Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 22
16
M.OBOUNN
Prófessor Schneider frá Riga hafði lofað að koma og
tala um, hvernig dularfullu fyrirbrigðin yrðu skiljanleg
frá sjónarmiði sálarfræðinnar. En einhver tálmi hafði
komið fyrir hann, svo að ekkert varð úr því. I stað hans
flutti franskur maður frá Lyon, Mélusson sá, er eg hefi
þegar getið um, erindi um spíritistíska reynslu sína. Var
hann fulltrúi frá »13nion Spirite Francaise«. Kvaðst hann
eigi vera vísindamaður, en hins vegar hafa verið á mörg-
um tilraunafundum. Sýndi hann fram á, hvilíkum fram-
förum sálarrannsóknirnar hefðu tekið og hve vel sönnuð
fyrirbrigðin væru nú, svo og það, að lífrænt efni streymi
út frá miðlinum. Dró hann ýmsar ályktanir af staðreynd-
unum. Nokkurar umræður urðu á eftir.
Síðari fundurinn þann dag var kvöldfundur, af því
að sýna þurfti skuggamyndir i sambandi við bæði erind-
in, sem þá voru flutt. K1 8 flutti docent dr. phil. Sidney
Alrutz frá Uppsölum i Svíþjóð erindi um tauga-útgeislun
frá mannlegum líkama og sýndi myndir af tilraunum
sinum. Mælti hann á þýzku
Síðara erindið flutti verkfræðingurinn Fritz Grune-
wald frá Berlín, um svo nefnd ferro-magnetísk fyrirbrigði.
Hélt hann þvi fram, að sér hefði tekist að sanna, að frá
höndum sumra manna streymi út kraftur, er hafi áhrif á
segulnál, sé höridunum haldið í nánd við hana. Kraftur þessi
sé mestur raeð þeim mönnum, sem honum eru gæddir,
þegar þeir fasta. Hann minkar, þegar máltíða er neytt,
en vex aftur, þegar meltingin er um garð gengin. Eftir
kenningu Grunewalds er bæði unt að flytja líkamanum
líf8afl og taka lífsafl frá honum. Kemur það heim við
hina gömlu kenning Indverja um, að Yogíarnir geti náð
lífsafli úr loftinu (prana). Sé kenning Grunewalds rétt,
verða og »magnetisku< lækningarnar skiljanlegri og trú
manna í fyrstu kristni, að sumir menn séu gæddir sér-
stakri lækningagáfu, að eg ekki nefni sum kraftaverk
Krists; hann fullyrti, að hann hefði fundið kraft ganga
út frá sér, er blóðfallssjúka konan læknaðist. Merkileg er