Morgunn - 01.06.1922, Blaðsíða 70
64
M 0 R Gr U N N
heilögu lifl, kunna að eiga við alt önnur kjör aðbúa;þeir
fáu menn, sem hér hafa verið djöfulleg ruddamenni, hljóta
að sæta enu öðrum kjörum. Iivorugum þeasum flokki
hefi eg kynst. Stigin eru mörg, ástandið er margvíslegt;
og hver fer til síns staðar.
Sé því haldið fram af rétttruuðum gagnrýnendum, að
iðrandi ræninginn hafi farið til himnarikis, þá svara eg
því svo, að það gerði hann alls ekki. Samkvæmt sögunni
fór hann til Paradísar, sem er annað. Svo virðist, sem
með þvi orði sé átt við einhvers konar Eden-garð, eitthvað,
sem ekki er sérsfaklega langt frá jörðinni. Mér skilst svo,
sem hinir fornu rithöi'undar hafi hugsað sér þetta sem
stað eða ástand, ekki mjög óiíkt því, sem nefnt er »Sum-
arland« i bók minni.
Gegn þessu kann því að verða haldið fram, að Kristur
sjálfur hafi ekki getað dvalist, jafnvel ekki um tima, á
ueinu millibil8stigi eða tiltölulega lágu stigi. En eg sé
enga ástæðu til að ætla, að hann hafi undanþegið sjálfan
sig neinum þeiin kjörum, sem ætluð eru mannkyninu í
heild sinni. Áreiðanlega hefir hann viljað koma sinu
ætlunarverki í framkvæmd að íullu. Af trúarjátningunni,
sem eg geri ráð fyrir, að þeir gagnrýnendur, sem eru
prestar, muni aðhyllast, má ráða það, að þeir trúi því, að
Kristur hafi jafnvel í fyrstu farið niður á við — stigið
niður til heljar eða undirheima — vafalaust í einhverju
göfugu trúboðs-erindi. Að minsta kosti segir guðspjalla-
sagan það afdráttarlaust, að hann haíi staðið fjörutíu daga
í sambandi við jörðina, að líkindum í því ástandi, sem
nefnt er Paradís, og við og við birzt eða talað við þá er
eftir lifðu — og kemur þar enn fram, að hann hagaði
sér eftir hætti hins breytilega mannkyns, Og þá fyrst var
það, er lokið var þeirri dvöl, sem var oss svo heillarik,
að hann steig upp til einhvers æðra ástands, langt fyrir
ofan alt það, er þjófar geta öðlast, hvað iðrandi sem þeir
eru, eða hinir ungu hermenn vorir, hvað ágætir sem þeir
eru og hve mikið sem þeir leggja sjálfa sig í sölurnar.