Morgunn - 01.06.1922, Side 71
M ORGUNN
65
Eftir framfarir, sera gerat hafa um aldaraðir, kunna þeir
smámaaman að komast þangað.
Meðan þeim framförum hefir ekki orðið framgengt,
eru þeir ánægðari og kunna þeir betur við sig í Paradís.
Þar eru þeir enn í sambandi við jörðina, hafa í raun og
veru ekki skilið við þá, sem eftir eru, geta enn hjálpað
og þjónað í verki. Ekkert er makindalegt við þá hvíld
og þann fögnuð, sem þeir hafa gengið iun í. Þeir beita
æskuþreki sínu — styrktir af kærleikanum, sem stígur
upp til þeirra likt og blessun — til þess að ráðast á tak-
markalínuna, er erfikenningarnar hafa eagt, að só milli
sviðanna, og vinna hana með valdi. Flokkur ákafra starfs-
manna er að búa til brú og leggja veg yfir djúpið; sam-
göngurnar eru þegar auðveldari og tíðari en nokkuru sinni
áður; og fullvísir megum við vera þess, að þegar til
lengdar lætur, verði allar þrautir og allur ástvinamissir
nútímans mannkyninu til heilla. Vér óskum, að svo
megi verða.
„Fyrir því vil eg ljá drotni hann“.
Fermingarræða 19. júní 1921.1
Eftir próf. Harald Níelsson.
»Þd fór hún með hann l hús drottins i Síló, til Elí.
Og hún sagði: Eg er lcona sú, er stóð hér hjd þér, til þess
að gjöra hœn mína til drottins. Um svein þennan gjörði
eg bœn mína, og drottinn veitti mér hœn mína, sem eg hað
hann um. Fyrir þvi vil eg Ijá drotni hann, svo lengi sem
hann lifir«.
Kæru ungu vinir mínir! Eg hefi valið að minna
ykkur, við þetta hátíðlega tækifæri, sérstaklega á þessi
1 Sbr. ritgerðina „Ferming“ i siðasta hefti MoaaONS.
5