Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 76
52 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Bíó ★★★ Unstoppable Leikstjóri: Tony Scott. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Chris Pine, Rosario Dawson. Hasar í lestinni Klaufskur lestarstjóri hoppar úr járnbrautarlest á hægri ferð til þess að laga eitthvað. Hann treystir á að geta farið aftur um borð en skyndilega eykur lestin hraðann. Hann hafði bæði skilið hana óvart eftir í einhverjum ofurgír og einnig gleymt að tengja bremsurnar. Hann missir því bókstaflega af lestinni sem brunar mannlaus burt á ógnarhraða. Það eru síðan Denzel Washington og Chris Pine sem fá það ömurlega hlutskipti að reyna að ná lestinni og bjarga deginum. Eins og lesendur eru eflaust búnir að átta sig á þá er ég enginn sérfræð- ingur um járnbrautir. Það má því vera að lýsing mín á orsökum lestarhvarfs- ins séu ófullnægjandi. Það kemur þó ekki að sök því Unstoppable er ein af þessum myndum sem óþarfi er að segja frá í fleiri en einni setningu. Mannlaus lest þýtur á móti umferð og allt fer í klessu. Það er nákvæmlega það sem myndin fjallar um. Tony Scott getur gert svona mynd með lokuð augu og hendur fyrir aftan bak. Unstoppable er gífurlega spennandi og hasarnum linnir ekki fyrr en titlarnir rúlla í lokin. Árið 1985 var kvikmyndin Runaway Train með þeim Jon Voight og Eric Roberts frumsýnd. Ef þú hefur ekki séð hana máttu mín vegna bæta einni stjörnu við þessa rýni. Efnistök myndanna eru afskap- lega svipuð og heilu atriðin eru nákvæmlega eins. En það er svo sem ekki bannað. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Hressandi og stressandi hasar. Ekki hugsa of mikið samt. Tónlist ★★★ Jukk Prinspóló Skemmtilegt jukk Jukk er önnur plata Prinspóló, en sú fyrri Einn heima EP sem kom út í fyrra vakti athygli fyrir skemmtilega texta og flutning. Á fyrri plötunni sá Svavar Pétur Eysteinsson um allan söng og hljóðfæraleik, en á nýju plötunni er Prinspóló orðin fjögurra manna hljómsveit. Það góða er samt að þó að tónlistin hafi þróast nokkuð er „heima í herbergi“-hljómurinn enn þá til staðar á Jukkinu. Styrkur Prinspóló er sem fyrr snilldartextar, skemmtilegur flutn- ingur og ómótstæðilegur „lo-fi“ hljómur, en veikleikinn eru laga- smíðarnar sem eru sumar frekar þunnar. Bestu lögin á Jukkinu eru Prinspóló, Hakk og spaghetti, Njótum afans, Niðrá strönd og Mjaðmir. Allt fyrirtaks jukk sem léttir lund í skammdeginu. Jukk. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Prinspóló gleður með góðu jukki. SPAUGSTOFAN LAUGARDAGA Yfirlitssýning á verkum Karls Kvaran listmálara var opnuð í Listasafni Íslands á miðvikudagskvöld. Karl þykir einn af framsýnustu málurum þjóðarinnar og því er það mörgum fagnaðar- efni að nú séu verk hans sýnd. Fjöldi fólks var mætt í Listasafnið á opnunina en sýningin verður opin fram í febrúar á næsta ári. Glæsileg sýning í Listasafninu Bára Þorgrímssdóttir, Ólafur Jónsson og Steinþór Gunnarsson. Halldór Björn Runólfsson, forstöðu- maður Listasafns Íslands, og Margrét Auðuns eiginkona hans. Grétar Birgisson og Sighvatur Arn- mundsson. Gestir gerðu góðan róm að sýningunni í Listasafni Íslands. Hljómsveitin Kings of Leon aug- lýsti á dögunum eftir vansköp- uðu, óaðlaðandi og illa förnu fólki í myndband við lagið Pyro. Þeir sem eru með slæm ör og líta út fyrir að vera tregir eru einnig velkomnir. Hljómsveitin býður þeim sem slá til 300 dali á dag fyrir að leika í myndbandinu, eða um 40 þús- und íslenskar krónur. Þeim sem hafa áhuga er bent á að mynd- bandið verður tekið upp í dag í Bandaríkjunum. Það er því orðið of seint að sækja um – sama hversu vanskapaður sem þú kannt að vera. Vill vanskap- aða í nýtt myndband SNOPPUFRÍÐIR Drengirnir í Kings of Leon vilja ekki að neinn sé sætari en þeir í nýju myndbandi. Breska hljómsveitin White Lies hefur sent frá sér myndband við lagið Bigger than Us. Myndbandið má finna á vefsíðu tón- listarblaðs- ins NME, en lagið er það fyrsta sem hljómsveit- in sendir frá sér síðan platan To Lose My Life … kom út í fyrra. Lagið kemur út á plötunni Ritual snemma á næsta ári. „Ritual fjallar um ást með blöndu af trúarbrögðum – það er mikið af trúarlegu myndmáli,“ segir söngvarinn Harry McVeigh um plötuna. Nýtt lag frá White Lies SNÚA AFTUR Strákarnir í White Lies senda frá sér plötu í janúar. ÁNÆGJULEG OPNUN Í LISTASAFNI ÍSLANDS Lena Mjöll, Guðrún Lilja Kvaran og Sigurður Orri voru meðal gesta á opnunni á miðvikudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.