Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 231
BÚNAÐARÞING
22^
I. Stofnsjóðsinnstæður í samvinnufélögum og mjólk-
urbúum, framlög til þeirra, svo og vextir verði
skattfrjálst, eins og sparifé.
II. Hámarksákvæði 3. gr. laga frá 28. apríl 1962 um
frádrátt frá tekjum vegna vinnu eiginkvenna bænda
við búrekstnr verði afnumið.
GreinargerS:
Um alllangan tínra befir sparifé landsmanna verið undan-
þegið skattskyldu að nær öllu leyti. En liluti sparifjár-
eignarinnar liefir þó verið skattskyldur, þ. e. stofnsjóðs-
innstæður félagsmanna í samvinnufélögum og framlög til
stofnsjóða. Fé þetta er þó sama eðlis og annað sparifé-
og þjónar sama tilgangi: Það er notað sem rekstursfé
samvinnufélaganna og gerir það að verkum, að þau
liljóta minni fyrirgreiðslu um lán í bönkum, sem því
nemur. Er því fullkomið sanngirnismál, að fé þetta njóti
sömu skattfríðinda og annað sparifé landsmanna.
I lögum um tekju- og eignaskatt frá 28. apríl 1962 er
ákveðið að draga megi frá tekjum framteljanda bluta af
metnum launum eiginkonu við sameiginlegan atvinnu-
rekstur Iijóna, allt að 50% af hlut konunnar, þó ekki
liærri uppliæð en kr. 15.000,00.
Þegar þessi ákvæði voru sett, var tímakaup við almenna.
verkamannavinnu í Reykjavík kr. 24,33 pr. klst. að með-
töldu sjúkrasjóðsframlagi og orlofi. Nú er kaupið kr.
49,38 pr. klukkustund. Má af þessu sjá, að hámarks-
ákvæði skattalaganna varðandi frádrátt þennan er nú
orðið í algjöru ósamræmi við verðlag og vinnulaun..
Hins vcgar lialdast ákvæði varðandi frádrátt vinnu-
tekna eiginkvenna, er starfa bjá öðrum fyrirtækjum en
þeirra eigin fjölskyldna. Leiða því þessi ákvæði lil gífur-
legs misréttis. Umræddum ákvæðum verður að breyta
og afnema hámarksákvæðið, svo að fullnægt verði til-
gangi löggjafans um rétt eiginkvenna, er vinna að bú-
rekstri og annarri sameiginlegri tekjuöflun til jafns við