Morgunn - 01.06.1922, Qupperneq 58
52
HORGUNN
ályktað, að ef vissir partar heilans skemmist, þá tapist
tilsvarandi sálarstarfsemi algerlega — og öll vitund að
lokura, þegar heilinn hættir að starfa við dauðann. En
nýrri reynsla virðist benda á, að samband vitundarlifsins
r
og heilans sé ekki svo náið, sem ætlað var Yms sjúk-
dómstilfelli hafa sannað, að eyðilegging atórra hluta af
heilanura, sem taldir voru næsta mikilvægir, virtist ekki
hafa nein veruleg truflunaráhrif á sálarlifið, né neina
skerðingu persónuleikans i för með sér. Hið sálar-líkams-
lega samræmi (psycho-physiological parallelism) virðist
þvi ekki vera algilt né undantekningarlaust.
Undirvitundin felur einnig í sér margar ráðgátur,
sem hinar venjulegu skýringar eru alveg ráðalausar við.
Á það bæði við hin einfaldari fyrirbæri, svo sem inn-
blástur afburðamanna, dulminni og jjersónuskifti, og lika
við hin óvenjulegri, svo sera fjarhrif, skygni og andaskeyti.
Bæði hin venjulega lifeðlisfræði og sálarfræðin eru i
vandræðum með þessi efni. Sjálfur dregur höf. ýmsar
ályktanir af fyrirbærum undirvitundarinnar, og eru þess-
ar þær helztu:
Undirvitundin er aðalkjarni sálarlífsins.
Undirvitundin fer ekki eftir þroska heilans, erfðalög-
máli, skynjunarreynslu né mentun.
Starfsemi undirvitundarinnar fer ekki eftir starfsemi
heilans.
Lífeðlisfræðin getur ekki skýrt dulminnið (cryptom-
nesia) út frá heilanum.
Undirvitundin er ekki bundin við sérstaka hluta heil-
ans, né hæflleikar hennar við reynslu skilningarvitanna.
Undirvitundin nær út yfir getu líkamans, og hún
mótar (organizes) hann.
Síðan tekur höf. til athugunar helztu heimspekikenn-
ingar um þróunina, t. d. kenningar Bergsons, Schopen-
hauers og Hartmanns, og hefur sitthvað út á þær að
setja. Hallast hann þó helzt að Schopenhauer, en afneit-
ar bölsýni hans. —