Morgunn - 01.06.1922, Side 20
14
M 0 R G U N N
lýðuum trú um, að engin dularfull fyrirbrigði gerðust
Spíritisminn væri ekki annað en hjátrú og miðlarnir svik-
arar. Það blað hefir og lengst af verið fjandsamlegt kirk-
junni og trúarbrögðunum yfir höfuð. Og þeir, er í blaðið
rita, eru nógu greindir til að sjá það, að sannist dular-
fullu fyrirbrigðin, verður það trúarbrögðunum stoð — þó
að prestarnir fæstir geti enn skilið það.
Mánudaginn 29. ágúst kotnu Þjóðverjar til sögunnar.
Var hann nefndur þýzki dagurinn.
Fyrsti ræðumaðurinn var hinn glæsilegi læknir, dr.
med fríherra von Schrenck-Notzing. Þótti sumum kynlegt
umtalsefni hans: »E.eimleikarnir í Hopfgarten (nálægt
Weimar). Flutningafyrirbrigði sönnuð fyrir rétti«. I all-
löngum inngangi skýrði hann frá, að mannkynið hafi
lengi trúað á, að slík fyrirbrigði gerðust, og að hin mesta
nauðsyn sé á að rannsaka þau. ítalskur vísindamaður,
Passaró að nafni, hefði vitnað í eitthvað 190 þvílík atvik
(reimleika) í bók, er lianrt ritaði. Þjóðverjinn dr. Piper
hafi safnað um 250 dæmum frá öllurn öldum í bók sinni
»Der Spuk«, og ítalinn Bossaro — er fríherrann nefndi
brautryðjanda á þessu sviði — segi frá 532 reimleika-
dæmum, er öll hafi verið athuguð. — Draugurinn í Gros-
serbach í Wúrtemberg leysti kýrnar af básunum árið
1916; þótt þær væru bundnar aftur, voru þær enn leyst-
ar, meðan fólkið var í fjósinu. Hálsböndunum var snúið
svo, að sumt af nautgripunum kyrktist, og mjólkurfötun-
um var varpað um koll. Loks komst draugagangurinn á
svo hátt stig, að könnum, pottum, kerum og skjólum var
kastað til og það mölbrotið. Varð fólkið þá að fara úr
húsinu og loka því. Reimleikarnir í Hopfgarten gerðust í
febrúar 1921 og stóðu yflr 17 daga. Þeir gerðust kring-
um veika konu. Eigi aðeins læknir athugaði þá margsinn-
Í8, heldur voru margir lögregluþjónar kallaðir til (eitt-
hvað 10 minnir mig). Dómari yfirheyrði þá síðan alla, til
þess að sanna eitt sinn slíkar staðreyndir. Hjá honum
hafði fríherrann fengið afrit af öllum réttarskjölunum