Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 74
50 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Í tæp ellefu ár hafa þau
Daniel Radcliffe, Emma Wat-
son og Rupert Grint verið í
eigu umheimsins sem Harry
Potter, Hermione Granger
og Rupert Grint. Lokakafl-
inn í þessari einstöku sögu
verður opnaður í kvöld þegar
Harry Potter og Dauðadjásn-
in, fyrri myndin af tveimur,
verður frumsýnd.
Harry Potter-myndirnar verða átta
þegar yfir lýkur. Þremenningarn-
ir sem hafa borið uppi síðustu sex
myndir hafa auðgast gríðarlega
á sínum þætti og þar fremstur í
flokki er Daniel Radcliffe sjálfur.
Hann þarf ekki að hafa áhyggj-
ur af því hvort hann muni eiga
fyrir salti í grautinn næstu árin og
áratugina. Samkvæmt lista sem
Sunday Times birti í apríl á þessu
ári er Radcliffe ríkari en prinsarn-
ir tveir, þeir Harry og Vilhjálmur,
persónuleg auðæfi hans eru metin
á 42 milljónir punda eða rúmlega
sjö milljarða íslenskra króna. Sem
verður að teljast ágætis sjóður að
grípa í fyrir 21 árs gamlan strák
frá Hammersmith. Emma Watson
þarf svo sem heldur ekki að kvíða
framhaldinu, Harry Potter hefur
aflað henni 20 milljóna punda. Hún
hefur þar að auki verið vinsæl og
henni er spáð miklum frama þegar
Harry Potter er allur.
Þriðja hjólið í þessu sambandi er
Rupert Grint, sem þau Emma og
Daniel hafa lýst sem afslappaðasta
náunga í heimi. Sem er kannski
ekkert skrýtið, fjölmiðlar hafa ætíð
sýnt þeim Emmu og Daniel mest-
an áhuga á meðan Rupert hefur
getað notið þess að hugsa hvað
hann ætti að gera við sínar 20
milljónir punda sem hann er
metinn á samkvæmt Sunday
Times.
freyrgigja@frettabladid.is
Strákurinn sem malar gull
Flestir þekkja eflaust söguna ævintýralegu um hina
atvinnulausu einstæðu móður J.K. Rowling, sem
sagði börnunum sínum frá Harry Potter áður en
þau fóru að sofa og skrifaði fyrstu söguna um
hann á munnþurrkur á litlum veitingastað. Þetta
Öskubuskuævintýri er ótrúlegt í ljósi þess að
Joanne Katherine Rowling er nú einn ríkasti
listamaður Bretlands, auðæfi hennar eru
meiri en Sir Mick Jagger og Elton John
eiga samanlagt og hún er ríkari en sjálfur
bítillinn Sir Paul McCartney. Talan er 519
milljónir punda; 93 milljarðar.
MILLJARÐADROTTNINGIN
NORDICPHOTOS/GETTY
EMMA TEKUR STÓRA STÖKKIÐ Emma Watson
vakti mikla athygli þegar Harry Potter og Fönixreglan
var frumsýnd árið 2007 og skapaði sér ákveðna sér-
stöðu sem tískuhús heimsins voru fljót að taka eftir.
STÓRSTJÖRNUR Emma, Daniel
og Rupert voru árið 2009
orðin stórstjörnur og farin
að venjast því að auga
fjölmiðla fylgdist með
hverju skrefi þeirra. Og
svo virðist sem þau þrjú
hafi höndlað frægðina
ótrúlega vel.
TÍSKUGOÐ OG KYNTÁKN
Emma Watson er í dag orðin
eitt heitasta tískutáknið í dag
sem þeir Daniel Radcliffe og
Rupert Grint hafa ekki roð
við. Henni er spáð mestum
frama þegar Potter er allur.
BÖRN Harry Potter-gengið árið
2000 þegar tilkynnt var að þau
hefðu hreppt aðalhlutverkið í
Harry Potter og viskusteinin-
um. Daniel er tólf ára, Rupert
þrettán en Emma er yngst,
ellefu ára gömul.
