Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2010
Innlegg fyrir tásurnarLeggings fyrir börnin
Skór á skvísuna Garn, margir litir 100gr.
Garn, fyrir börnin 50gr.Strigaskór í skólann
Tilefni þessarar greinar er for-síðufrétt Fréttablaðsins 8. nóv-
ember. Inntak fréttarinnar er pist-
ill Brynjars Níelssonar, formanns
Lögmannafélags Íslands, sem
birtist í síðasta hefti Lögmanna-
blaðsins. Í fréttinni kemur fram
að nauðsynlegt er að gerð verði
úttekt á laganámi hér á landi og
enn fremur að athuga þurfi hvort
námið fullnægi eðlilegum kröfum
sem gera eigi til slíks náms.
Hér skal vakin athygli á því að
á liðnum vetri fór fram umfangs-
mikil úttekt á laganámi við Háskól-
ann á Bifröst, Háskólann á Akur-
eyri, Háskóla Íslands og Háskólann
í Reykjavík. Úttektin var gerð
af þriggja manna nefnd á vegum
menntamála ráðuneytis ins en í
nefndinni voru tveir erlendir sér-
fræðingar og einn íslenskur. Niður-
stöður úttektar innar eru væntan-
legar innan skamms en þar verður
að finna mikilvægar upplýsingar
um stöðu laga deildanna í heild-
rænu samhengi. Úttektin mun veita
marktækan samanburð sem von-
andi verður grunnur að gagnrýnni
en um leið vandaðari umræðu um
gæði laganáms á Íslandi. Úttekt-
ir sem þessar veita nauðsynlegt
aðhald sem laga deildirnar ættu að
fagna. Einnig skal bent á að þegar
hafa verið gerðar úttektir á laga-
námi á Íslandi en nálgast má niður-
stöður þeirra á vef menntamála-
ráðuneytisins.
Laganám hófst við Háskólann
á Akureyri haustið 2003. Fyrstu
meistaranemarnir útskrifuðust
vorið 2008. Þrátt fyrir ungan aldur
hefur deildin skapað sér mikils-
verða sérstöðu. Í náminu er lögð
áhersla á að halda valmöguleikum
nemenda opnum jafnt innanlands
sem erlendis bæði til framhalds-
náms og atvinnu. Þannig miðar
deildin ekki eingöngu að því að
mennta tilvonandi lögmenn enda
eru störf lögfræðimenntaðra fjöl-
breyttari en svo. Ekki eru farnar
ótroðnar slóðir í lagakennslu
heldur er leið Háskólans á Akur-
eyri í mörgu svipuð þeirri leið sem
farin er við háskóla í Oxford og
víðs vegar á Bretlandi og í Banda-
ríkjunum.
Í BA-náminu er áhersla lögð
á gagnrýna hugsun og rök-
fræði, mannréttindi, alþjóða-
rétt, Evrópu rétt, siðfræði starfs-
greina, samanburðar rétt og
stjórnskipunar rétt auk kjarna-
greina íslenskrar lögfræði. Námið
er að hluta til kennt á ensku, sem
er ómetanlegt veganesti fyrir
nemendur hvort sem þeir hyggj-
ast starfa innanlands eða utan.
Alþjóðleg nálgun námsins gerir
það að verkum að útskrifaðir BA-
nemar eiga auðvelt með að sækja
framhaldsnám erlendis í lögfræði
eða tengdum greinum. Nemend-
ur eru einnig hvattir til að fara í
skiptinám erlendis á námstíman-
um enda býr Háskólinn á Akureyri
að sterku alþjóðlegu tengslaneti.
Meistaranámið (ML) miðar
svo að því að mennta nemendur í
íslenskri lögfræði og búa þá undir
lögmennsku og önnur störf sem
krefjast ámóta menntunar. Áhersl-
an er því öll á hagnýta íslenska lög-
fræði. Grunnurinn úr BA-náminu
gerir það að verkum að nemendur
hafa öðlast nauðsyn legan og góðan
skilning á lögum í víðara samhengi
og eru því vel undir meistara námið
búnir.
