Morgunn - 01.06.1922, Side 42
36
MORGUNN
Unítara og annara. l?ví miður entist honum ekki aldur
til að koma málinu í fulla framkvæmd, þótt segja megi, að
með uppkasti þeasu hafi því af stokkunum verið hrundið.
Og nú er svo komið, að söfnuður síra Friðrika og Uni-
tarasöfnuðurinn í Winnipeg hafa sameinast í einn söfnuð,
og mikil líkindi eru til þess, að aðrir frjálslyndir söfnuð-
ir Islendinga vestan hafs taki höndum saman við hann
um kirkjufélagsstofnun.
Eins og öllum er kunnugt, hefir nú um langt skeið
verið talsvert öflugt kirkjufélag til meðal íslendinga í
Vesturheimi. Fyrir viðburðanna rás hefir svo farið, að
ýmsum frjálslyndum mönnum hefir ekki litist svo á, sem þeir
ættu heima í þeim félagsskap. Þeim hefir fundist jarð-
vegurinn nokkuð hrjóstugur og ekki liklegur til mikils
andlegs gróðurs Þeir hafa fundið, að það var alveg ó-
samrýmanlegt Islendingseðlinu í þeim að láta keyra sig
í þá hnappheldu, sem sá félagsskapur hefir orðið. Því
hvað sem um Islendinga verður annars sagt, þá er um-
burðarlyndisleysið yfirleitt ekki einkennið á þeim. Of-
stækið er sá af mannlegum breyskleikum, sem þeim er
sízt hætt við. Víðsýnið er sú dygðin, sem þeir vafalaust
eiga hægast með að þroska, eins og skynsemin er sú
eigindin, sem þeir hafa náð mestum þroska í. Þess vegna
er það næata eðlilegt, að þessi nýi frjálslyndi félagsskap-
ur þar vestra minni mikið síður á kirkjufélagið gamla en
á íslendinga hér heima. Að svo sé, sést einkar greini-
lega á safnaðarlögum þessa Sambandssafnaðar í Winni-
peg-
Sambandssöfnuðurinn hefir enga trúarjátningu í gam-
alli merkingu þessa orðs. Til þess liggja vafalaust marg-
ar orsakir. En enginn vafi er á því, að þessi nýi söfn-
uður hefir í þessu efni lært af íslendingum beggja megin
hafsins. Af trúarjátningadýrkun Vestur-íslendinga hefir
hann lært, að til þess eru vítin að varast þau. Þá lexíu
hafa þeir líka kent mönnum mjög eftirminnilega. Um
trúarjátningarnar hefir nú staðið sífeld orrahríð þar í