BYRJUÐ AÐ ÞROSKAST Harry
Potter-krakkarnir hafa verið
stanslaust í kastljósinu síðan
fyrsta myndin var sýnd; hér eru
þau saman árið 2002 þegar
Harry Potter og leyniklefinn var
frumsýndur.
AÐ VERÐA STÓR Árið 2004 voru þau Rupert, Emma og
Daniel að verða stór og mættu prúðbúin til frumsýning-
ar á kvikmyndinni Harry Potter og fanginn frá Azkaban.
LÍTIL BREYTING Þau höfðu ekki breyst mikið á því
ári sem liðið var frá síðustu mynd þegar þau mættu
á Harry Potter og eldbikarinn.
„Það er mikill heiður að fá þetta
tækifæri. Þetta ýtir manni áfram í
að gera fleiri myndir,“ segir María
Þórdís Ólafsdóttir.
Da ns -stut tmynd hennar,
Between, hefur verið valin til þátt-
töku á kvikmyndahátíðina Cine-
dans í Amsterdam sem fer fram
9. til 12. desember. Hátíðin er ein
sú stærsta í Evrópu sem sér hæfir
sig í dansi. Þar með verða tvær
íslenskar myndir á hátíðinni en
Fréttablaðið greindi frá því fyrir
skömmu að mynd Júlíönnu Láru
Steingrímsdóttur, Retro grade,
hefði verið valin á hátíðina.
„Hún fjallar um hvað það er
þunn lína á milli draums og veru-
leika og á milli sturlunar og þess
að vera heill,“ segir hin 23 ára
María Þórdís um myndina. „Við
erum alltaf að reyna að halda
jafnvægi á þessari línu en dettum
stöðugt. Ég er að leika mér með
þyngdarleysi og öll lögmál eru
brotin.“
Between var hluti af skólaverk-
efni Maríu í Listaháskólanum, þar
sem hún er á þriðja ári á dans-
braut. Einar Sverrir Tryggvason
samdi tónlistina, Nína Cohagen
sá um kvikmyndatöku og María
dansaði ásamt Hilmi Jenssyni
leikara. - fb
Önnur dansmynd til Hollands
MARÍA ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR Dans-
stuttmynd Maríu, Between, keppir í
Amsterdam í desember.
„Það er gríðarlegur áhugi á
keppninni og allir miðar upp-
seldir,“ segir Björg Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri Samfés, en
rappkeppnin Rímnaflæði verð-
ur haldin í tólfta sinn í kvöld.
Rímnaflæðið hefur fest sig í sessi
hjá félagsmiðstöðvum víða um
land um leið og það vekur áhuga
ungmenna á rappi og gefur því
jákvæða umfjöllun.
„Í ár eru tíu lið skráð til keppni
frá jafnmörgum félagsmiðstöðv-
um, og eitt kemur alla leið frá
Sauðárkróki,“ segir Björg. Hún
segir reglurnar vera þær að allt
þurfi að vera innan skynsamlegra
marka. „Þau mega ekki rappa um
eitthvað ósiðlegt og verða því að
senda textana til okkar, áður en
við samþykkjum atriðin,“ segir
Björg. Athyglisvert er að í ár
keppa þrjú stelpulið og því vert að
spyrja sig hvort áhugi stelpn anna
á rappi sé að aukast. „Það held ég
alveg klárlega. Ég man allavega
ekki eftir því að þrjú lið með ein-
ungis stelpur innanborðs hafi
áður tekið þátt,“ segir Björg.
Kristmundur Axel Kristmunds-
son, sem sigraði í söngkeppni
framhaldsskólanna í vor og gaf
nýverið út lagið „Það birtir allaf
til“, hefur margoft tekið þátt í
Rímnaflæðinu. Hann mun sjá um
að kynna keppnina í ár, ásamt því
að taka lagið í dómarahléinu.
Keppnin fer fram í Miðbergi í
kvöld og hefst klukkan 20.00. - ka
Rímnaflæði í Miðbergi í kvöld
LEYNAST HÆFILEIKAR Á RÍMNAFLÆÐ-
INU? Hver veit nema það leynist annar
Kristmundur Axel meðal keppenda í ár.