Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2010 23
Fyrir tíu árum fór Kristín Ást-geirsdóttir, núverandi fram-
kvæmdastýra Jafnréttisstofu, til
starfa í Kosovó fyrir Þróunar sjóð
Sameinuðu þjóðanna fyrir konur
(UNIFEM). Þar vann hún að efl-
ingu stjórnmálaþátttöku kvenna
og auknu samstarfi kvenna-
hreyfinga í þessu stríðshrjáða
héraði. Kristín var brautryðjandi
sem fyrsti íslenski sérfræðing-
urinn í jafnréttis málum til að
starfa með UNIFEM á vegum
íslenska utanríkisráðuneytis-
ins en rúmur tugur sérfræðinga
hefur fylgt í kjölfarið.
Samstarf utanríkisráðuneytis-
ins og UNIFEM er eitt lang-
l í fasta verkefni íslensku
friðargæslunnar og þykir sam-
starfið sérstakt. Í tíu ár hafa
íslenskir sér fræðingar starfað
fyrir UNIFEM á Balkan-
skaganum: í Kosovó, í Make-
dóníu, í Serbíu og í Bosníu og
Hersegóvínu. Auk þess hefur
utanríkisráðuneytið sent Íslend-
inga til starfa fyrir UNIFEM í
Líberíu, á Barbados og í höfuð-
stöðvunum í New York. Á sama
tíma hefur hlutfall fjárhagslegs
stuðnings utanríkisráðuneytisins
við UNIFEM aukist margfalt
og skilað Íslandi í röð helstu
stuðnings ríkja sjóðsins.
L andsnefnd U N I F EM á
Íslandi var stofnuð 1989 með
það að markmiði að vekja
umræðu, stunda fjáröflun og
stuðla að bættri stöðu og aukn-
um réttindum kvenna í þróunar-
löndum og á stríðshrjáðum
svæðum. Landsnefnd UNIFEM
á Íslandi er ein sautján lands-
nefnda UNIFEM í jafnmörgum
löndum og starfa þær sem frjáls
félagasamtök. Með öflugu sam-
starfi við utanríkisráðuneytið,
íslenskan almenning og fyrirtæki
hefur félagið stuðlað að bættri
stöðu kvenna í þróunarlöndum
og á stríðs hrjáðum svæðum.
Kaflaskil verða í starfsemi
UNIFEM á næstunni því um
komandi áramót rennur Þróunar-
sjóðurinn inn í nýja og öflugri
Stofnun Sameinuðu þjóðanna um
kynjajafnrétti og valdaeflingu
kvenna (UN Women). Sú stofnun
mun hafa sterkari valdheimildir
og meira fjármagn en UNIFEM
og er til marks um ríkari áherslu
á kynjajafnréttismál innan Sam-
einuðu þjóðanna en áður. Íslensk
stjórnvöld hafa stutt þessa þróun
ötullega. Samstarf utanríkis-
ráðuneytisins við UNIFEM mun
í framhaldinu flytjast yfir á hina
nýju stofnun, UN Women, sem
Michelle Bachelet, fyrrverandi
forseti Síle, mun veita forystu.
Í dag verður efnt til málþings
í Háskólanum á Akureyri frá
kl. 10.00-15.00 til að ræða sam-
starf utanríkisráðuneytisins og
UNIFEM, vægi þess og fram-
tíð innan UN Women. Ég vona
að sem flestir sjái sér fært að
mæta og taka þátt í áhugaverðri
umræðu um jafnréttismál og
utanríkisstefnu Íslands.
Framlag til friðar og kynjajafnréttis
UNIFEM
Ragna Sara
Jónsdóttir
formaður UNIFEM á
íslandi
Neyðarmóttaka vegna nauðgun-ar og Stígamót taka á móti að
meðaltali 230 manneskjum árlega
sem leita sér aðstoðar eftir að hafa
orðið fyrir nauðgun eða nauðgunar-
tilraun. Neyðarmóttaka veitir eins
og nafnið gefur til kynna neyðar-
þjónustu eftir ofbeldi en fólk leit-
ar til Stígamóta til að vinna úr
afleiðingum ofbeldisins. Samtals
hafa um 1.600 manns leitað sér
aðstoðar á þessum tveimur stöð-
um á síðustu sjö árum. Þolendur
nauðgana eru í miklum meirihluta
konur og ofbeldismennirnir í lang-
flestum tilfellum karlar. Rétt er að
taka fram að hér er ekki meðtalið
kynferðislegt ofbeldi gegn börn-
um en að því viðbættu tvöfaldast
fjöldinn.
Árið 2009 komu 233 nauðgun-
armál á borð Neyðarmóttöku og
Stígamóta. Lögreglu bárust hins
vegar aðeins 65 kærur. 42 mál
fóru áfram til Ríkissaksóknara,
ákært var í 14 málum og sakfellt
í átta. Átta mál af 233 gera 3,4%.
Á undanförnum sjö árum hefur
þetta hlutfall hæst orðið 6,8%.
