Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 46
10 föstudagur 19. nóvember núna ✽ Njótið lífsins Svo 90‘S Það hefur ekki farið fram hjá neinum að tíska tíunda áratugarins hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Þessi flottu skór eru úr skóbúðinni Kaupfélaginu. H önnuðirnir Þórey Björk Hall-dórsdóttir og Richard P. Foley munu opna vefverslunina Worn By Worship 10. desember. Verslun- in mun selja íslenska og erlenda fatahönnun og renna tíu prósent af hverri seldri vöru til góðgerða- mála. „Richard fékk hugmyndina í hausinn fyrir ári og byrjaði að þróa hana hægt og rólega í kjöl- farið. Við fórum svo að þróa hug- myndina í sameiningu fyrir svona þremur mánuðum og nú er af- raksturinn loks að líta dagsins ljós,“ segir Þórey Björk. Á meðal þeirra íslensku hönn- uða sem taka þátt í verkefninu eru Royal Extreme, Sonja Bent, Shadow� �reature, �0��� eftir Bóas og Mundi svo fáeinir séu nefndir. Viðskiptavinurinn hefur um nokkra möguleika að velja þegar hann kaupir sér flík í gegnum vef- verslunina og ræður því til hvaða málefnis fé hans rennur. Að sögn Þóreyjar verður aðeins íslensk hönnun fáanleg á síðunni þar til í byrjun næsta árs en þá munu þau Richard einbeita sér að því að fá bæði erlenda hönnuði og góð- gerðastofnanir til liðs við sig. „Með síðunni langaði okkur að vekja athygli almennings og hönn- uða á góðum málefnum og á sama tíma fá hönnuði aðeins til að pæla í hvaðan hráefnin sem þeir nota koma og hvernig þau eru fram- leidd,“ segir Þórey. Vefverslunin verður opnuð í byrjun desember en þangað til er hægt að fylgjast með verkefninu í gegnum Facebook. -sm Þórey Björg og Richard opna vefverslunina Worn By Worship: DýrinDis klæði Hugrún Hrönn Kristjáns-dóttir gaf út sína fyrstu skáldsögu á dögunum, Stoln- ar raddir. Bókin fjallar um Sól- lilju, rótlausa Reykjavíkurmær sem býr í kjallaranum hjá ömmu sinni ásamt dóttur og móðurbróður. Einn dag finn- ur hún ljósmynd sem falin hefur verið á bak við gamla mynd af ömmu hennar og afa og kemst í kjölfarið að gömlu leyndarmáli sem fjölskylda hennar hefur þagað yfir í ára- tugi. Hugrún Hrönn starfar sem upplýsingafulltrúi hjá Reykja- víkurborg og skrifaði bókina samhliða vinnu sinni. Þrem- ur árum seinna hefur bókin loks litið dagsins ljós. „Ég hef lengi ætlað mér að skrifa skáldsögu. Einn daginn átt- aði ég mig á því að ef ég byrj- aði ekki að skrifa strax mundi það aldrei gerast,“ útskýrir Hugrún. Eftir að hafa tekið ákvörðun um að hefjast handa settist hún við tölvu, opnaði Word-skjal og hóf að skrifa. „Þetta tók á og gekk misvel. Suma daga fannst mér ég hafa skrifað eitthvað mjög fínt en daginn eftir fannst mér það alveg agalegt. Ég er líka mjög óþolinmóð mann- eskja og vil helst sjá hlutina gerast einn, tveir og tíu, þetta var því mikill skóli fyrir mig,“ segir Hugrún og hlær. Innt eftir því hvort hún kvíði gagnrýni almenn- ings svarar Hugrún því neit- andi. „Ég er sjálf ánægð með þessa sögu og vona bara að sem flestir lesi bókina og hafi skoðun á henni.“ Hugrún er þegar byrjuð að vinna að næstu bók og hefur minnk- að við sig vinnu til að geta sinnt því starfi betur. „Ég hét mér því að skrifa aðeins eina bók með fullu starfi. Nú vil ég einnig geta sinnt fjölskyldu minni meðfram vinnu og skriftum,“ segir hún að lokum kampakát. - sm Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir lætur gamlan draum rætast og gefur út bók: Ritstörfin mikill skóli mælistikan Á uppleið Kertaljós Tími hinna eldhræddu til að taka ró- andi er runn- inn upp. Nú er best að birgja sig upp af sprittkert- um því eitt lítið kertaljós getur gert kraftaverk í skammdeginu. Stór, lítil, ilmandi eða lyktarlaus. Bara muna að slökkva. Baðkör Það er auðvelt að búa sér til hið fínasta spa-umhverfi í sínu eigin baðherbergi með ilmandi baðolí- um, róandi tónlist og góðri bók. Risa sturtuklefar góðærisins með útvarpi og nuddi úr öllum áttum víkja nú fyrir hinu gamla góða baðkari. Pels Búðir bæjarins eru fullar af dýrindis pelsum. Gervi og alvöru. Nýjum og notuðum. Eitthvað fyrir alla enda er ekk- ert betur til þess fall- ið að halda manni heitum alla þessa ís- köldu vetrardaga sem eru í vændum. Á niðurleið Gervineglur með hvítum endum Aldrei fyrr hafa feng- ist fjölbreyttari litir af naglalakki og því um að gera að leggja frönsku áferðina með hvítu endunum til hliðar í bili. Einn litur á neglurnar í dag og um að gera að reyna að hafa þær sem náttúrulegastar. Íslenska klukkan Að keyra í vinn- una klukkan hálf níu á morgnana og það er eins og það sé mið nótt gerir ekkert til að létta manni lundina í skammdeginu. Færum klukkuna eins og frændur okkar á Norðurlöndun- um gera. Komum á sumar- og vetr- artíma á Íslandi. Húðlitaðar sokkabuxur Þær sem halda að með því að klæðast húðlituðum sokkabuxum séu þær að blekkja fólk í kring- um sig í að trúa því að þær séu berleggja: Ykkur skjátlast. Þetta er ekki náttúrulegt og ekki málið. Svartar eru betri kostur og passa að auki við allt. Kaupið þunnar ef þið viljið láta glitta í leggina. Vekja fólk til umhugsunar Þórey Björk Halldórsdóttir og Richard P. Foley opna vef- verslunina Worn By Worship í byrjun desember. Hluti sölunnar mun renna til góðgerða- mála. FRéTTABlAðið/STEFáN Lætur drauminn rætast Hugrún Hrönn Kristj- ánsdóttir skrifaði fyrstu skáldsögu sína á þremur árum samhliða fullu starfi. FRéTTABlAðið/STEFáN Full búð aF nýjum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.