Morgunn


Morgunn - 01.12.1960, Page 78

Morgunn - 01.12.1960, Page 78
156 MORGUNN eða gáfur vöktu öfund, og voru þær þá ásakaðar um að vera á valdi djöfulsins. Gegn þessari hræðilegu hjátrú beitti hertogafrúin sér af alefli. Einu sinni þegar hertog- inn var fjarverandi kom upp skæður sjúkdómur í kvik- fénaði. Almenningur kenndi gamalli ekkju, Evu Jarausch, um þetta. Presturinn á staðnum studdi þessa heimsku fólksins, eins og því miður þá var títt um prestana. En þá sendi hertogafrúin prestinum bréf, sem ekki var hægt að misskilja: „Við höfðum búizt við því af yður, sem lærðum og skynsömum manni, að yður væri kunnugt um, hvernig frelsari vor Jesú Kristur með pínu sinni og dauða hefur sigrazt á dauðanum og djöflunum, og kallað oss til að vera Guðs börn. Þér verðið að athuga, hve miklu tjóni þér hafið valdið frá prédikunarstólnum á meðal þessa hjátrúarfulla og einfalda fólks, í stað þess að það er skylda yðar að prédika kærleika til allra manna og virðingu fyrir ellinni. Það er ekki í neinu samræmi við kærleika Guðs og miskunn, að hann með hjálp djöfulsins ætti að gefa gamalli konu mátt til þess að gjöra svo illt af sér. Engar sannanir eru til í þessum galdramálum, en margar vesalings konur hafa verið píndar og kvaldar til játninga, og margir hafa borið ljúgvitni. Það er kunnugt um allt landið, að hið votviðrasama sumar, og þar af leið- andi skemmt fóður, er aðalorsökin að veikinni í fénaðin- um. Það eru því tilmæli vor, að þér kennið þeirri hjörð, sem yður er trúað fyrir, eitthvað uppbyggilegra frá prédikunarstólnum, og að þér látið ekkjuna, Evu, koma til yðar, og með hjálp Guðs orðs huggið hana vegna þeirra ásakana, sem hún ómaklega hefur orðið fyrir. Ef þér farið ekki eftir þessum fyrirmælum, mun yður verða vikið úr embætti og vísað burt úr furstadæminu til ein- hvers þeirra staða, sem kæra sig um galdratrúarpresta. Hugsið um hinn háa aldur yðar og ábyrgð yðar gagnvart Guði“. Skoðanir hertogafrúarinnar á hinum hryllilegu galdra- brennum, og hispursleysi hennar að láta þær skoðanir í

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.