Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 26
26 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Á blaðamannafundi í Stjórnar-ráðinu þriðjudaginn 19. október skýrði forsætisráðherra frá nýju frumvarpi sem felur í sér að skuld- ir gjaldþrota fólks muni fyrnast á tveimur árum, þær muni með öðrum orðum ekki elta skulduga út yfir gröf og dauða. Að þessum upp- lýsingum fengnum spurði frétta- maður Jóhönnu og Steingrím hvað þau vildu helst sjá í nýrri stjórnar- skrá. Svar Jóhönnu var stutt, „auð- lindirnar í eigu þjóðarinnar“. Stein- grímur vildi auk þess sjá helstu greinar umhverfisréttar færðar í stjórnarskrána. Myndin á skjánum sýndi ábúðar- fulla ráðherra með festu í svip, staðráðna að bjarga heimilunum og tryggja eign þjóðarinnar á auð- lindum. Við borðið sátu einnig aðrir ráðherrar enda hefðbundinn þriðju- dagsfundur ríkisstjórnarinnar. Á borðinu var hressing, kaffi og vatn. Það var þetta síðastnefnda sem vakti athygli mína, þótt ég hafi séð svo til nákvæmlega sömu sviðsetningu frá fundum þessarar sömu ríkis- stjórnar á þessum sama stað. Að þessu sinni tengdi ég – orð, mann og mynd. Orðið var „umhverfis réttur“, maðurinn Steingrímur J. Sigfússon og myndin var af vatninu. Ekki þó vatninu sjálfu, það var sennilega heilnæmt Gvendar brunnavatn, kannski með kolsýru. Nei, það var sjálf flaskan úr plasti. Það klingdi í höfði mínu og ég minntist greinar sem ég las fyrir nokkrum mánuðum um umhverfisáhrif plastumbúða vatns- og gosdrykkja. Í Bandaríkj- unum veltir plastflösku iðnaðurinn þúsundum milljarða á ári og leggur miklar fjárhæðir í að fá fólk til þess að hætta að svala þorstanum með kranavatni. Þess í stað hefur verið búin til ímynd sem tengir vatns- flösku við hreinleika og hollustu, umhverfisvitund, æsku og hreysti. Plast er unnið úr olíu og við vinnsluna losnar koldíoxíð í miklu magni. Enn meira losnar við að flytja flöskuna frá framleiðslustað til átöppunar og frá átöppun til neytenda. Í ljósi gróðurhúsa áhrifa hljómar þetta ekki vel í eyrum þeirra sem vilja skila okkar yndis- legu Jörð í sæmilegu ástandi til næstu kynslóðar. Samkvæmt skýrslu alþjóða nátt- úruverndarsamtakanna World Wide Fund for Nature (WWF) árið 2001 voru ríflega 1,5 milljón tonn af plasti notuð aldamótaárið til þess að gera ílát fyrir þá 89 milljarða lítra af vatni sem tappað var á flöskur og brúsa. Síðan er áratugur liðinn og magnið eykst dag frá degi. Það mun vera auðvelt og ódýrt að endurnýta plastflöskur en þó fara innan við 25 prósent þessa gríðar- lega magns í endurvinnslu. Hundr- uð þúsunda tonna enda sem jarð- fylling eða „skraut“ við vegabrúnir. Þótt plastið fari í jörðina er það ekki þar með úr sögunni, það tekur náttúruna einhverjar aldir að eyða einni vatnsflösku. Og enn er ótalið allt það plast sem berst til hafs. Þar flýtur það og brotnar hægt niður. Hvað verður þá um það? Það berst með straumum og eitthvað berst að ströndum eins og hver veit sem gengur á íslenska fjöru. Stærstur hluti þessa mikla magns, sem eykst stöðugt, velkist um í hafinu, ferðast með sínum hraða, þar til kemur að endastöð. Í norðanverðu Kyrrahafi er hringstraumur, tveir frekar en einn, eins konar umferðartorg haf- straumanna. Plastið, sem ekki sekk- ur og ekki eyðist, hefur þar ferð sína hring eftir hring og myndar smám saman fleka sem stækkar og þéttist eftir því sem tíminn líður og meira magn bætist við. Um þessar mundir mun flekinn vera hátt í ein milljón og fjögurhundruðþúsund ferkílómetrar. (Ísland er 103 þús- und ferkílómetrar). Hvalir, selir og fuglar sem fara um þessar slóðir deyja kvalafullum dauða og fiskar veiðast orðið um öll höf með troð- fulla maga af plasti. Sennilega er þarna orðið, eða að verða, eitt mesta náttúruslys allra tíma. Það sem hér er sagt er ekki glæný sannindi og kannski flestum ljós. Það er hins vegar samhengið; umhverfisréttur, plastflöskurnar á ríkisstjórnarborðinu og Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður flokks umhverfissinnaðra vinstrimanna. Það er sannarlega gott að skuldir gjaldþrota Íslendinga muni ekki fylgja þeim út yfir gröf og dauða. Verra er ef plastið utan um Gvendar brunnavatnið á borði okkar umhverfissinnuðu ríkisstjórnar á eftir að eitra líf komandi kynslóða. Myndin af plastflöskunum á ríkis- stjórnarborðinu 19. október og ósk Steingríms, um að sjá aðalatriði „umhverfisréttar“ fest í stjórnar- skrá, kölluðu fram spurninguna; hvers vegna notar fólkið ekki könnu úr gleri undir vatnið sitt? Drekka ráðherrar ekki kranavatn? Er vatnið betra þegar það hefur legið í plasti? Ekki trúi ég að þessi ríkis- stjórn þurfi að kaupa sér ímynd, um æsku, hreysti og umhverfisvitund, í formi vatnsflösku. Vangaveltur um næstum ekki neitt – eða? Umhverfisvernd Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur Það mun vera auðvelt og ódýrt að endurnýta plastflöskur en þó fara innan við 25 prósent þessa gríðarlega magns í endurvinnslu. Í dag verða Hagnýtingarverð-laun Háskóla Íslands afhent við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi – á árlegri nýsköpunarmessu skólans. Þrjú verkefni hljóta viðurkenn- ingu og styrk sem vonandi hvetur aðstandendur þeirra til að halda áfram á braut nýsköpunar og hag- nýtingar. Undanfari þessara verðlaunaveit- ingar er samkeppni meðal starfs- manna og nemenda skólans þar sem kallað er eftir verkefnum sem byggja á rannsóknum og þróunar- starfi innan skólans sem hægt væri að hagnýta. Þetta er í tólfta skipt- ið sem Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands stendur fyrir þessari sam- keppni í samstarfi við Tæknigarð, Einkaleyfastofu og Árnason-Faktor. Á þessum tíma hafa vel á annað hundrað hugmyndir komið fram og þrjátíu og sex þeirra hlotið viður- kenningu. Ekki er víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því umfangs- mikla nýsköpunar- og frumkvöðla- starfi sem unnið er á vettvangi Háskóla Íslands. Til viðbótar við allar þær hugmyndir sem hafa komið fram í formlegri samkeppni er á hverjum degi unnið að rann- sókna- og þróunarverkefnum í samstarfi við fyrirtæki og stofn- anir um allt land. Með sjálfstæðum rannsóknum og þátttöku í marg- víslegum samstarfsverkefnum er Háskóli Íslands í lifandi samstarfi við samfélagið allt. Rétt er að vekja athygli á nokkrum dæmum til að styðja þessar fullyrðingar. Þróun á tækjum sem nýtast í rannsóknum, t.a.m. við sjúkdóms- greiningar og lækningar er stórt svið þar sem mikið er að gerast. Þar má nefna tæki til að mæla súr- efnismagn í augnbotnum sem notað er til sjúkdómsgreininga og rann- sókna og er alveg sérstaklega til að greina sykursýki fyrr en hægt er með öðrum tækjum. Einnig nýja aðferð og tæki til erfðarannsókna sem finnur frávik í genasamsetn- ingu með mun fljótlegri hætti en nú er hægt. Bæði þessi tæki eru nú til í frumgerðum og stutt er í markaðs- setningu. Annað rannsóknartæki sem verð- ur kynnt á nýsköpunarmessunni er kafbáturinn Gavia sem fyrirtækið Hafmynd hefur verið að þróa í fjölda ára en það er ætlað til rannsókna í undirdjúpunum. Um hefur verið að ræða mjög flókið þróunarverkefni sem tók langan tíma, en nýlega var fyrirtækið