Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 80
19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR56
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Kolbeinn Sig-
þórsson hefur byrj-
að vel með íslenska
karlalandsliðinu í fót-
bolta og er nú kominn
í fámennan hóp með
þeim Ríkharði Jónssyni
og Tryggva Guðmunds-
syni. Fréttablaðið skoð-
aði byrjun þeirra tólf leik-
manna sem hafa náð því
að skora tíu mörk eða fleiri
fyrir íslenska A-landsliðið.
Aðeins fyrrnefndir tveir leik-
menn náðu því að skora meira en
eitt mark í fyrstu fimm landsleikj-
um sínum.
Ríkharður Jónsson átti marka-
met íslenska karlalandsliðsins í 56
ár eða frá 1951 til 2007, og hann
náði þeim frábæra árangri að
skora 7 mörk í fyrstu fimm leikj-
um sínum með A-landsliðinu. Þar
á meðal er ferna hans í 4-3 sigri
á Svíum í hans fjórða landsleik og
tvenna í 2-0 sigri á Finnum 1948 en
það var fyrsti sigurleikur íslenska
karlalandsliðsins frá upphafi.
Tryggvi Guðmundsson skoraði
þrjú mörk í fyrstu fimm landsleikj-
um sínum sumarið 1997 en það
sumar jafnaði hann einnig marka-
metið í efstu deild karla með því
að skora 19 mörk í 18 leikjum með
ÍBV-liðinu. Tryggvi skoraði ekki
fjórða landsmarkið sitt fyrr en
fjórum árum og 16 leikjum seinna
en það er vonandi að Kolbeinn
þurfi ekki að bíða svo lengi eftir
fjórða A-landsliðsmarki sínu.
Feðgarnir Arnór Guðjohnsen og
Eiður Smári Guðjohnsen eru báðir
meðal fjögurra markahæstu leik-
manna A-landsliðsins en þeir voru
báðir rólegir í fyrstu landsleikjum
sínum. Arnór skoraði ekki fyrr en
í sínum níunda landsleik og Eiður
Smári skoraði „bara“ eitt mark
í fyrstu tíu landsleikjum sínum.
Þriðja A-landsliðsmark Arnórs
kom eftir 22 leiki og átta ár með
landsliðinu en sonurinn skoraði
sitt þriðja landsliðsmark í sínum
tólfta A-landsleik.
Ríkharður skoraði sitt þriðja
landsliðsmark eftir 302 mínútur
sem þýðir að Kolbeinn var á undan
honum því þessi tvítugi leikmað-
ur AZ Alkmaar var aðeins búinn
að spila í 289 mínútur í A-landslið-
streyjunni þegar hann skoraði sitt
þriðja landsliðsmark í Tel Aviv í
fyrrakvöld. Tryggvi Guðmundsson
gerði reyndar betur en þeir báðir
því þriðja landsliðsmark hans kom
eftir 172 mínútna leik með A-lands-
liðinu.
Kolbeinn lék sinn fyrsta lands-
leik í Kórnum í mars síðastliðn-
um og Ólafur Jóhannesson henti
honum strax í byrjunarliðið. Kol-
beinn skoraði eftir 37 mínútur
þegar hann kom íslenska liðnu í
2-0. Hann fékk þá fína fyrirgjöf
frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni
frá hægri og skoraði af stuttu
færi. Kolbeinn var einnig í byrj-
unarliðinu í næsta leik á móti
Mexíkó, hann náði ekki að skora
en lék allan tímann í markalausu
jafntefli.
Kolbeinn var á bekknum í þriðja
landsleiknum sínum sem var jafn-
framt sá fyrsti sem hann spilaði
á Laugardalsvellinum. Kolbeinn
kom inn á í stöðunni 2-0 þegar 18
mínútur voru eftir af leiknum og
innsiglaði 4-0 sigur íslenska liðs-
ins með marki á 89. mínútu eftir að
hafa fengið sendingu frá Eggerti
Gunnþóri Jónssyni. Kolbeinn náði
því líka að skora í fyrsta leiknum
sínum á þjóðarleikvanginum alveg
eins og í fyrsta A-landsleik sínum
70 dögum áður.
