Morgunn - 01.06.1922, Page 100
94
MO RGUNN
kvæmlega á sama um útásetningar og hlátur . . . Hverja
skoðun sem menn hafa á spíritismanum, þá verða menn
að kanuast við það, að öndunum á að þykja vænt um
það að hafa slíkan drengskaparmann til þess að berjast
fyrir sig«.
Um erindið, sem prófessorinn flutti í >Psykisk Op-
lysningsforening« í Kaupmannahöfn um tilraunir sínar á
íslandi og Englandi, segir sama blað:
»Sannarlega voru það merkilegir hiutir, sem menn
fengu að heyra. Prófessor Níelsson hefir efni i 5. guð-
spjallið*.
Um sama efni segir blaðið >Kobenhavn« meðal annars:
>Mönnum skildist af frásögninni, að alt hafi verið
svo nákvæmlega athugað, sem framast var hugsanlegt.
Og prófessorinn talaði af miklu fjöri og djúpsettri alvöru
um efnið*.
Frásögn þessa blaðs (»Kobenhavn«) frá erindi pró-
fessorsins um dauðann endar á þessum orðum:
»Á þetta einkennilega og áhrifamikla erindi hlustuðu
menn i troðfullum salnum, þrátt fyrir það, hve langt það
var, af hinu megnasta athygli*.
Aðsóknin að fyrirlestrunum var ágæt. »Nationaltid-
ende« segja í frásögninni frá einu erindanna: «Hátíðar-
salurinn í Lestrarfélagi Kvenna var enn troðfyllri en við
þau tvö erindi, sem á undan voru gengin, ef annars var
kleift að koma þar inn fleiri mönnum, en þar höfðu áð-
ur verið«. Svipað var hvarvetna sagt um aðsóknina.
»Berlingske Tidende* flutti greinilegastar og áreiðan-
legastar frásagnir af erindum hans af öllum blöðunum.
Um hann sjálfan segir blaðið meðal annars á eftir skýrsl-
unni um eitt erindið:
»Prófes8or H. N. er djarfiegur og fjörugur ræðumað-
ur með glaðlegt augnaráð og fallegar hendur, sem hann
notar dálítið til þess að gefa flutningi ræðunnar áherzlu*.
í öðru tölubl. sama blaðs segir svo:
»Haraldur Nielsson er ofurlítið fjörugri, ofurlítið ó-
hlifnari í umræðum en við erum vanir við. Hnarreistur
og góðmannlegur, reiðubúinn til þess að rótta andstæðing
sínum vinarhönd. Hvað sem kenningu hans líður, er hann
hlýlegur maður og hreinskilnislegur, og það svarar áreið-
anlega kostnaði að hafa lært að þekkja hann«.