Morgunn - 01.06.1922, Qupperneq 29
MORGUNN
23
fá afsteypur af höndum og fótum lfkamninganna, með
þvi að fá þær til að dýfa hönd eða fæti í bráðið parafin-
vax, en skilja því næst eftir vax-hanzkann eða vax-leyst-
inn. Er því næst búin til gipssteypa af limnum, og sýnir
það sig meðal annars, að hann er gerólíkur limum mið-
ilBÍns. — Dr. Schrenck-Notzing vottaði, að sams konar fyr-
irbrigði hefði sér og hepnast að fá.
Siðasta erindið flutti Carl Vett: um að koma upp stöð-
ugri 8krifstofu í Kaupmannahöfn, sem yrði sameiningar-
liður milli stofnana, er reka sálarlífarannaóknir. Mætti
koma upp nefnd í hverju landi, sem stæði i sambandi við
þa 8krifstofu. Gæti þetta orðið til að efla samvinnu milli
allra sálarrannsóknamanna. Stjórnarnefnd þeirrar skrif-
stofu skyldi ákveða næsta alþjóðafund í þessum málum.
Urðu ákafar umræður um þá tillögu. Próf. Starcke og dr.
Kortsen vildu heimta trygging fyrir því, að alt yrði rek-
ið með sem víBindalegustum hætti, og trúarbrögðunum
ekki að neinu blandað inn í þessar rannsóknir. Dr. Geley
mótmælti því að nokkur háskóli ætti að hafa eftirlit með
starfi skrifstofunnar. Þessar rannsóknir yrðu að vera al-
frjálsar. Danski læknirinn, dr. med. Niels Borberg, varaði
við því að fela sálarrannsóknirnar vernd háskólans danska;
þær ættu honum vissulega ekki neitt að þakka. Varð þá
mikið lófaklapp um salinn. Tók nú að ókyrrast og varð
fundarstjóri að beita silfurbjöllunni, þvi að margir vildu
tala í senn og það á ýmsum tungum. René Sudre kom
fram með aðra tillögu, er fór í þá átt, að skrifstofan
skyldi aðeins eiga heiinili í Kaupmannahöfn til bráða-
birgða, unz næsta þing yrði haldið. Börðust Frakkar fyrir
þeirri tillögu. Kom það berlega í ljós, að þeir vildu engan
veginn, að Danir fengju neina forystu í málinu. Hefir
þeim að líkindum ekki litist svo vel á framkomu dr.
Kortsens né sumra dönsku prófessoranna, að þeir vilji
fela þeim að vaka yfir þessum rannsóknum. Frakkar sigr-
uðu að lokum; var tillaga René Sudre samþykt með
17 : 5 atkv., en margir fundarmanna greiddu ekki atkv.