Morgunn - 01.06.1922, Síða 35
M 0 R G U N N
29
Daginn eftir fór eg með F. Grunewald upp i vinnu-
stofur prófessors Chr. Winters; afhenti Grunewald hon-
um plöturnar tvær (úr sínum vélum), og framkallaði pró-
fessor Winter þær í návist okkar.
Fregnin um þessar tilraunir flaug eins og eldur i
sinu og brátt komust myndirnar i blöðin. Þótti spiritist-
unum dönsku þetta mikil gleðitiðindi og töldu það sumir
mikilvægasta árangur sálarrannsóknaþingsins. Þeim, sem
verst höfðu talað um miðilinn, hefir sjálfsagt ekki þótt
eins vænt um það. Eftir fyrri fundinn sóttust bæði Frakk-
ar og Þjóðverjar og Norðmenn eftir því að fá Einar
Nielsen til sin, til þess að fá að gera tilraunir raeð hann.
Samt réð hann af að vera kyrr heima um sinn, og var
mynduð nefnd manna til að gera stöðugar tilraunir með
hann um nokkurra mánaða skeið. Eru i nefndinni þeir
Fritz Grunewald, prófessor Chr. Winter og dr. med.
Knud H. Krabbe, Thorson læknir og einhverjir fleiri. Er
mér kunnugt um, að þær raunsóknir hafa borið árangur,
og hefir Grunewald skýrt frá því í viðtali við »Berl.
Tidende®, að hann sé alsannfærður um, að E. N. sé sann-
ur miðill. — í lok janúarmánaðar mun hann fara til
Kristjaníu, til þess að nefnd manna frá háskólanum þar
geri tilraunir með hann.
Eg er sannfærður um, að Einar Nielsen hefir orðið
feginn komu okkar útlendinganna, sem höfðum það fram
yfir landa hans, að við höfðum reynslu-þekkingu A mál-
inu, höfðum sjálfir séð og þreifað á. Og reynslu-þekking-
in verður æfinlega drjúgasta þekkingin I öllum efnum.
Ráð var fyrir því gert, að næsta þing sálarrannsókna-
manna yrði háð að tveim árum liðnum, og vildu frönaku
fulltrúarnir fyrir hvern mun, að höfuðborg Frakklands
yrði þá valin fundarstaður.
Hnr. Nielsson.