Endurmenntun
og hærri miskabætur
Vegna þessara tölfræðilegu stað-
reynda boðaði dómsmála- og
mannréttindaráðherra til samráðs-
fundar um meðferð nauðgunar mála
í réttarvörslukerfinu föstudaginn
12. nóvember sl. Til fundarins
komu, svo dæmi séu tekin, full-
trúar Stígamóta, Neyðar móttöku,
lögreglu, Ríkis saksóknara, dóm-
stólaráðs, Mannréttindaskrifstofu,
Femínistafélags Íslands og þing-
flokka. Þátttakendum var skipt
upp í smærri hópa og tekin voru
til umræðu fimm efni: Löggjöf,
kærur, lögreglurannsókn, ákær-
ur og dómstólar. Í öllum hópun-
um spunnust frjóar umræður og
lagðar voru fram ýmsar tillögur
til úrbóta. Meðal þess sem fram
kom á fundinum var að stofnun
sérstakrar kynferðis-
brotadeildar innan
lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu hefði
verið til mikilla bóta en
flutningur fleiri mála-
flokka undir sömu deild
hefði verið skref aftur
á bak. Skiptar skoðan-
ir voru um hvort kyn-
ferðisbrotadeild ætti að
starfa á landsvísu en rík
áhersla var lögð á mikil-
vægi fyrstu klukku-
stundanna í rannsókn
nauðgunarmála. Þá
var einnig rætt hvort
lögregla ætti, í sam-
ræmi við lög, alltaf að
bregðast við með rannsókn þegar
nauðgunar mál koma upp fremur
en að láta brotaþola taka ákvörð-
un um kæru.
Meðal hugmynda sem komu
fram voru rannsókn á áhrifum
breytinga á kynferðisbrotakafla
almennra hegningarlaga frá árinu
2007; kynningarátak um viðbrögð
við nauðgun; endurmenntunar-
námskeið fyrir dómara um áhrif
kynferðislegs ofbeldis á brota-
þola; endurskoðun á lögum sem
fjalla um réttargæslumenn; a.m.k.
tvær konur sitji í fjöl skipuðum
dómi í nauðgunar málum og að
miskabætur til brotaþola verði
hærri. Þessar hugmyndir og
fleiri verða unnar áfram á vett-
vangi dómsmála- og mannréttinda-
ráðuneytisins og þá í samráði við
lykilaðila varðandi hverja ákvörð-
un fyrir sig.
Svar okkar er nei
Fyrir aðeins örfáum áratugum
var kynferðislegt ofbeldi ekki
til umræðu á Íslandi og marg-
ir litu svo á að slíkt ofbeldi ætti
sér aðeins stað úti í hinum stóra
heimi. Síðan þá hefur mikið vatn
runnið til sjávar, ekki síst fyrir
tilstuðlan kvennahreyf-
ingarinnar, sem hefur
barist við að ná eyrum
samfélagsins og oft mátt
þola svívirðingar fyrir
það eitt að vekja máls
á nauðgunum og öðru
kynferðislegu ofbeldi.
Fundurinn í dóms-
mála- og mannrétt-
indaráðuneytinu er
aðeins lítið skref í þess-
ari baráttu. Það getur
verið freistandi að
líta á nauðganir sem
einstaklingsbundinn
valda. Fjöldi þeirra
sýnir hins vegar skýrt
fram á að þetta ofbeldi
er stórt samfélagslegt vanda-
mál. Nauðgun er ekki aðeins ógn
við líf og heilsu þeirra sem fyrir
slíku ofbeldi verða heldur einnig
hinna sem þurfa að lifa við ógnina
við ofbeldi. Á þessu þarf að taka
með lögum og framfylgd laga en
líka með menntun, fræðslu, for-
vörnum og hugarfarsbreytingu.
Sem samfélag þurfum við að líta
inn á við og spyrja: „Ætlum við að
sætta okkur við 230 nauðganir á
ári á Íslandi?“ Svar okkar í dóms-
mála- og mannréttindaráðuneyt-
inu er nei.
Lítið skref í baráttunni
gegn nauðgunum
Kynferðisofbeldi
Ögmundur
Jónasson
dómsmála- og
mannréttindaráðherra
Halla
Gunnarsdóttir
aðstoðarmaður
dómsmála- og
mannréttindaráðherra
Samstarf utan-
ríkis ráðuneytisins
og UNIFEM er eitt lang-
lífasta verkefni íslensku
friðargæslunnar.
42 mál fóru
áfram til Rík-
is saksóknara,
ákært var í
14 málum og
sakfellt í átta.
Átta mál af
233 gera 3,4%.
1919
R E STAU R A N T
AND LOUNGE
Radisson Blu 1919 Hótel Pósthússtræti 2 102 Reykjavík Sími: 599 1000
Í hjarta miðborgarinnar býður veitingastaðurinn 1919 upp á girnilega þriggja
og fimm rétta jólamatseðla og jólahlaðborð fyrir hópa. Flauelsmjúkir forréttir,
safaríkar jólasteikur og gómsætir eftirréttir koma þér í sannkallað jólaskap.
Pantaðu borð núna og njóttu þess að taka forskot á jólasæluna.
Hátíðarmatseðill
3ja rétta: 4.900 kr.
5 rétta: 6.900 kr.
Hlaðborð: 5.900 kr.
(fyrir hópa, samkv. pöntun)
JÓLIN KOMA TIL ÞÍN
FRÁBÆR VÍN Í ÚRVALI
lÍs en ku
ALPARNIR
s
BRETTAPAKKAR OG HJÁLMAR
BRETTA- OG
SKÍÐAHJÁLMAR
Verð frá: Kr. 9.995
Pakki 1
TILBOÐ: Kr. 37.789
Bretti 110
Skór 35 / 37
JR. bindingar
Pakki 2
TILBOÐ: Kr. 49.995
Bretti 125 til 165cm
Skór 39 til 46
SR. bindingar
Faxafeni 8, 108 Reykjavík, Sími: 534 2727, www.alparnir.is
Góð gæði
Betra verð
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI HALLDÓR
BALDURSSON
Meiri Vísir.
Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja
„like“ við Vísi á Facebook geta unnið
óvænta vinninga í hverri viku.
m.visir.is
Fáðu Vísi í símannog iPad!