Kolbeinn var aftur á bekknum í
fjórða landsleiknum sínum en kom
sterkur inn af bekknum í 0-1 tapi
á móti Dönum á Parken. Kolbeinn
lék í þrettán mínútur en minnti vel
á sig á þessum kafla.
Ólafur Jóhannesson setti Kol-
bein aftur í byrjunarliðið sitt í
Ísrael í fyrrakvöld og Kolbeinn
skoraði þar sitt þriðja landsliðs-
mark eftir að hafa fengið óeig-
ingjarna sendingu frá Steinþóri
Frey Þorsteinssyni sem er þar
með búinn að leggja upp tvö af
þremur mörkum hans fyrir A-
landsliðið.
Heiðar Helguson var marka-
hæsti landsliðsmaður Íslands á
árinu með fjögur mörk og hefur
verið á undan Kolbeini í goggunar-
röðinni. Kolbeinn hefur hins vegar
nýtt tækifærin sín vel í fjarveru
Heiðars og ætti að vera orðinn
fyrsti maður í framlínu íslenska
landsliðsins áður en langt um
líður.
ooj@frettabladid.is
HEIÐAR HELGUSON er byrjaður að æfa með liði sínu, QPR, á nýjan leik eftir að hafa verið frá vegna
meiðsla á öxl í fjórar vikur. Þó er óvíst hvort hann geti spilað með liðinu gegn Preston í ensku B-deildinni um
helgina. Heiðar missti af landsleiknum gegn Ísrael vegna meiðslanna.
HANDBOLTI Einar Hólmgeirsson
stórskytta er aftur kominn á ferð-
ina með félagi sínu Ahlen Hamm.
Hann mun spila sinn fyrsta leik
með félaginu í háa herrans tíð um
helgina þegar það mætir Aroni
Kristjánssyni og lærisveinum
hans í Hannover Burgdorf.
Einar þurfti að fara í aðgerð á
hné í upphafi vetrar en hann hefur
verið einstaklega óheppinn með
meiðsli í gegnum tíðina.
„Ég er ekki alveg kominn á fulla
ferð en ætla að reyna að hjálpa til
um helgina. Mér líður samt ágæt-
lega. Ég er með verki þegar ég
hoppa en það er kannski eðlilegt.
Það getur vel farið svo að ég losni
aldrei við þessa verki og verð því
að læra að lifa með þeim,“ segir
Einar.
Félagi hans veitir ekki af aðstoð
hans um helgina enda er liðið
aðeins með eitt stig og situr eitt
og yfirgefið í neðsta sæti þýsku
úrvalsdeildarinnar.
„Ég ætla að reyna að vera skyn-
samur en það er ekki alltaf minn
stíll. Ég vil helst keyra í hlutina á
fullu gasi. Þetta er búinn að vera
erfiður tími utan vallar og sér-
staklega þar sem liðið hefur þurft
á mér að halda. Það hafa fleiri
leikmenn líka meiðst en við erum
að koma til baka,“ sagði Einar en
þrír leikmenn liðsins fóru í aðgerð
í upphafi tímabilsins.
Einar hefur fundið sér ýmislegt
til dundurs í meiðslunum og hann
tók þátt í að setja afar sérstakt
heimsmet í gær.
„Það var verið að auglýsa gufu-
baðsgarð sem er hérna í bænum.
Ákveðið var að setja heimsmet
með því að að koma einstaklingum
af sem flestum þjóðernum í einn
gufubaðsklefa. Það fóru rúmlega
100 manns í klefann en við vorum
frá um 90 þjóðum. Þetta var alveg
grillað en samt stórskemmtilegt,“
segir Einar hlæjandi en fóru menn
naktir í gufuna eins og tíðkast í
Þýskalandi?
