Morgunn - 01.06.1922, Qupperneq 67
MORGUNN
61
að vera, er áhrifunum veldur. Fyrir höggi 4 augað eða þrýst-
ing á sjóntaugina gerir hún sér þá grein, að það só ljós; fyrir
ýfing heyrnartaugarinnar gerir hún sér þá grein, að það
8é hljóð. Svo kann og að vera um oss, þegar vér erum
komnir yfir um, að vér gerum oss þá sams konar grein
fyrir reynslu vorri, eins og vér höfum vanist á.
Eg kem nú að smærri atriðum. Hafi verið komið
með þá ásökun, að sagt sé, að annað eins og reykingar
og drykkjuskapur sé altítt meðal þeirra, sem dveljast
hinumegin, þá er sú ásökun gersamlega óréttmæt og ó-
sönn. Staðhæfing, sem tekin er út úr sambandi sínu,
verður oft villandi. Ef það sem látið er uppi í bók minni
er nokkuð að raarka, þá bendir það greinilega og ótvi-
ræðlega á það, að mennirnir þar verji elcki tíma sínum
þann veg; ekkert elíkt er heldur eðlilegt umhverfi þeirra.
Ekki þarf annað en heilbrigða skynsemi til þess að skilja,
hvernig ástatt er. Sé nokkurt mannfélag þar hinumegin,
þá getur það ekki verið fastskorðað og óbreytilegt; nýir
menn hljóta alt af að vera að koma. Eftir syni mínum
er haft, að þegar menn komi þangað fyrst og séu ruglað-
ir, viti naumast, hvar þeir eru, þá séu þeir með alls kon-
ar óskynsamlegar óskir; og að þeir, sem séu á fremur
lágu stigi, þjáist enn af jarðneskum fýsnum. Þegar öllu
er á botninn hvolft, er þetta í raun og veru rétttrúnað-
arkenning, ef mér skjátlast ekki til muna; það er ein af
þeim viðvörunum, sem inunaðarseggjum er bent á, að
fýsnir þeirra muni halda áfram og verða einn hluti af
refsingu þeirra.
Einn vinur minn hefir nýlega sent mér eftirfarandi
línur, sem teknar eru úr bók Swedenborgs: »Dagbók um
andleg mál« (Spiritual Diary) 1. b., 333. gr.:
>SáIir framliðinna mannn fara nwt alt e&li likamans; svo mikil
brögð eru að þeasu, uð þær halda euu, að þær céu i likauiunum. Þær
hafa liku fýsnir og eftirlanganir, þær langar í mat og því um likt, svo
«ð þaö, sem heyrir til Hkamanum, er letraö á s&lina. Þannig halda
þær þvl eðli, sem þær fara með úr heiminum; en þegar tlmar liða,
gleymist þetta«.