Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Blaðsíða 42

Morgunn - 01.12.1960, Blaðsíða 42
120 MORGUNN nota sem nokkurs konar útvarps- og sjónvarpstæki, ef hæfileikinn er fyrir hendi til þes sað stilla á bylgjulengd hinnar andlegu veraldar. Og þennan hæfileika hafa þó nokkuð margir. Þegar í barnæsku mun hafa komið í ljós, að ég hafði miðilshæfileika. En vegna þess, að enginn í fjölskyldu minni bar skynbragð á slíkt, fékk ég oft ávítur, þegar ég sagði frá ýmsu, sem aðrir ekki sáu. Frá 10 ára aldri og næstu fimm árin fór ég oft úr líkamanum. Ég féll í eins konar dá, en varð alltaf vör við, þegar þetta ástand var í aðsigi, svo ég gat lagzt fyrir. Mér var ljóst, hve móðir mín var óróleg, þegar tíminn leið og ég kom ekki til með- vitundar. Líkama minn sá ég liggja á legubekknum, en ég gat ekki haft vald yfir honum. Stundum sóttu foreldr- ar mínir lækni. Hann sló á fætur mína og hendur og kallaði á mig, og við og við fékk ég kamfúrusprautu. Þegar ég vaknaði, sagði læknirinn að þetta væri ekkert venjulegt yfirlið, og hann sagði mér, að ég gæti vel beitt viljakrafti mínum svo ég kæmist hjá þessum yfirliðum. Þá grét ég, því ég gat ekki við þetta ráðið. Þegar miðilsgáfa mín þroskaðist, skildi ég, að þetta hafði verið nokkurs konar þjálfun til þess að fara úr iíkamanum, sem þarna átti sér stað. Enginn í fjölskyldu minni, eða í smábænum, sem við bjuggum í, hafði nokk- um skilning eða þekkingu á sálrænum fyrirbærum. Þegar ég var 25 ára, trúlofaðist ég manninum mínum. Hann hafði orðið sannfærður spíritisti, eftir að hafa dvalið í Indlandi og þar haft tækifæri til að athuga og sannreyna mörg merkileg sálræn fyrirbæri. Mun ég seinna segja nánara frá því. Það var mér og fjölskyldu minni til mikils ama, að hann skyldi vera að sækja þessar spíri- tista samkomur, og ég lýsti því yfir, að aldrei myndi ég taka þátt í neinu slíku. En það var gripið inn í frá æðri veröld, og allt viðhorf mitt gjörbreyttist. Og fyrir það er ég þakklát, því þess vegna hefur líf mitt orðið fyllra og hamingjuríkara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.