Morgunn - 01.06.1922, Side 84
78
MORG (JNN
Fyrirbrigöabálkur.
I. Barnið, sem átti að fæðast.
Á tilraunafundi, sem haldinn var hér í Reykjayík um
miðjan vetur 1917, kom fyrir einkennilegt atvik. Eg mint-
ist lauslega á það í erindi, sem eg flutti 18 febrúar 1917,
og prentað er í riti mínu »Líf og dauði*. Eg prenta hér
upp þá frásögn:
»Eg get í þessu sambandi ekki stilt mig um að segja
ykkur að gamni mínu frá ofurlitlu atviki, sem kom fyrir
á tilraunafundi, sem eg var á fyrir skömmu. Það, sem
telur sig vera framliðinn mann, og eg held líka, að sje
framliðinn maður, var að tala fram af vörum miðilsins.
Alt í einu fór hann að segja frá ofurlitlu stúlkubarni, sem
sæti i kjöltu einnar konu, sem var á fundinum. Frúin
gat ekki hugsað sér, að neitt framliðið stúlkubarn á þessu
reki gæti verið neitt við sig bundið. — >Það er ekki
heldur framliðið«, sagði sá sem talaði »Það er ófætt.
Það verður ekki þín dóttir*, sagði hann við frúna. »En
þér er ætlað að taka hana að þér og ala hana upp, þeg-
ar þar að kemur«. — »Eru menn þá til, áður en þeir
koma hingað?« spurði einn fundarmarma. — »Haldið þið«,
sagði þá sá, sern var að tala út af vörum miðilsins, »að
mennirnir verði fyrst til með þessu hylki?« Og það var
nokkur fyrirlitning í rómnum út af slíkri fávizku.
»Það er svo stutt síðan er þetta gerðist, að umsögnin
gæti ekki verið komin fram, þó að hún væri ekki mark-
leysa. En óneitanlega væri gaman að vita, hvort litla
stúlkan kemur nokkurtíma fram í þessum heimi«.
Þessi fundur var haldinn í myrkri, og því miður var
ekki kostur á að skrifa það samstundis, er á fundinum
gerðist. Þegar eftir að eg hafði flutt erindið, hafði kon-
an mín, sem var á tilraunafundinum, orð á þvi við mig,
að eg mundi ekki hafa skýrt nákvæmlega rétt frá því,