Búnaðarrit - 01.01.1967, Síða 263
Sauðf járræktarfélögin 1964—’65
Eftir Svcin Hallgrímsson
Árið 1964—'65 voru starfandi 100 sauðfjárræktarfélög,
Fullnægjandi skýrslur bárust frá 98 félögum með sam-
tals 815 félagsmenn eða 66 færri en árið áður. Ær á
skýrslu með fullnægjandi upplýsingar um afurðir voru
í ársbyrjun 33.232, en af þeim voru 24.810 vegnar bæði
baustið 1964 og vorið 1965. Ám á skýrslu hefur því fækk-
að um 465 miðað við árið áður. Af ánum drápust óborn-
ar 86 eða tæplega 0,3%, og er ekki reiknað með þeim
við útreikning á frjósemi eða afurðum eftir á.
Þungi ánna
Meðalþungi ánna baustið 1964 var 57,8 kg eða 0,9 kg
meiri en baustið áður. Þyngstar voru ærnar í Sf. Vopna-
fjarðar 64,7 kg, Sf. Hrunamanna 64,6 kg og Sf. „Þistli‘V
Svalbarðsbreppi 64,5 kg. Léttastar voru þær í Sf. Kirkju-
bæjarlirepps 48,5 kg, Sf. Borgarliafnarhr. 50,4 kg og Sf.
Álftaverslirepj)s 51,0 kg. Ær, sem vegnar voru bæði baust
og vor, þyngdust að jafnaði um 7,4 kg eða 1,4 kg meira
en veturinn áður. Mestur var þyngdaraukinn bjá eftir-
töldum félögum: Sf. Sléttunga 16,7 kg, Sf. „Víkingi“, Dal-
vík (vestf. stofn) 12,5 kg og Sf. Mýrabrepps 11,6 kg. 1
tveimur félögum léttust ærnar: Sf. Kjalarnesbrepps 1,7
kg og Sf. Þverárhrepps 0,6 kg.
Víðast hvar virðist fóðrun vera komin í gott lag, en
þó er sá ljóður á þessum tölum um þunga og þyngdar-
breytingar, að baustþunginn er mjög liáður því, livenær