Morgunn - 01.12.1960, Blaðsíða 40
Frú Mimi Arnborg:
Sálræn reynsla mín
Fyrirlestur, fluttur 6. sept. 1960, fyrir félaga í Kvenna-
deild S.R.F.I.
★
Frú Mimi Arnborg dvaldist hér í hálfan mánuð síðast-
liðinn september í boði Kvennadeildar Sálarrannsóknafé-
lags íslands. Hún hefur starfað sem miðill í heimalandi
sínu, Danmörku, um 30 ára skeið. Og nú síðustu 9 árin
einnig sem lælcningamiðill. Hélt hún þrjá fyrirlestra og
einn trance-fund, þar sem 100 konur voru viðstaddar.
Einnig tók hún á móti rúmlega 20 sjúklingum, og fékk
margar beiðnir um „absent healing“.
Við frú Arnheiður Jónsdóttir fórum með henni til
Akureyrar, þar sem hún hélt fyrirlestur fyrir Sálarrann-
sóknafélagið þar. Heimsókn hennar varð til mikillar á-
nægju fyrir félagslconur, og mér hafa borizt fréttir af
nokkrum sjúklingum, sem til hennar komu, og virðist ár-
angur hafa orðið góður. Frú Arnborg lét í Ijós mikla
ánægju yfir komunni hingað, og síðan hún kom heim
hefur hún flutt frásagnir af ferðinni, bæði í Árósum og
Kaupmannahöfn. Hér fer á eftir þýðing á fyrsta fyrir-
lestrinum, sem hún flutti fyrir okkur, og eru það frá-
sagnir af eigin reynslu hennar. — Þýð.
Ég vil byrja með því að þakka ykkur hið vingjarnlega
heimboð til Islands. Það er mér mikil ánægja að veita ykk-
ur hlutdeild í nokkru af því, sem komið hefur fyrir mig
á langri ævi. Ekki af því, að ég hafi öðlazt merkilegri
reynslu en margir aðrir miðlar, en ég veit það, vegna
þátttöku minnar í hinum fjölsóttu alheimsþingum, hvað
það gleður okkur og styrkir, þegar við verðum þess vís-
ari, að fólk frá öllum löndum heims hefur komizt að sömu