Við lagadeild Háskólans á Akur-
eyri er heimskautaréttur kenndur á
meistarastigi og er það eina náms-
braut sinnar tegundar í heiminum.
Fjöldi þekktra fræðimanna og sér-
fræðinga hafa komið og kennt við
deildina enda hefur námið vakið
alþjóðlega athygli. Heimskautarétt-
ur er sérstaklega mikilvægur í ljósi
stöðu Íslands á Norðurheimskauts-
svæðinu og mikil þörf er fyrir sér-
fræðiþekkingu á þessu sviði.
Lagadeild Háskólans á Akur-
eyri leggur mikla áherslu á að
útskrifa nemendur sem þjálfaðir
eru í að beita gagnrýnni hugsun
og rökfræði til að leysa viðfangs-
efni lögfræðinnar. Í 8. bindi, við-
auka 1 í skýrslu Rannsóknar-
nefndar Alþingis þar sem fjallað
er um háskólasamfélagið er talið
nauðsynlegt að efla siðfræði-
lega menntun og áherslu á sam-
félagsgagnrýni. Það má segja að
þessi áhersla hafi verið kjarninn
í kennsluaðferðum Lagadeildar
Háskólans á Akureyri frá upp-
hafi. Mættu fleiri taka sér það til
fyrirmyndar. Ef fræðasamfélagið
á að geta sinnt samfélags gagnrýni
af alvöru er nauðsynlegt að fjöl-
breytileg flóra náms fái þrifist á
Íslandi.
Laganám við HA
Laganám
Gunnþóra Elín
Erlingsdóttir
form. Þemis, félags
laganema við HA
AF NETINU
Bernsk niðurskurðarumræða
Þó að ég sé bæði mikill notandi bæði heilbrigðis- og menntakerfisins er ég
ekki sannfærður um að allt fjármagn þar sé svo vel nýtt að betra sé að leggja
niður Þjóðleikhúsið, Sinfoníuhljómsveitina og öll söfn á Íslandi en að hreyfa
þar við nokkru. Ótti minn við sjúkdóma og dauða er ekki svo mikill að ég
vilji lifa án listar. Og mér finnst ekki sjálfsagt að standa alltaf með Íslendingi
gegn útlendingi.
Sem betur fer trúi ég takmarkað á þá mynd sem fjölmiðlar draga upp af
veruleikanum. Ég veit að á Íslandi eru fjölmargir sem vita af hverju núna er
sparað í ríkisrekstrinum. Það er líka til fólk á Íslandi sem er ekki svo upptekið
af eigin launum að það vill jafnvel að náunginn hafi starf líka. Og jafnvel
held ég að til sé fólk á Íslandi sem veit að kreppan á Íslandi er ekki illum
útlendingum að kenna. En í fjölmiðlum fer lítið fyrir slíku fólki. Þar snýst allt
um bernska sérhagsmunagæslu.
Smugan.is
Ármann Jakobsson
Vandmeðfarnar þjóðaratkvæðagreiðslur
Þjóðaratkvæðagreiðslur eru því vandmeðfarnar og geta ef slælega er að
málum staðið gert illt verra. Eigi að síður tel ég að þrátt fyrir þessa þekktu
vankanta sé samt sem áður rétt að opan fyrir þjóðaratkvæðgareiðslur í
ákveðnum vel skilgreindum tilvikum sem mikilvægt er að útfæra með skil-
merkilegum hætti.
Málskotsrétturinn er nú höndum forseta eins og Íslendingar fengu að
kynnast í kosningunni um Icesave í upphafi árs. Hugsanlega mætti færa
málskotséttinn til þjóðarinnar þannig að beiðni tiltekins hlutfalls kjósenda
dugi til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Þá mætti
einnig hugsa sér að tiltekinn minnihluti þingmanna gætu einnig farið fram á
þjóðaratkvæðagreiðslur.
Visir.is
Eiríkur Bergmann Einarsson
Lagadeild Háskól-
ans á Akureyri
leggur mikla áherslu á að
útskrifa nemendur sem
þjálfaðir eru í að beita
gagnrýnni hugsun.