„Nei, reyndar var það ekki gert í
þetta skiptið. Þetta var samt ótrú-
lega fyndið. Við vorum þarna inni
í um fimm mínútur. Það var ekk-
ert mál fyrir flesta en gaurinn
frá Nepal hefði ekki haft það af
að vera mikið lengur þarna. Hann
var ekki alveg vanur þessum hita
þarna inni. Ég hafði gaman af
þessu enda orðinn heimsmethafi.
Það er ekki ónýtt að setja heims-
met fyrir hádegi,“ segir Einar létt-
ur. - hbg
Einar Hólmgeirsson kominn á lappir og spilar um helgina – drepur tímann með því að setja heimsmet:
Ekki ónýtt að setja heimsmet fyrir hádegi
AFTUR Á VÖLLINN Einar Hólmgeirsson
mun loksins spila handbolta á nýjan leik
um helgina. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
Ríkharður sá eini sem byrjaði betur
Aðeins einn af tólf markahæstu landsliðsmönnum Íslands hefur skorað fleiri mörk í fyrstu fimm lands-
leikjum sínum en Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn skoraði sitt þriðja landsliðsmark á móti Ísrael.
RÍKHARÐUR JÓNSSON Skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965.
KOLBEINN SIGÞÓRSSON Hefur þegar
skorað 3 mörk í fyrstu 5 landsleikjum
sínum. Hann skoraði fleiri mörk með
A-landsliðinu en 21 árs liðinu á árinu.
MYND/AFP
Fyrstu landsleikir Kolbeins
Ísland-Færeyjar 2-0 84 mínútur, 1 mark
Mexíkó-Ísland 0-0 90 mínútur
Ísland-Andorra 4-0 18 mínútur, 1 mark
Danmörk-Ísland 1-0 13 mínútur
Ísrael-Ísland 3-2 90 mínútur, 1 mark
Samantekt:
Leikir: 5 Leikir í byrjunarliði: 3
Mínútur: 295 Mörk: 3
Fyrstu landsleikir Ríkharðs
Ísland-Noregur 2-4 90 mínútur
Ísland-Finnland 2-0 90 mínútur, 2 mörk
Danmörk-Ísland 5-1 90 mínútur
Ísland-Svíþjóð 4-3 90 mínútur, 4 mörk
Noregur-Ísland 3-1 90 mínútur, 1 mark
Samantekt:
Leikir: 5 Leikir í byrjunarliði: 5
Mínútur: 450 Mörk: 7
Fyrstu landsleikir Tryggva
Ísland-Færeyjar 1-0 45 mínútur, 1 mark
Liechtenstein-Ísland 0-4 38 mínútur, 1 mark
Ísland-Írland 2-4 21 mínúta
Rúmenía-Ísland 4-0 9 mínútur
Ísland-Liechtenstein 4-0 90 mínútur, 1 mark
Samantekt:
Leikir: 5 Leikir í byrjunarliði: 1
Mínútur: 203 Mörk: 3
Mörk í fyrstu fimm A-
landsleikjunum sínum
hjá þeim sem hafa skorað 10 A-
landsliðsmörk eða fleiri
Ríkharður Jónsson (17 mörk samt.) 7 mörk
Kolbeinn Sigþórsson (3) 3 mörk
Tryggvi Guðmundsson (12) 3 mörk
Eiður Smári Guðjohnsen (24) 1 mark
Pétur Pétursson (11) 1 mark
Þórður Guðjónsson (13) 1 mark
Ríkharður Daðason (14) 1 mark
Helgi Sigurðsson (10) 1 mark
Eyjólfur Sverrisson (10) 1 mark
Matthías Hallgrímsson (11) 1 mark
Arnór Guðjohnsen (14) 0 mörk
Heiðar Helguson (12) 0 mörk
N1-deild karla
Afturelding - Valur 22-23 (7-12)
Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðar-
son 7 (14), Haukur Sörli Sigurvinsson 6 (10), Jón
Andri Helgason 4 (7), Daníel Jónsson 2 (7), Arnar
Freyr Theodórsson 2 (6/1), Aron Gylfason 1 (2).
Varin skot: Hafþór Einarsson 18 (41/3) 44%.
Hraðaupphlaup: 4 (Haukur 2, Jón, Bjarni).
Fiskuð víti: 1 (Bjarni).
Utan vallar: 14 mínútur.
Mörk Vals (skot): Sturla Ásgeirsson 5 (6),
Valdimar Fannar Þórsson 5/2 (9/2), Ernir Hrafn
Arnarson 4 (13/1), Alexandr Jedic 3 (6), Jón
Björgvin Pétursson 2 (4), Fannar Þorbjörnsson
2 (3), Anton Rúnarsson 2 (4), Heiðar Þór Aðal-
steinsson 1 (2).
Varin skot: Ingvar Guðmundsson 13 (35/1) 42%.
Hraðaupphlaup: 5 (Sturla 3, Fannar, Anton).
Fiskuð víti: 3 (Sturla, Jón, Ernir).
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Magnús Jóns-
son, ágætir.
STAÐAN
Akureyri 6 6 0 0 183-148 12
HK 7 6 0 1 242-232 12
Fram 7 5 0 2 236-202 10
FH 6 4 0 2 188-168 8
Haukar 7 3 0 4 183-193 6
Afturelding 7 1 0 6 179-203 2
Selfoss 7 1 0 6 196-224 2
Valur 7 1 0 6 173-210 2
Iceland Express deild karla
Hamar - KFÍ 83-69 (52-39)
Stig Hamars: Andre Dabney 21, Nerijus Taraskus
12, Darri Hilmarsson 12 (9 fráköst, 5 stoðsending-
ar), Ragnar Nathanaelsson 10 (10 fráköst), Svavar
Páll Pálsson 9 (9 fráköst), Ellert Arnarson 9,
Kjartan Kárason 6, Snorri Þorvaldsson 4.
Stig KFÍ: Craig Schoen 18, Darco Milosevic 12,
Nebojsa Knezevic 12 (10 fráköst), Hugh Barnett
10, Daði Berg Grétarsson 7, Carl Josey 5, Pance
Ilievski 3, Ari Gylfason 2.
STAÐA EFSTU LIÐA
Snæfell 7 6 1 684-642 12
Grindavík 7 6 1 642-559 10
KR 7 5 2 702-599 10
Hamar 7 4 3 590-574 8
Stjarnan 7 4 3 610-594 8
Keflavík 7 4 3 623-610 8
Fjölnir 7 3 4 624-619 6
Haukar 7 3 4 601-634 6
Sænska úrvalsdeildin
HK Aranäs - Drott Halmstad 22-27
Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir
Drott Halmstad.
ÚRSLIT
KÖRFUBOLTI Hamar komst í gær
upp í fjórða sæti Iceland Express
deildar karla eftir sigur á KFÍ í
frestuðum leik, 83-69. Hamars-
menn byrjuðu vel í leiknum og
voru þrettán stigum yfir eftir
fyrsta leikhluta, 30-17. Þeir létu
forystuna aldrei af hendi eftir
þetta.
Hamar er nú með átta stig eins
og Stjarnan og Keflavík og er í
fimmta sæti deildarinnar. Andre
Dabney var atkvæðamestur hjá
liðinu í gær með 21 stig en Darri
Hilmarsson var einnig drjúgur
með tólf stig, níu fráköst og fimm
stoðsendingar.
Lítið virðist ganga hjá KFÍ
þessa dagana en þetta var fjórða
tap liðsins í röð í deildinni þar
sem Ísfirðingar eru í níunda sæti.
- esá
Iceland Express deild karla:
Hamar upp í
fjórða sætið
ÖFLUGUR Andre Dabney var stigahæstur
hjá Hamri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM