Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 33
19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR1
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
Í
var Helgason lærði söng,
leik og dans í Vínarborg og
ber starfsheitið söngleikari.
Í Vín héldu hann og konan
hans eitt sinn jólaboð og bauðst
einn gestanna, Birgitte Treipl, til
að sjá um vínið. Hún lagði í jóla-
púns og setti í það negul, kanil-
stangir, appelsínusafa, sítrónur
og fleira góðgæti. „Hún smakk-
aði púnsinn reglulega til og varð
sífellt kátari eftir því sem leið á
kvöldið,“ lýsir Ívar. „Þegar við
kvöddum Vínarborg með trega
hripaði hún svo uppskriftina
niður á kaffifilter.“ Ívar á upp-
skriftina enn í dag og er hún allt-
af dregin fram á þessum tíma árs
og þá sérstaklega ef gesti ber að
garði.
Ívar er sannarlega kominn í jóla-
skap en hann gefur út sína fyrstu
plötu í ár og heldur útgáfutón-
leika í Salnum klukkan 20 í kvöld.
Platan heitir Jólaljós en þar er að
finna tvö frumsamin jólalög eftir
Ívar ásamt klassískum jólaperl-
um í nýjum útsetningum. „Þarna
er líka nýtt og sérlega fallegt lag
eftir organistann Jónas Þóri Jónas-
son við texta séra Hjálmars Jóns-
sonar dómkirkjuprests svo dæmi
séu nefnd,“ segir Ívar, sem hefur í
hyggju að gefa plötuna út í Þýska-
landi fyrir næstu jól.
vera@frettabladid.is
Ívar er kominn í jólaskap enda að gefa út jólaplötu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
2 l rauðvín
½ l vatn
1 l svart te, soðið
40 g sykur
5 sítrónur – safinn
6 appelsínur – safinn
1 sítróna – niðurskorin
1 appelsína – niður-
skorin
1 kanilstöng
10 negulnaglar
3 msk. vanillusykur
appelsínusafi eftir
smekk
romm eftir
smekk (má
sleppa)
Hitið rauðvín, vatn,
te og sykur í potti.
Kreistið appelsínu- og
sítrónu safann út í.
Bætið kanil, negul-
nöglum og vanillu-
dropum við og hellið
appelsínusafa
út í eftir
smekk. Afhýðið appels-
ínu og sítrónu, skerið
í bita og setjið út í til
skrauts. Bætið við
rommi ef vill en
eftir það má púns-
inn ekki sjóða.
JÓLAPÚNS
Guðmundur Tyrfingsson ehf. býður upp á ókeypis draugaferð á
morgun í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að hann fór fyrstu drauga-
ferðina með Þór Vigfússyni sagnameistara. Lagt verður af stað frá Olís
við Rauðavatn klukkan 13 og frá höfuðstöðvum Guðmundar Tyrfings-
sonar ehf. á Selfossi klukkan 14. Guðmundur Tyrfingsson hóf starfsemi
árið 1967 á Dodge Weapon bifreið árgerð 1953 og mun hún leiða lest-
ina. Sjá nánar á www.gtyrfingsson.is.
Söngleikarinn Ívar Helgason kynntist ómótstæðilegum jólapúns í Vínarborg
Hressandi og
bragðgóður
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
Verð 8.290 kr.
Tilboð mánudaga-miðvikudaga
7.290 kr.
Jólahlaðborð
b d b18. nóvem er - 30. esem er
Hið óviðjafnanlega jólahlaðborð Perlunnar
er hafið. Það borgar sig að panta borðið þitt strax –
enda eitt vinsælasta jólahlaðborð á landinu!
Skötu- og jólahlaðborð Perlunnar
Þorláksmessa, í hádeginu
Nýárskvöldverður
1. janúar 2010
Gefðu einstaka kvöldstund í jólagjöf!
Það borgar sig að panta
skötuna
snemma!
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRA AF FRÆGA FÓLKINU
Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem
setja „like“ við Vísi á Facebook geta
unnið óvænta vinninga í hverri viku.