selt til erlendra aðila sem er til marks um að nú er fyrirtækið komið á vaxtarskeið. Dæmi um allt annarskonar tæki er hugbúnaður sem settur er í far- síma og breytir honum í gítarstilli. Þetta verkefni kom út úr lokaverk- efni í tölvunarfræði en eftir að stofn- að var um þetta sprotafyrirtæki sem þróaði hugmyndina áfram hefur sá árangur náðst að hugbúnaðurinn er seldur í Nokia búðinni þar sem mik- ill fjöldi manna um allan heim hefur keypt þessa snjöllu uppfinningu. Nýsköpun er ekki bara tæki og tól – hún er ekki síður mikilvæg í opin- berum rekstri og margvíslegi þjón- ustu sem hægt er að bæta og gera skilvirkari. Gott dæmi um nýsköp- unarverkefni á því sviði er aðferða- fræði og próf sem notað er til að skima eftir þunglyndi hjá ungling- um mjög snemma þannig að hægt sé að grípa inn í og hjálpa þeim áður en sjúkdómurinn nær sér á strik og fer að hafa neikvæð áhrif á nám og líf unga fólksins sem er okkar mikil- vægasti auður. Þetta skimunarkerfi er nú í notkun í mörgum grunnskól- um og hefur skilað góðum árangri þannig að sífellt fjölgar þeim skól- um sem nýta þessa nýsköpunaraf- urð sem á rætur að rekja til rann- sókna- og þróunarstarfa við Háskóla Íslands og Landspítala – háskóla- sjúkrahús. Af framangreindu má ráða að nýsköpunarstarf innan Háskóla Íslands er í miklum blóma. Þegar litið er til fjölda nemenda og starfs- manna við Háskóla Íslands og þann mikla fjölda fyrirtækja og stofnana sem skólinn tengist með beinum hætti er óhætt að fullyrða að hann er stærsta nýsköpunarsetur Íslands. Allt áhugafólk um nýsköpun er vel- komið á nýsköpunarmessuna kl. 16.00 í dag. Háskóli Íslands – stærsta nýsköpunarsetur landsins Nýsköpun Ágúst Hjörtur Ingþórsson forstöðumaður Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands Er einhver leið til að skylda viðskipta- og verslunarfræði- nemana okkar til að sjá heimildar- myndina The Inside Job? Eða bara alla þjóðina? Er kannski hægt að sýna hana í staðinn fyrir Hring- ekjuna á laugardagskvöldið? Því jafn kristal tæra og aðgengilega greiningu á aðdraganda hrunsins er vart hægt að hugsa sér. Og hún er skemmtileg í þokkabót. Efnahagskerfi okkar er í ræsinu, en við eigum erfitt með að útskýra hvernig það gerðist nákvæmlega – og kannski enn erfiðara með að átta okkur á því hvernig við komum okkur út úr þessari klípu. Eitt er víst að ekki dugir að beita sömu aðferðum og komu okkur út í þetta. Í myndinni er varpað skýru ljósi á það hvernig reglu- verk bankakerfisins hefur hrunið á undanförnum árum og áratugum, hvernig eftirlitskerfið er komið undir sömu sæng og peninga valdið – og kannski ekki síst hvernig þessi þróun heldur óhindruð áfram. Margir af þeim sem voru ábyrgir fyrir því hvernig fór, eru nú ein- mitt komnir í áhrifamiklar stöður í ríkisstjórn Baracks Obama. Meira að segja litla Ísland er tekið fyrir sem skólabókar- dæmi um hvað gerðist í hnot- skurn. Í upphafi myndarinnar eru mjög athyglis verð viðtöl við Andra Snæ Magnason rithöfund og Gylfa Zoëga hagfræðing um katastrófuna sem átti sér stað hér á landi. Myndin The Inside Job í Bíó Paradís er fullkomin mynd fyrir þau okkar sem eru búin að fá upp í kok af tali um banka- hrun. Því hún drekkir ekki áhorf- andanum í hagfræði bullinu sem er oft notað til að þyrla upp ryki, heldur útskýrir á mjög einfaldan og aðgengi legan hátt hvernig við vorum rænd, innanfrá. The Inside Job Bankahrun Óskar Jónasson kvikmynda- gerðarmaður Jafn kristaltæra og aðgengilega greiningu á aðdraganda hrunsins er vart hægt að hugsa sér. Og hún er skemmtileg í þokkabót. Hver er hættan af sam- starfi kirkju og skóla? Ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um að meina kirkjunni aðgang að skól- um felur í sér mikla stefnubreyt- ingu. Hingað til hafa prestar og djáknar heimsótt skólana í margvíslegum tilgangi, í gleði og sorg. Þær heimsóknir helg- ast einkum af þrennu: ■ Kristindómurinn er nátengd- ur sögu landsins og menningu og því þarf að kynna börnunum helstu þætti kristinnar trúar. Hefðbundin trúarbragðafræðsla hrekkur skammt til þess arna. Í gegnum tíðina hafa þjónar kirkj- unnar miðlað þeim arfi til barn- anna. ■ Mikil og sterk söguleg tengsl eru á milli kirkju og skóla. Lengi vel annaðist kirkjan uppfræðslu barna almennt í landinu, en á síðari tímum hefur aðkoma kirkjunnar jafnan verið mikil að skólahaldi. ■ Skólayfirvöld hafa leitað til kirkjunnar vegna þeirrar góðu þjónustu sem kirkjan veitir. Innan vébanda kirkjunnar starf- ar fagfólk sem veitt getur mikil- vægan stuðning, til dæmis þegar áföll dynja á. Það þarf sterk rök ef á að rjúfa þessi tengsl. Eðlilegt er að gera þá kröfu til þeirra sem halda henni á lofti að benda á þann skaða sem hlotist hefur af mik- illi samvinnu kirkju og skóla í gegnum tíðina. Ef hér er hætta á ferðum hljóta afleiðingarn- ar að blasa við þegar horft er á íslenskt samfélag. Því er sjálf- sagt að spyrja: ■ Hafa öfgafull trúarsam- tök skotið hér rótum? Sú er alls ekki raunin. Svo kallaðir bókstafstrúar menn eru hverf- andi hluti þjóðarinnar – ólíkt því sem sjá má til dæmis vestan- hafs. Boðun kirkjunnar hefur miðlað umburðarlyndi í trúar- legum efnum, sem hefur frem- ur virkað sem mótvægi á öfgarn- ar en jarðvegur fyrir þær. ■ Á vísindaleg hugsun erfitt uppdráttar hérlendis? Sam- kvæmt könnunum eru Íslending- ar afar jákvæðir í garð vísinda, og eru meðal efstu þjóða í þeim efnum. Hér hafnar vart nokk- ur maður þróunarkenningunni ólíkt því sem er í Bandaríkjun- um í því opinbera trúleysi sem þar er staðfest í stjórnarskránni. Aftur má greina að boðskap- ur kirkjunnar er jákvæður og byggir á samvinnu milli ólíkra sviða lífsins fremur en átökum þar á milli. ■ Búa aðrir trúarhópar eða trú- leysingjar við ofsóknir hérlend- is? Vissulega kunna menn að svara þeirri spurningu með ólík- um hætti en sé horft til löggjaf- ar og stjórnarskrár verður ekki séð að frelsi þeirra sé skert með óeðlilegum hætti. Það takmark- ast aðeins af þeim áhrifum sem athafnafrelsið kann að hafa á aðra, rétt eins og gildir almennt í þessum efnum. Rík þátttaka kirkjunnar í starfsemi skólanna hefur fremur leitt til víðsýni á þessu sviði sem öðrum. Samfélagið verður fjölbreytt- ara og menningin sækir áhrif víða. Það breytir ekki þeirri staðreynd að æða- og tauga- kerfi íslensks samfélags teygir sig aftur í aldirnar. Formæður og forfeður barnanna okkar og kennaranna lifðu og hrærðust í kristinni trú. Þau lesa bækur, sögur, ljóð og frásagnir, sem eru afsprengi þeirrar menningar. Hið sama má segja um lögin og siðferðið og annað það sem gerir menningu okkar að því sem hún er – með kostum sínum og göll- um. Með ákvörðun sinni vill Mann- réttindaráð Reykjavíkurborg- ar rjúfa langa og farsæla hefð. Hver er sá skaði sem hún vill forða skólunum og menning- unni frá? Skóli og kirkja Ása Kristín Margeirsdóttir grunnskólakennari Formæður og forfeður barnanna okkar og kennaranna lifðu og hrærðust í kristinni trú. Þau lesa bækur, sögur, ljóð og frásagnir, sem eru afsprengi þeirrar menn- ingar. Nýsköpunarstarf innan Háskóla Ís- lands er í miklum blóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.