Morgunn - 01.06.1922, Síða 43
1
MORG-UNN 87
landi í fjöldamörg ár, þvi að jafnskjótt og þroskaðri og hrein-
skilnari hluti einhvers trúarfélags kannaðist við það, að
hann tryði ekki öllu eða veeri ekki sammála öllu i öllum
þeim trilarjátningum, sem sagt var að félag hans væri
bundið við — og vitaskuld enginn heflr verið sammála um
í eitt eða fleiri hundruð ár — þá hófst tafarlaust úr því
rekistefna, burtrekstur og málarekstur. Andlegur ágóði
þeirrar rekistefnu hefir orðið talsvert mikið minni en ekki
neitt.
Afstaða kirkjunnar á Islandi til trúarjátninganna hef-
ir verið með alt öðrum hætti. Tveir af lærðustu og á-
hriiamestu fræðimönnum íslenzku kirkjunnar hafa ritað
um þær töluvert ítarlega, þeir Haraldur prófessor Níels-
son (i Skirni 1908) og Dr. Jón Helgason biskup (í Skirni
1909). Frá þeim ritgerðum er svo gengið, að mér er
lítt skiljanlegt, að mönnum verði, eftir lestur þeirra, trú-
arjátningarnar neitt sérstakt keppikefli. Hinn síðarnefndi
komst að þeirri niðurstöðu um þau játningarrit, sem hald-
ið hefir verið fram, að íslenzka kirkjan væri bundin við1
að þau séu — að minsta kosti sum þeirra — alls ekki
upphaflega samin í þeim tiigangi að vera bindandi regla
og mælisnúra fyrir kirkjuna á öllum tímum;
að því fari svo fjarri, að þau hafi verið viðurkend
sem slík rit af kirkju vorri, að kirkjan hafi engan þátt
átt í lögfestingu þeirra í hinum lúthersku löudum, held-
ur hafi veraldlega valdið verið þar eitt að verki, og um
ísland 8é það sérstaklega að segja, að játningahaftinu
hafi verið laumað hér inn án nokkurrar sjáanlegrar laga-
heimildar!
að þau séu ekki í samhljóðan við ritninguna, heldur séu
þau ófullkomin mannasmíði, sem i flestu tilliti beri á sér
flngraför sinna tíma, og
* Þ. e. poetullega trúarjátningin, „játningin frá Miken og Konstan-
tlnópel11, Atanasiusarjátningin, hin óbreytta Ágsborgar-trúarjátning frá
1530 og frœði Lúthers hin minni.