Morgunn - 01.06.1922, Síða 97
MORÖUNN
91
Þeasa sömu nótt hvarf Bebensee klæðskeri á Akur-
eyri úr húsi sínu, og hefir ekki komið fram, (15. nóv.).
Eg hafði aldrei séð hann, svo eg viasi. Hann var sagð-
ur fremur lágur vexti og grannvaxinn, hafði »staurfót>:
og gat ekki heldur vikið höfði við. íslenzku talaði hann
svo hann skildist allvel, en æði óskýrt og með annarleg-
um framburði.
Prófessor Haraldur Níelsson
í Danmörk
í ársskýrslu forseta á síðasta aðalfundi Sálarrann-
sóknafélags íslands var á það minst, að þó að fram-
kvæmdir félagsins á síðasta ári hefðu ekki orðið jafn-
miklar og stjórn félagsins hefði óskað, þá gætu menn að
minsta kosti glatt sig við það, að frá félagínu hefðu bor-
ist áhrif á árinu 1921 til annara landa — svo mikilvæg
að slíks séu víst ekki mörg dæmi í sögu þjóðar vorrar.
Þar var auðvitað átt við erindi þau, er prófessor
Har. Níelsson flutti í Danmörk á síðastl. hausti Eins og
áður hefir verið skýrt frá í Morgni, var hann einn
þeirra manna, sem boðið var á þing það, er sálarrann-
sóknamenn háðu í Kaupmannahöfn á síðastl. sumri Auk
þesB sem hann tók þátt í umræðum á þessu þingi, flutti
hann þar lika langt erindi (á ensku), og er óhætt að full-
yrða, að ekkert annað erindi, sem þar var flutt, vakti
meiri athygli, enda nefndu sum blöðin þann daginn, sem
sira H. N. flutti það erindi, »ísleuzka daginn*,þó að ræðu-
menn væru margir aðrir.
Að þinginu loknu, var síra H. N. fenginn til þess að
flytja erindi um sálarrannsóknamál í Khöfn, Oðinsey,
Árósum og Alaborg. Þau urðu alls 10.