Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 77
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2010 53 Forsvarsmenn Hróarskeldu- hátíðarinnar hafa ákveðið að loka öllum miðasölustöðum utan Danmerkur. Þetta þýðir að það verða engir miðar seldir í gegn- um midi.is eins og venjan hefur verið. Allir miðar verða seldir beint í gegnum heimasíðu hátíð- arinnar eða á síðunni Billetlugen. dk, þar sem fólk getur pantað tjaldstæði um leið og það kaupir miða. Þetta fyrirkomulag var prufukeyrt í ár á litlu svæði og það gaf góða raun. Næsta Hróarskelduhátíð verð- ur haldin dagana 30. júní til 3. júlí á næsta ári. Rokkararnir í Iron Maiden hafa þegar boðað komu sína á hátíðina. Miðasölu á Keldu breytt IRON MAIDEN Rokkararnir í Iron Maiden mæta á Hróarskelduhátíðina á næsta ári. Tónlistarmaðurinn Þór Breið- fjörð Kristinsson, sem hefur verið búsettur í Kanada, er flutt- ur til Íslands eftir fjórtán ára fjarveru. Þór byrjar með nýja tónleikaröð miðvikudaginn 24. nóvember á Café Rosenberg þar sem hann syngur þekkt lög sem söngvarar á borð við Bing Cros- by, Nat King Cole, Hauk Mort- hens og Vilhjálm Vilhjálmsson sungu. Tónleikaröðin nefnist Innileikar og er í afslöppuðum anda. Þór, eða Thor, eins og hann kallaði sig ytra, gaf fyrir tveimur árum út plötuna Running Naked. Smáskífulagið Sunny Day var eitt af hundrað lögum sem voru boðin ókeypis til niðurhals á heimasíðu Microsoft. Þór í nýrri tónleikaröð ÞÓR KRISTINSSON Tónleikaröðin Innileikar hefst miðvikudaginn 24. nóvember. Breski leikarinn Colin Firth hefur gefið í skyn að þriðja myndin um Bridget Jones sé væntanleg. Hinn fimmtugi Firth hefur leikið Mark Darcy, ástmann Jones, í fyrstu tveimur myndunum. „Ég held að það sé möguleiki á því. Handrits- höfundarnir hafa verið duglegir að undanförnu. Það er eitt að gera framhaldsmynd en að gera mynd númer þrjú, þar sem þau hafa elst dálítið, gæti verið enn áhugaverð- ara.“ Tvær bækur hafa komið út um Jones en höfundurinn Helen Fielding hélt áfram að skrifa um hana í blaðinu The Independent árið 2005. Þá var samband Jones og Darcy komið á hálan ís eftir að hún hafði orðið ófrísk eftir fyrr- verandi stjóra sinn Daniel Cleaver, sem Hugh Grant lék í myndunum. Jones í þriðja sinn BRIDGET JONES Þriðja myndin um Bridget Jones er hugsanlega á leiðinni. Bandaríska fyrirtækið Family Edited DVDs sérhæfir sig í að klippa kynlífs- og ofbeldisatriði úr kvikmynd- um til að gera þær fjölskylduvænar. Fyrirtækið selur svo myndirnar aftur og hefur þannig reitt stóru kvik- myndaverin til reiði. Kvikmyndarisarnir Paramount, Warner Bros., MGM, Disney, Universal og Fox hafa kært fyrir tækið og forstjórann John Webster fyrir að klippa án leyfis og endurselja myndir á borð við Iron Man 2, The Hurt Locker, Prince of Persia og Date Night. Þess má geta að Gísli Örn Garðarsson var ekki í kynlífstengdu hlut- verki í Prince of Persia, en ofbeldisatriði sem hann lék í gætu hafa verið klippt út. Kvikmyndarisarnir telja að Family Edited DVDs hafi brotið höfundaréttarlög. Aðgerðir risanna virðast hafa skilað árangri þar sem Family Edited DVDs aug- lýsti nýlega sérstaka útsölu þar sem allt átti að seljast, enda væri fyrirtækið að leggja upp laupana. Klippa kynlíf úr þekktum myndum EKKERT RUGL Prince of Persia er ein af myndunum sem urðu fyrir barðinu á Family Edited DVDs. STINGUM SAMAN NEFJUM! Vertu með, kauptu nef Rauðu nefin fást í verslunum Hagkaups og Bónuss og útibúum Íslandsbanka. Nefin fást í:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.