Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 4
4 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 18.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,0938 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,38 112,92 179,32 180,20 153,08 153,94 20,532 20,652 18,776 18,886 16,360 16,456 1,3495 1,3573 174,75 175,79 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Ástrós Tryggjum ungu fólki áhrif við gerð nýrrar stjórnarskrár. stjórnmálafræðingur Framboð til stjórnlagaþings Gunnlaugsdóttir astrosg.is„Ég borga þessa auglýsingu úr eigin vasa“. Í Fréttablaðinu í gær var sagt að Þórir Guðmundsson ætti fimmtugs- afmæli 18. nóvember. Hið rétta er að hann varð fimmtugur 18. október. Einnig var ranghermt að hann væri kynningar- og markaðsstjóri Rauða krossins, hið rétta er að hann er sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross- ins. Fréttablaðið biðst velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTINGAR Orðið Sýklalyfjaónæmi misritaðist við frágang fyrirsagnar á grein Vilhjálms Ara Arasonar heilsugæslulæknis, sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Vilhjálmur og lesendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. DÓMSMÁL Þrjátíu og sjö ára karl- maður, Daniel Danielewicz, kvaðst fyrir Héraðsdómi Reykja- ness í gær hafa talið sig vera að færa samlanda sínum hér á landi rauðvín, skinku, bjúgu og lyf, þegar hann kom til landsins í ágúst síðastliðnum. Í „rauðvíns- flöskunni“ reyndist vera rúmlega einn lítri af amfetamínvökva. Úr honum hefði mátt vinna rúmlega átta kíló af amfetamíni, sem hægt hefði verið að selja fyrir 25 millj- ónir króna, að því er fram kom hjá saksóknara í málinu, Júlíusi Kristni Magnússyni. Maðurinn, sem er pólskur ríkis- borgari og var að koma frá Pól- landi, bar fyrir rétti í gær að hann hefði ekki haft hugmynd um hvað var í flöskunni. „Ég kom hingað af því að mér hafði verið lofað að ég fengi vinnu á Íslandi,“ sagði hann. „Kunningi minn í Póllandi, Pawo, lét mig hafa þessar upplýsingar,“ bætti maðurinn við en kvaðst ekki vita eftirnafn kunningjans. Hann sagði að Pawo hefði sagt sér að á Íslandi væri maður, einnig pólskur, sem gæti útveg- að vinnu. Sá maður hefði greitt fyrir farið til Íslands. „Ég þurfti bara að sýna passa á flugvellinum,“ útskýrði flutnings- maður amfetamínsins, sem sagði flugmiðann til Íslands hafa beðið sín þar. „Pawo lét mig hafa flösk- una, eitthvað matarkyns og lyfin, sem ég átti að afhenda manninum á Íslandi. Ég var ekkert að velta því fyrir mér hvað væri í flösk- unni.“ Maðurinn kvaðst hafa átt að fá vinnu við rafvirkjun hér. Sér hefði verið sagt að búið væri að ganga frá öllu varðandi dvöl- ina hér. Hann hefði átt að gista á hóteli fyrstu nóttina en síðan í fyrirtækinu sem hann fengi vinnu hjá. Þar væri gistiaðstaða fyrir hendi. Spurður um þann sem átti að útvega honum vinn- una sagði hann að sá héti Polec. Eftirnafnið vissi hann ekki, hafði aldrei séð manninn og þekkti ekk- ert til hans. Jón Halldór Sigurðsson rann- sóknarlögreglumaður sem bar vitni í héraðsdómi sagði að greini- lega hefði verið föndrað við flösk- una með amfetamínvökvanum. Meðal annars hefði sílikonkítti verið komið fyrir í innsigli henn- ar svo hún læki öruggglega ekki. Halla Geirlaug Gunnlaugs- dóttir tollvörður sagði að flaskan og fatnaður hefðu verið í tösku mannsins. Hún kvaðst hvorki minnast matvæla né lyfja í tösk- unni. jss@frettabladid.is AÐALMEÐFERÐ Daniel Danielewicz, tæplega fertugur að aldri, mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gær. Hann var tekinn með rúmlega lítra af amfetamínvökva í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rauðvínið reyndist vera amfetamínbasi Tæplega fertugur karlmaður kvaðst ekki hafa vitað að hann væri að smygla til landsins rúmum lítra af amfetamínvökva, sem hann var tekinn með í ágúst. Hann vissi hvorki hver átti að taka á móti honum né hvar hann átti að vinna og dvelja. Eindregið sakleysi Daniel Danielewicz, þrjátíu og sjö ára, mætti í dómsal, ákærður fyrir að hafa reynt að smygla til landsins rúmum lítra af amfetamínvökva, sem hægt hefði verið að framleiða úr rúm átta kíló af amfetamíni. Hann lýsti eindregnu sakleysi sínu gagnvart slíku athæfi. Á baki jakka hans stóð skýrum stöfum: „GANGSTER UNIT“ Daniel Danielewicz spurður um ástæður þess að hann var að flytja meint „rauðvín“, lyf og mat- væli til landa síns á Íslandi: „Ég hef heyrt að lyf séu dýr hér og þessi maður vildi fá sína óskaskinku.