Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 22
22 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Breiðablik er eitt þeirra íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu sem halda úti öflugri skíðadeild. Hér er skorað á stjórn- endur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að taka höndum saman og klára þá undir- búningsvinnu sem er ólokið sem allra allra fyrst svo hægt sé að hefja snjóframleiðslu í Bláfjöllum næsta vetur og höfuðborgar- búar geti stundað íþrótt sína áhyggjulausir líkt og íbúar fyrir norðan og austan. Ef horft er til reksturs Bláfjalla, þ.e. tekna og gjalda, og vísa ég þá á heimasíðu Reykjavíkurborgar, þá kemur fram í fjár- hagsáætlun borgarinnar að tekjurnar sem fást fyrir sölu aðgangsmiða, skíða- og brettaleigu og svo veitingar, duga vel fyrir launakostnaði og öðrum rekstrar- kostnaði. Það var reyndar ekki hagnaður af rekstrinum veturna 2008 og 2009 en það skýrist af afskriftunum sem gerðar eru ár hvert á mannvirkjunum sem í fjöllunum eru. Ef hins vegar hægt er að tryggja örugga opnun á 100 dögum eða fleirum ár hvert, er það alveg ljóst að ásóknin í Bláfjöll mun aukast til muna. Bæði mun iðkendum skíðadeildanna fjölga og einnig ferðamönnum og áhugafólki um skíða- og brettaíþróttina sem myndi leggja leið sína í Bláfjöll. Svo það verði er nauðsynlegt að koma á snjóframleiðslu svo við lendum ekki aftur í því að fá aðeins fimm opnunardaga eins og raunin varð á í fyrra vegna snjóleysis. Þessa fimm daga heimsóttu þó að jafnaði 2.000 manns Bláfjöll dag hvern. Aðsóknin um nýliðna helgi sýnir líka að íbúar höfuð- borgarsvæðisins láta ekki neikvæða umræðu um skíðasvæðin hafa á áhrif á sig. Rúmlega 4.000 manns á sunnudag sýnir best hvað áhuginn er mikill. Hver er aðsóknin í önnur íþróttamannvirki höfuð- borgarsvæðisins dag hvern af almenningi? Því skal einnig haldið til haga að skíða- íþróttin er það sport sem er hvað vinsælast að stunda af heilu fjölskyldunum og eru engar aðrar íþróttir á Íslandi þar sem fólk mætir að morgni með nestið sitt og eyðir deginum saman í fjöllunum í góðri útivist og hreyfingu. Þetta er ein besta forvörnin sem hægt er að hugsa sér fyrir börnin okkar og er sagt að besta forvörnin sé sú þegar fjölskyldan ver tíma sínum saman. Hvar er betra að verja honum en í Blá- fjöllum? Rekstur Bláfjalla mun vel geta staðið undir sér í framtíðinni og áhrifaríkasta leiðin til þess er að koma á fót snjófram- leiðslu á svæðinu sem allra fyrst. Bláfjöllin heilla Höfuðborgar- svæðið Heiður Hjaltadóttir form. Skíðadeildar Breiðabliks Nokkrar góðar Fyrirspurnir þingmanna til ráðherra eru af ýmsu tagi og geta kallað á að ráðherrar upplýsi stefnu í málaflokki sem ekki var vitað að þeir hefðu stefnu í. Sem dæmi hefur umhverfis- ráðherra verið spurður um stefnu í minkaveiðum. Fyrirspurnir geta líka verið þröngar. Upp á samgönguráð- herra stendur að svara fyrirspurn um stefnu varðandi mannafls frekar framkvæmdir og ein breiðar brýr. Stundum er óskað eftir einkaskoðunum. Til dæmis hefur utanríkisráðherra verið beðinn að telja upp mögu- lega kosti fríverslunar- samnings við Bandaríkin. Spurul Vigdís Hauksdóttir er spurulasti þingmaðurinn og snúast fyrirspurnir hennar um allt milli himins og jarðar. Til dæmis hefur hún spurt hve margir prestar séu á launaskrá hjá Biskups- stofu og hvort athugað hafi verið hvort Íslendingar geti verið í samfloti með Norðmönnum í olíuleit með hljóðbylgju rannsóknum. Íslensk-ameríska Ein fyrirspurn Vigdísar sker sig þó úr. