Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Page 42

Morgunn - 01.12.1960, Page 42
120 MORGUNN nota sem nokkurs konar útvarps- og sjónvarpstæki, ef hæfileikinn er fyrir hendi til þes sað stilla á bylgjulengd hinnar andlegu veraldar. Og þennan hæfileika hafa þó nokkuð margir. Þegar í barnæsku mun hafa komið í ljós, að ég hafði miðilshæfileika. En vegna þess, að enginn í fjölskyldu minni bar skynbragð á slíkt, fékk ég oft ávítur, þegar ég sagði frá ýmsu, sem aðrir ekki sáu. Frá 10 ára aldri og næstu fimm árin fór ég oft úr líkamanum. Ég féll í eins konar dá, en varð alltaf vör við, þegar þetta ástand var í aðsigi, svo ég gat lagzt fyrir. Mér var ljóst, hve móðir mín var óróleg, þegar tíminn leið og ég kom ekki til með- vitundar. Líkama minn sá ég liggja á legubekknum, en ég gat ekki haft vald yfir honum. Stundum sóttu foreldr- ar mínir lækni. Hann sló á fætur mína og hendur og kallaði á mig, og við og við fékk ég kamfúrusprautu. Þegar ég vaknaði, sagði læknirinn að þetta væri ekkert venjulegt yfirlið, og hann sagði mér, að ég gæti vel beitt viljakrafti mínum svo ég kæmist hjá þessum yfirliðum. Þá grét ég, því ég gat ekki við þetta ráðið. Þegar miðilsgáfa mín þroskaðist, skildi ég, að þetta hafði verið nokkurs konar þjálfun til þess að fara úr iíkamanum, sem þarna átti sér stað. Enginn í fjölskyldu minni, eða í smábænum, sem við bjuggum í, hafði nokk- um skilning eða þekkingu á sálrænum fyrirbærum. Þegar ég var 25 ára, trúlofaðist ég manninum mínum. Hann hafði orðið sannfærður spíritisti, eftir að hafa dvalið í Indlandi og þar haft tækifæri til að athuga og sannreyna mörg merkileg sálræn fyrirbæri. Mun ég seinna segja nánara frá því. Það var mér og fjölskyldu minni til mikils ama, að hann skyldi vera að sækja þessar spíri- tista samkomur, og ég lýsti því yfir, að aldrei myndi ég taka þátt í neinu slíku. En það var gripið inn í frá æðri veröld, og allt viðhorf mitt gjörbreyttist. Og fyrir það er ég þakklát, því þess vegna hefur líf mitt orðið fyllra og hamingjuríkara.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.