“ Daniel Danielewicz um tilgang komu sinnar hingað til lands: „Ég vann svart í Pól- landi en frétti þar að það væri hægt að fá og stunda góða, löglega vinnu á Íslandi.“ Jón Halldór Sigurðsson lögreglumaður um framburð Danielewicz: „Þetta er dæmi- gerð burðardýrasaga.“ Bragi Björnsson verjandi spurði skjólstæðing sinn: „Þekkirðu mun á rósavíni og rauðvíni?“ Daniel: „Ég gæti kannski séð einhvern litamun.“ Daniel Danielewicz um sína afstöðu til málsins: „Ég hef aldrei haft áhuga á eitur lyfjum né neinu slíku dæmi.“ Úr dómsalnum VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 12° 4° 4° 8° 9° 5° 5° 22° 11° 18° 9° 25° -4° 9° 12° 2°Á MORGUN Strekkingur með S- strönd annars hægari. SUNNUDAGUR Hægur vindur víða um land. 3 3 3 2 1 6 4 3 3 5 6 4 4 5 3 4 4 6 4 7 7 6 6 5 6 8 4 10 10 18 9 20 7 0 KÓLNAR Nú kólnar á land- inu um helgina og má búast við frosti víða í innsveitum norðan- og austan- lands á sunnudag. Það verður væta sunnan- og vestan til í dag og á morg- un en víða bjart og hægur vindur á landinu á sunnu- dag. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður Semja um nafn í íþróttahúsi ÍBV hefur óskað eftir leyfi tómstunda- ráðs Vestmannaeyja til að semja við styrktaraðila um nafn á nýja íþrótta- húsinu við Hástein. Ráðið vill kanna málið áður en ákvörðun verður tekin. VESTMANNAEYJAR REYKJAVÍKURBORG Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að biðja afsökunar alla þá sem vist- aðir voru á stofnunum á vegum barnaverndaryfirvalda í Reykja- vík á árum áður og urðu fyrir ofbeldi eða illri meðferð. „Starfsmenn Reykjavíkur- borgar munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða og styðja þá einstaklinga sem um ræðir og þess óska, til dæmis með viðtölum við ráðgjafa og sál- fræðinga,“ segir borgarráð, sem kveður áherslu lagða á að eftir- lit með aðbúnaði og líðan barna í vistun standi. „Öllum börnum á að veita eftirfylgd og nauðsyn- legan stuðning samkvæmt barna- verndarlögum bæði á meðan á vistun þeirra stendur og eftir að vistun lýkur.“ - gar Borgin biðst afsökunar: Vilja styðja þá sem níðst var á VIÐSKIPTI Gert er ráð fyrir að stofnanir og fyrirtæki ríkisins þurfi að kaupa eða leigja allt að hundrað nýja bíla á næsta ári. Ríkiskaup hafa efnt til útboðs vegna þess. Verða viðskiptin gerð á rekstrarleigukjörum næsta árs. Í auglýsingu frá Ríkiskaupum segir að um kaup eða leigu á bifreiðum af ýmsum stærðum og gerðum sé að ræða. Veiga- mikill þáttur í mati á tilboðum verði koltvísýringslosun. - bþs Bifreiðaþörf hins opinbera: Þarf 100 nýja bíla á næsta ári DÓMSMÁL Hagar gerðust sekir um grófa misnotkun á markaðsráðandi stöðu sinni á matvörumarkaði þegar þeir undirverðlögðu mjólkurvörur í verðstríði Bónuss við Krónuna árið 2005. Þetta er endanlegur dómur Hæstaréttar um málið, en hann staðfesti í gær dóm héraðsdóms. Högum er gert að greiða 315 millj- óna króna sekt vegna málsins, sem er hæsta sekt sem lögð hefur verið á vegna misnotkunar á markaðsráð- andi stöðu. Forsvarsmenn Haga viðurkenndu strax í upphafi að hafa tapað hundr- uðum milljóna á að selja mjólkina á undirverði. Þeir hafa hins vegar alla tíð hafnað því að hafa brotið af sér og fullyrt að undirverðlagning- um hafi einungis orðið neytendum til góða. „Þessi dómur Hæstaréttar skiptir miklu fyrir þróun samkeppnismála hér á landi. Með honum er komið mikilvægt fordæmi sem fyrirtækj- um á samkeppnismörkuðum ber að horfa til,“ er haft eftir Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftir- litsins, í yfirlýsingu frá því í gær. „Af dóminum leiðir m.a. að það getur verið markaðsráðandi fyrir- tækjum dýrkeypt að misbeita styrk sínum og takmarka samkeppni neyt- endum og atvinnulífi til tjóns,“ segir Páll Gunnar. - sh Högum gert að greiða 315 milljónir fyrir bolabrögð í verðstríði við Krónuna: Hæstiréttur staðfestir risasekt Haga Í BÓNUS Hagar greiddu hundruð millj- óna fyrir þau skilaboð að samkeppni yrði ekki liðin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.