Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 61
MORGUNN
55
legaBta bók, sem komið hefur út um þessi efni nú í nokk-
ur ár, og fyrir þvi hefi eg ritað línur þessar, svo að
menn geti séð, hvert er aðalefni hennar. En auðvitað
hefi eg orðið að fara alt of fljótt yfir sögu til þess, að
lesandinn geti gert sér nokkra hugmynd um röksemda-
leiðslu höfundarins, lærdóm hans eða orðsnild.
Jakob Jóh. Smári.
Sir Oliver Lodge svarar mótbárum.
Fæstra útlendra bóka, sem ekki hafa verið lagðar út
á íslenzku, mun hafa verið gerð rækilegri grein en sú
er gerð hefir verið fyrir bókinni »llaymond« eftir Sir
Oliver Lodge. Það var gert í ritlingnum »Líf og dauði«
eftir ritstjóra þessa tímarits (jRaymond I. og II ).
Oss er kunnugt um það, að frásagnirnar, sem teknar
voru úr »Raýmond« í þennau ritling, hafa vakið mikla
athygli og raikið umtal. Sumir hafa kunnað þeim hið
bezta. Aðrir hafa látið það uppi, að þær hafi fremur
fælt sig frá spiritismanum en laðað sig að honum. Þeim
finst, að lifið eftir dauðann verði, samkvæmt þeim frá-
sögnum, miklu auvirðulegra en þeir höfðu vonað að það
væri, og þeim er mjög nauðugt að taka frásagnirnar trúan-
legar. Mikið hefir það og spílt fyrir hjá suraum, að í þess-
um fráBögnum er rainst á vín og tóbak (eða eitthvað, sem
líkist þessu hvorutveggju) í öðrum heimi.
Þessum mótbárura, og ýmsum fleiri, hefir Sir Oliver
Lodge svarað í formála fyrir 10. útgáfu af »Raymond,
sem kom út á siðastliðnu ári. Sú ritgjörð fer hér á eftir
í þýðingu: