Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 6
6 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
TRÚMÁL Sömu aðilar standa á bak
við sjálfseignarstofnunina Islamic
Endowment Center in Iceland, sem
festi nýlega kaup á Ýmishúsinu
við Skógarhlíð, og verkefni um að
byggja mosku í Tromsö í Noregi.
Hætt var við bygginguna í
Tromsö þar sem norsk stjórnvöld
gátu ekki uppfyllt kröfur fjár-
festa frá Sádi-Arabíu, en talsmaður
Menningar seturs múslima á Íslandi
segir málum ólíkt farið hér á landi.
Tarjei Skirbekk, pólitískur ráð-
gjafi í norska utanríkisráðuneytinu,
sagði í samtali við Fréttablaðið að
málið í Tromsö hefði í raun strand-
að á fjárfestunum.
„Sádi-arabísku fjárfestarnir
þurftu skriflega yfirlýsingu frá
norskum stjórnvöldum um að
moskan, sem reist yrði fyrir fé frá
Sádi-Arabíu, fengi að starfa í sam-
ræmi við sádi-arabískar reglur. Það
eru sádi-arabísk stjórnvöld sem
setja fjárfestunum þetta skilyrði
ef þeir hyggjast senda fé úr landi
til að fjárfesta í moskum í öðrum
ríkjum.“
Yfirlýsingu af því tagi vildu norsk
stjórnvöld ekki gefa út, og segir
Skirbekk sádi-arabísku fjárfestana
þess vegna hafa hætt við. „Það er
almenn regla hjá okkur að gefa ekki
út slík leyfi,“ segir Skirbekk.
Hann tekur þó fram að norsk
stjórnvöld eigi í góðu sambandi við
stjórnvöld í Sádi-Arabíu og Espen
Barth Eiden aðstoðarutanríkis-
ráðherra hafi tekið málið upp við
þau þegar hann átti erindi til Sádi-
Arabíu. Þarlend stjórnvöld sýni
afstöðu norskra stjórnvalda fullan
skilning.
Fréttablaðið hafði samband við
Hussein Aldaoudi, sem er einn af
aðstandendum Islamic Endowment
Center in Iceland og fleiri verkefna
á Norðurlöndum, en hann vildi ekki
tjá sig um málið.
Karim Askari, varaformaður
stjórnar Menningarseturs múslima
á Íslandi, sem verður með starfsemi
í Ýmishúsinu, sagði í samtali við
Fréttablaðið að fjármagn til kaupa
á húsnæðinu kæmi úr styrktarsjóði
óháð sádi-arabískum stjórnvöldum.
„Við þiggjum ekki fé frá Sádi-
Arabíu. Féð kemur úr styrktarsjóð-
um sem eru notaðir til að hjálpa
fátækum eða í verkefni eins og að
byggja skóla eða moskur.“
Karim segir að starf Menning-
arseturs og Islamic Endowment
Center in Iceland sé unnið í sam-
vinnu við stjórnvöld og í raun sé
ekkert að vanbúnaði að hefja starf-
semi.
Fréttablaðið sendi fyrirspurn um
málið til dómsmála- og mannréttinda-
ráðuneytis en fékk ekki svör áður en
blaðið fór í prentun.
thorgils@frettabladid.is
gudsteinn@frettabladid.is
SYDNEY, AP Útlit er fyrir að skipta
þurfi út allt að fjörutíu hreyflum
í A380-risaþotunum frá Airbus
vegna öryggisástæðna. Hreyflar
biluðu fyrir nokkru í tveimur
þotum ástralska flugfélagsins
Qantas, en í öðru tilvikinu leiddi
olíusmit í hreyfli til þess að hann
sprakk í flugi yfir Singapúr.
Qantas kyrrsetti allar A380-
þotur sínar sex í kjölfarið.
Rolls-Royce framleiðir hreyfl-
ana. Talsmenn bæði fyrirtækis-
ins og Airbus hafa verið þögulir
sem gröfin. Sérfræðingar um
öryggi í flugi segja Rolls-Royce
ætla að skipta gölluðum hreyflun-
um út fyrir nýja. Reikna má með
röskun á flugi af þeim sökum. - jab
Galli í hreyflum A380-þota:
Einn sprakk
yfir Singapúr
RISAÞOTA FER Á LOFT Alvarlegar bilanir
urðu í hreyflum tveggja A380-risaþota
frá Airbus með stuttu millibili fyrir
skömmu. MYND/AIRBUS
FJÁRMÁL Marínó G. Njálsson,
stjórnarmaður í Hagsmunasam-
tökum heimilanna, hefur látið af
stjórnarsetu. Hann segir ástæð-
una hnýsni fjölmiðla í mál sín.
Marinó segir í bloggi sínu rit-
stjóra og fréttastjóra Frétta-
tímans hafa ákveðið að skuldir
hans væru söluvara og ætla að
birta frétt um skuldastöðu hans
í blaðinu þótt hann hafi beðið þá
um að gera það ekki. Ekkert var
fjallað um skuldastöðu Marinós í
netútgáfu blaðsins í gærkvöldi.
„Við stjórnum ekki viðbrögðum
fólks við fyrirspurnum blaða-
manna,“ segir Jón Kaldal rit-
stjóri. - jab
Úr stjórn Hagsmunasamtaka:
Vildi ekki frétt
um skuldirnar
MARINÓ G. NJÁLSSON Stjórnarmaður
í Hagsmunasamtökum heimilanna vill
ekki að fjölmiðlar fjalli um skuldir sínar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsóknastofn-
unin leggur til að heildaraflamark
loðnu á yfirstandandi vertíð verði
samtals tvö hundruð þúsund tonn.
Stofnunin mun kanna hvort tilefni
sé til að endurskoða tillögurnar
eftir mælingu á loðnustofninum
eftir áramót.
Mælingar á loðnunni fóru fram
seint í september og fram í byrjun
þessa mánaðar. Loðna fannst víða,
bæði eins árs ungloðna og fullorðin
tveggja og þriggja ára loðna. Hún
hrygnir í mars á næsta ári. Eins
árs loðnan fannst í Grænlands-
sundi og við Grænland, að sögn
Hafrannsóknastofnunarinnar.
Landssamband íslenskra útvegs-
manna, LÍÚ, benti á það í gær að
mjög lítið hefði sést af eins árs
loðnu á síðustu árum. Ástand
hennar nú muni hins vegar vera
mjög gott, bæði meðallengd og
meðalþyngd yfir meðallagi. Sýni
sem tekin hafi verið í síðustu mæl-
ingu bendi til að tíu prósent eins
árs loðnu hrygni næsta vor. Það er
meira en sést hefur í fyrri mæling-
um á þessum árstíma.
„Miðað við framangreindar mæl-
ingar, að teknu tilliti til náttúru-
legra affalla, þyngdaraukningar
fram að hrygningu og að skilin
verði eftir fjögur hundruð þúsund
tonn til hrygningar, reiknast veiði-
stofn loðnu 198 þúsund tonn,“ segir
LÍÚ. - jab
NÓG AF LOÐNU Mælingar á eins árs
loðnu lofa mjög góðu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Hafrannsóknastofnunin leggur til tvö hundruð þúsund tonna aflamark á loðnu:
Eins árs loðnan lofar góðu
IÐNAÐUR Álframleiðendur á Íslandi,
Rio Tinto Alcan, Alcoa Fjarðaál
og Norðurál, hafa tekið höndum
saman til að vinna að sameigin-
legum hagsmunum atvinnugreinar-
innar og stofnað Samtök álfram-
leiðenda, eða Samál.
Að sögn Rannveigar Rist,
stjórnar formanns Samáls, er
helsta hagsmunamál áliðnaðarins
á Íslandi í dag upplýsingagjöf.
Á fundinum voru reifaðar niður-
stöður viðhorfskönnunar sem gerð
var á vegum Samáls, en þar kom
í ljós að meirihluti svarenda var
jákvæður í garð íslensks áliðn-
aðar. Samál leggur áherslu á að
koma til skila góðum árangri
álfyrirtækja í umhverfismálum
og jákvæðum hagrænum áhrifum,
en ál iðnaðurinn skilar um 70 millj-
örðum, af 170 milljarða útflutn-
ingstekjum, inn í efnahagslífið á
hverju ári.
Þorsteinn Vigfússon, fram-
kvæmdastjóri Samáls, segir
aðspurður að erfitt sé að sjá af
þessari könnun hvort almenn-
ingur sé hlynntur frekari vexti
ál iðnaðar hér á landi.
„Það má hins vegar fullyrða út
frá stöðugt jákvæðu viðhorfi sem
mælst hefur um langt árabil, sam-
hliða hinni miklu uppbyggingu
sem hefur verið innan greinarinn-
ar. Þannig að það hefur ekki haft
neikvæð áhrif á viðhorf almenn-
ings.“ - þj
Álframleiðendur á Íslandi taka höndum saman um helstu hagsmunamál greinarinnar:
Upplýsingagjöf helsta hagsmunamálið
BINDAST SAMTÖKUM Stjórn Samáls, Rannveig Rist, Ragnar Guðmundsson og Tómas
Már Sigurðsson ásamt framkvæmdastjóranum Þorsteini Víglundssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÞJÓÐKIRKJAN Tæplega helmingur
landsmanna ber mikið traust til
sinnar sóknarkirkju og prestanna
í sinni sókn. Tæp tuttugu prósent
bera lítið traust til þeirra. Kemur
þetta fram í niðurstöðum nýlegr-
ar könnunar Capacent sem unnin
var fyrir Biskupsstofu.
