Morgunn - 01.06.1922, Síða 14
8
MORGUNN
umræður urðu á eftir. Ýms blöð Kaupmannahafnar sögðu
frá aðalefni pess, og eitt þeirra, Nationaltidende, flutti
daginn eftir sérstakt viðtal við frúna.
Þá, flutti dr. Gustave Geley erindi um hina nýju sál-
arrannsóknastofnun í Paris, sem hann veitir forstöðu
(L’institut international métapsychique á Paris), sérstak-
lega um aðferðir og stefnuskrá hennar. Er t.il þes8 ætl-
ast, að hún verði eins konar miðstöð sálarrannsóknanna í
heiminum. I stofnuninni eru ýmsar vinnustofur, bóka-
safn og leatrarealir. í stjórn stofnunarinnar eiga sæti
margir frægir menn, meðal annara stjörnufræðingurinn
Camille Flammarion.
Næstur talaði eðlisfræðingurinn René Sudre, sem er
meðstarfsmaður dr. Geley. Ræðuefni hans var: dulrænu
fyrirbrigðin og eðlisfræðin. Mergurinn málsins hjá hon-
um var þessi: Alt efni er í insta eðli sínu orka; út frá
orkukenningunni eru »dularfullu fyrirbrigðin* í raun og
veru jafneðlileg og hin vanalegu fyrirbrigði efnisheimsinB,
er fjöldinn trúir, að séu einu fyrirbrigðin, sem gerist.
Hann kvað og Einsteins-kenninguna mundu samþýðast
vel hinum svonefndu spíritistísku fyrirbrigðum. Renó Sudre
er einhver hinn allra fjörugasti ræðumaður, sem eg hefi
hlustað á, og er talinn bráðgáfaður raaður, enda er and-
litið með afbrigðum skýrlegt.
Milli 12 og 2 var jafnan etinn morgunverður. Neytt-
um vér hans oft saman margir í veitingastað nærri
fundarhúsinu og spjölluðum saman um áhugamál vort
yfir borðum.
Kl. 2 var aftur tekið til starfa. Voru næatu ræðu-
mennirnir tveir frá Belgíu og mæltu á frönsku: Maurice
Schaerer frá Bryssel um »grundvöll sálarlifsvísindanna* og
Clément de St. Marcq um »óvanalegar starfsemdir sálar-
innar«. Vildi hann reyna að skýra öll dularfull fyrir-
brigði út frá einkennilegri skoðun sinni á þessum óvana-
legu starf8emdum sálarinnar, svo að engin þeirra þyrftu
að stafa frá öðrum heimi. Allmiklar umræður urðu um