Búnaðarrit - 01.01.1967, Page 243
BÚNAÐARÞING
235
rekstur tlvalarheimila fyrir aldrað fólk, op í sumum
sýslufélögum munu þessi mál vera komin á nokkurn rek-
spöl.
I mörgum tilfellum mun talið liagkvæmast að stað-
setja slík dvalarheimili í tengslum við sjúkrahús, m. a.
með tilliti lil heilsugæzlu og aðstöðu til læknislijálpar.
Gera má ráð fyrir, að allmargt af því aldraða fólki, sem
kemur til með að dvelja á |)essum heimilum, þurfi að
vera undir læknishendi að einliverju leyti. Því má ætla,
að þessar stofnanir (þ. e. sjúkrahúsin og elliheimilin)
geti stutt livor aðra rekstrarlega séð. Mælir því margt
með, að j)ær séu staðsettar í nálægð livor annarrar.
Eðlilegt verður að telja, að ríkissjóður leggi frani fé
til þ ess að koma upp slíkum stofnunum, sem dvalarlieim-
ili fyrir aldrað fólk eru, á hliðstæðan hátt og það gerir
nú til hyggingar sjúkraliúsa.
Tímabært er, að sett verði heildarlöggjöf um dvalar-
heimili fyrir aldrað fólk, og eðlilegast, að Samband ís-
lenzkra sveitarfélaga hafi forgöngu um málið og vinni að
framgangi jtess við ríkisstjórn og Alþingi.
Mál nr. 39
Erindi jarSrœktarnefndar um kaup á skurðaplóg.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 22 samhlj. atkv.:
Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags Islands að
vinna að j)ví í samstarfi við Vélasjóð, Landnám ríkisins,
Landgræðsluna og Búnaðarsamband Borgarfjarðar, að
keyptur verði og reyndur framræsluplógur af J)eirri gerð,
sem líklegust jiykir til að plægja fremur grunna, opna
skurði, sem einkum yrðu ætlaðir til að taka yfirborðs-
vatn af beitilöndum. Ennfremur að leita eftir við land-
húnaðarráðherra, að veitt verði fé úr ríkissjóði á næstu
fjárlögum til kaupa og tilrauna með slíkan plóg.