Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 30
24
MORG UNN
Á eíðasía fundinum (kl. 2) var samþykt að gefa út
helztu erindin, er flutt höfðu verið, í sérstakri bók, og sam-
þyktar nokkurar fleiri tillögur, og Carl Vett gaf yfirlit
yfir gerðir þingsins, og sleit því með ræðu.
Kl. 7 um kvöldið söfnuðust loks margir fundarmann-
anna til miðdegisverðar i veitingahúsinu »Fönix«. Litið
var hugsað um að spara; kostaði sú máltíð 25 kr. á
mann. Dönum þótti mikið til þess koma að sýna útlendu
fulltrúunum, hve hátt menning þeirra er komin — líka í
mat. Eða svo sagði einn þeirra mér.
Margar ræður voru haldnnr yfir borðum. Stýrði próf.
Starcke samsætinu, þvi að dr. Kortsen kom þar ekki og
sagði litlu síðar af sér formensku i Sálarrannsóknafélag-
inu danska. Eftirtektarverðust fanst mér ræða dr. Schrenck-
Notzings. Hann gerði meðal annars þessa yfirlýsing í
henni:
»Mig langar til að segja nokkur orð um þessi nýju
fyrirbrigði og vxsindin, því að haldið hefir því verið fram,
að sálarrannsóknirnar séu ekki vísindi, meðan þær hljóti
ekki viðurkenningu hinna opinberu vísinda. Þetta er ekki
rétt. Hvort rannsókn sé vísindaleg eða ekki, er eigi und-
ir því komið, að hún fái opinbera viðurkenning, heldur
undir þvi einu, hvernig hún er rekin. Vísindi eru vísindi,
hvort sem þau eru rekin í vinnustofum háskólanna eða i
stofu á heimili mínu, hvort sem þau hljóta viðurkenning
almennings eða fárra votta. Eg get borið vitni urn þetta
af reynslu, því að eg var meðal hinna fyrstu, er rann-
sökuðu dáleiðsluna. Þá var talið óvísindalegt að halda því
fram, að dáleiðsla væri til. Nú er það óvísindalegt að
neita henni. Eins mun fara um hin sálarlegu fyrirbrigð-
in, þau er vér höfum heyrt skýrt frá á þessu þingi. I
dag kveður við, að það sé óvísindalegt að trúa, að þau
gerist. Að fáum árum liðnum mun sá ekki talinn visinda-
maður, sem neitar þeim«.
Mintist hann sérstaklega á líkamninga-fyrirbrigðin.
Kvað hann frú Bisson hafa rannsakað þau 12 ár (me&