Morgunn - 01.12.1960, Blaðsíða 56
134
MORGUNN
Ég ætla elcki hér að rekja sögu dáleiðslunnar aftur á
bak til þeirra tíma, er menn héldu að dávaldurinn byggi
yfir einhverjum töfrakrafti, sem streymdi frá honum inn
í sjúklinginn eins og töfravökvi eða straumur. Þessari
hjátrú hafa menn loks hafnað. Ég ætla ekki heldur að
fara út í það, að lýsa stigum dásvefnsins, því að venju-
legur lesandi þessarar bókar myndi sennilega ekki hafa
áhuga fyrir því, þótt þeir, sem iðka dáleiðslu, verði að
hafa ýtarlega þekkingu á þessu efni.1)
Lærðir menn hafa á þessu ýmsan skilning. Braid var
sá, sem fyrstur notaði orðið ,,hypnosis“: dáleiðsla, og
hann taldi, að hún væri aðeins fólgin í sefjun. Mesmer
misskildi eðli dáleiðslunnar, en hann benti á hana sem
staðreynd. 1 dásvefni taka menn miklu betur en ella við
sefjandi áhrifum. Gagnrýnin sljófgast, mátturinn til þess
að veita viðnám hugsunum annarra hverfur manninum
um stund og hugur hans verður opinn fyrir svo að segja
hvers konar hugmynd, sem að honum er haldið. Enn-
fremur er stundum auðið í dásvefninum, að losa hinn dá-
leidda mann við hugmyndir, sem um langan aldur hafa
haft vald yfir honum. Það er álitið, að í djúpum undir-
vitundarinnar geymi hugurinn allar þær hugmyndir, öll
þau áhrif, sem hann hefur orðið fyrir. Ef við líkjum öll-
um þessum hugmyndum ,öllum þessum áhrifum liðinna
ára við búnka af blöðum, er auðvelt að hugsa sér, hvernig
blaðabúnkinn smástækkar og þyngist, og þá einnig það,
í) Sumir hyggja, að læknar einir ættu að iðka dáleiðslu. En svo
er ekki, því að venjulegur læknir hefur enga sérþekkingu til þess.
Á þessu ári hefur komið út bók eftir Yellowlee: Manual of Psy-
ehotherapy, sem sýnir, að hafi læknir ekki fengið sérmenntun í
sálfræði, er hann engu hæfari en aðrir menn, til þess að iðka dá-
leiðslu. Dáleiðsla er sérsvið lærðs sálfræðings, sem hefur jafnlang-
an námsferil í sálfræði — og þar með talin dáleiðsla, — að baki
og læknirinn hefur í sinni grein. Vinni sálfræðingurinn með lækni,
eins og höf. þessarar bókar gerir, er vel farið og bezt. Ýmsir læknar
hafa sent sjúklinga til mín til dáleiðslu, og sýnir það, hvern skiln-
ing margir læknar hafa á málinu.