Traust landsmanna til kirkju
og presta virðist vera meira á
landsbyggðinni en á höfuðborgar-
svæðinu og kirkjusókn er það
einnig. Samkvæmt könnuninni
fara Íslendingar fjórum sinnum í
kirkju á ári að meðaltali.
Tæp 45 prósent aðspurðra
sögðust bera mikið traust til
sóknarkirkjunnar sinnar, en rúm
tuttugu prósent bera lítið traust
til hennar.
Könnunin var gerð á tímabil-
inu 30. september til 7. október
síðastliðinn. Úrtakið var 1.171
einstaklingur, 18 ára og eldri, af
landinu öllu. - sv
Traust til presta og kirkju:
Tæplega 50%
treysta prestum
SAMGÖNGUR Síðasti öruggi skila-
dagur til að póstleggja jólapakka
til landa utan Evrópu er mánu-
dagurinn 6. desember og föstu-
dagurinn 10. desember fyrir jóla-
kort til landa utan Evrópu.
Síðasti öruggi skiladagur á
jólapökkum til Evrópu er mánu-
dagurinn 13. desember og á jóla-
kortum til Evrópu föstudagurinn
17. desember, eigi þau að skila
sér í tæka tíð fyrir jólin.
Jólavertíðin hjá póstinum:
Styttist í síðasta
sendingardag
Segja annað gilda
um starfið á Íslandi
Talsmaður Menningarseturs múslima á Íslandi segir ekkert af fjármunum til
kaupa á Ýmishúsi koma frá Sádi-Arabíu. Kröfur yfirvalda þar settu strik í reikn-
inginn varðandi mosku í Tromsö. Ekkert að vanbúnaði hjá Menningarsetrinu.
ÍRAK, AP Jalal Talabani, forseti
Íraks, sagðist í gær ekki ætla að
staðfesta líflátsdóm yfir Tariq
Aziz, fyrrverandi utanríkisráð-
herra í stjórn Saddams Hussein.
Talabani skipar sér þar með í
lið með mannréttindasamtökum,
Páfagarði og fleirum sem for-
dæmt hafa líflátsdóminn.
Ekki er þó víst að afstaða Tala-
banis verði til þess að lífláts-
dóminum verði aldrei fullnægt,
því neiti forseti nægir að þingið
eða einhver staðgengla forsetans
staðfesti hann. - gb
Forseti Íraks Aziz til bjargar:
Staðfestir ekki
líflátsdóminn
DÓMSMÁL Tveir karlmenn hafa
verið ákærðir fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir húsbrot og
líkams árás.
Fyrst braust annar mannanna
inn í íbúð fyrrverandi unnustu
og sinnar. Mennirnir ruddust
síðan saman inn í aðra íbúð og
annar þeirra braust inn á salerni
þar sem konan hafði læst að þér.
Hann hrinti henni, reif í hár
hennar og sló hana, þannig að
hún hlaut verulega áverka. Hinn
maðurinn hvatti félaga sinn í
lokin til að láta þar við sitja, eins
og segir í ákæru. - jss
Tveir ákærðir fyrir líkamsárás:
Réðst á fyrrum
unnustu sína
Tarjei Skirbekk segir Norðmenn gera athugasemdir við það að stjórnvöld í
Sádi-Arabíu skuli ekki leyfa að reistar séu kristnar kirkjur þar í landi. Norsk
stjórnvöld ætla að taka málið upp á vettvangi Evrópuráðsins. Þetta mál
snerti ekki bara Norðmenn heldur fleiri ríki í Evrópu, og snúist um það að
gagnkvæmnissjónarmið séu virt, þannig að hægt sé að gera kröfu til Sádi-
Araba um að standa sjálfir við það sem þeir ætlist til af öðrum.
Fjárfesting Sádi-Araba í moskum í Noregi hafi hins vegar ekki strandað á
þessu, því norsk stjórnvöld hafi ekkert á móti því að moskur séu reistar þar
í landi.
„Þvert á móti ríkir hér trúfrelsi og við styðjum það að hér séu reistar
moskur,” segir Skirbekk.
Norðmenn segjast ekki á móti moskum
ÝMISHÚSIÐ Félagsskapurinn sem festi kaup á Ýmishúsinu undir starfsemi
Menningarseturs múslima á Íslandi er tengdur fyrirhugaðri mosku í Tromsö.
Keyptir þú Rauða nef Barna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna?
Já 3,1%
Nei 96,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Styður þú málshöfðun gegn
Bretum vegna hryðjuverkalaga?
Segðu þína skoður á visir.is
KJÖRKASSINN