Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 69
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2010 Heiðrún Villa, höfundur bókarinnar „Gerðu besta vininn betri” hefur gefið út fyrsta íslenska hundaþjálf- unarmynddiskinn. Diskurinn „Auðveld leið til árangurs- hundaþjálfun fyrir alla hundaeigendur” hefur slegið í gegn. Hundanámskeið heim í stofu, jólagjöf hundaeigandans í ár! Fæst í öllum helstu verslunum landsins og á www.hundatjalfun.is ERTU HUNDAVINUR? HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 19. nóvember ➜ Tónleikar 20.00 Ívar Helgason verður með útgáfutónleika í Salnum Kópavogi í kvöld í tilefni af plötu sinni Jólaljós. Tónleikarnir hefjat kl. 20 og er miðaverð 3.500 krónur. 20.00 Franska rokksveitin l’Esprit du Clan spilar ásamt Changer og Agnist í Hellingum í TÞM. Húsið opnar kl. 20 og kostar 1.500 krónur inn. Ekkert ald- urstakmark. 21.00 Hjaltalín efnir til útgáfutónleika í Tjarnarbíói í tilefni af útgáfu nýrrar plötu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er miðaverð 1.500 krónur. 21.00 Stella Haux og vinir halda tón- leika í Alþýðuhúsinu Vestmannaeyjum í kvöld kl. 21. Ásamt Stellu koma fram Andrea Gylfa, Gæðablóð og Fortíðar- draugar. 22.00 Hljómsveitirnar Endless Dark, Sing for me Sandra, Reason to Believe og Finnegan spila á Rokk- veislu Faktorý í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og standa fram eftir nóttu. 500 króna aðgangseyrir. 22.00 Hljómsveitin Sans flytur nýlega jazz- og grúvtónlist á Café Rosenberg í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er aðgangseyrir 1.000 krónur. ➜ Upplestur 20.00 Mímir, Rit- vélin og Torfhildur í samvinnu við Forlagið standa fyrir árlegum jólabókaupplestri í Árnagarði, stofu 201. Kári Tulinius, Kristín Eiríksdóttir og Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir lesa úr verkum sínum frá kl. 20-23. ➜ Opnanir Spark Design Space að Klapparstíg 33 opnar sýningu í dag undir yfirskriftinni GJÖF og er gjafamenning útgangs- punktur sýningarinnar. Sýningin stendur til 20. janúar. ➜ Dans 20.30 Háskóladansinn stendur fyrir sérstöku Rock’n’Boogie danskvöldi á Bar 46 í tilefni af því að prófin fara að byrja. Spiluð verður ekta Rock’n’Roll og Boogie Woogie tónlist. Danskvöldið hefst kl. 20.30. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Magnfríður Júlíusdóttir, lekt- or í mannvistarlandfræði við Háskóla Íslands flytur fyrirlesturinn „Framtíð hinna dreifðu byggða: Fámenn og harðbýl svæði í stefnu og stuðningi ESB“. Fyrirlesturinn fer fram á Háskóla- torgi 103 frá kl. 12-13. 12.30 Tíundi fyrirlesturinn í fyrir- lestraröðinni „Eilífðarvélin“ sem Þjóðmálastofnun og EDDA - öndvegis- setur standa fyrir verður haldinn í dag. Fyrirlesari er Giorgio Baruchello og mun hann fjalla um hagfræði og efna- hagslífið frá heimspekilegu sjónarhorni. Fyrirlesturinn er haldinn á Háskólatorgi 104 og hefst kl. 12.30. ➜ Samkoma 22.00 Konukvöld Sódómu verður haldið í kvöld á skemmtistaðnum Sódómu að Tryggvagötu 22. Kvöldið hefst kl. 22 og er aðgangseyrir 1.000 krónur. 18 ára aldurstakmark. 22.00 Ibiza partý verður haldið á Kaffistofunni, að Hverfisgötu 42 í kvöld. Tónlist, dans og ýmsar uppákomur. Húsið opnar kl. 22. Aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Kellíngabækur er heitið á dagskrá sem haldin verður í Gerðubergi á morgun, þar sem kynnt verða verk eftir yfir 40 kvenhöfunda – skáld- sögur, ljóðabækur, ævisögur, barna- bækur, fræðibækur og kvæðalög. Þetta er þriðja árið í röð sem slík kynning er haldin Gerðubergi og Jónína Leósdóttir, rithöfundur og einn skipuleggjenda dagskrárinn- ar, lofar fjölbreyttum atriðum. „Hver höfundur hefur tíu mín- útur til að kynna bókina sína og hefur frjálsar hendur um hvernig hann vill gera það,“ segir hún. „Í fyrra buðu konur sem voru að gefa út matreiðslubók til dæmis upp á bragðprufur meðan aðrar kynntu verkið sitt með tónlist og ég veit af að minnsta kosti af einni sem ætlar að mæta með tenór á morgun.“ Kynningin er haldin í samvinnu Gerðubergs og Góuhópsins, sem stendur að Fjöruverðlaununum, bókmenntaverðlaunum kvenna sem veitt eru árlega. „Við vildum bara búa til vettvang þar sem konur gátu komið og kynnt það sem þær voru að gera,“ segir Jónína um markmið kynningar- innar. „Þótt hlutfall bóka sé tiltölu- lega jafnt á milli kynjanna fyrir hver jól er það því miður þannig að það er mun meiri áhersla lögð á bækur eftir karla í allri umfjöllun; þær eru frekar auglýstar, fá meiri umfjöllun, meiri athygli og fleiri verðlaun. Við erum ekki að segja að konur séu endilega betri höfundar en karlar, heldur viljum einfaldlega veita þeim tækifæri til að njóta sín og koma sér á framfæri.“ Jónína segir konur koma sterkar inn í jólabókaflóðið í ár. „Þetta er mjög gott ár fyrir kven- rithöfunda. Ég giska til dæmis á að Gerður Kristný og Kristín Steins- dóttir fái örugglega tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir sín verk og að önnur þeirra hreppi hnossið. Það væri spenn- andi því hingað til hafa aðeins níu konur unnið til verðlaunanna á móti 34 körlum.“ Dagskráin í Gerðubergi hefst klukkan 13 á morgun og standa kynningarnar samfleytt yfir til klukkan 17. Kellíngabækur í önd- vegi í Gerðubergi JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR Segir hlut kvenna í jólabókaflóðinu mjög góðan í ár og telur ekki ólíklegt að kona muni hreppa Íslensku bókmenntaverðlaunin að þessu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.