta búskap, en
geta ekki selt jarðirnar á frjálsum markaði.
1 fyrstu grein frumvarpsins er skilgreint, hvaða jarðir
það eru, sem fyrirhugað er, að sjóðurinn kaupi, en það
eru fvrst og fremst þær jarðir, sem menn verða að liætta
búrekstri á, sökum aldurs eða vanheilsu, og jarðir, sem
hafa óhagstæð búrekstrarskilyrði.
T frumvarpinu er sjóðnum heimilað að ráðstafa þeim
jörðum, sem Iiann kann að eignast. T ])ví samhandi er
áríðandi, að það sé gert í samráði við þá aðila, sem lík-
legastir eru til þess að meta á raunhæfan hátt, hvernig
jörðinni verði bezt ráðstafað. Því er lagt til, að Búnaðar-
félag Tslands, Landnám ríkisins og hlutaðeigandi sveitar-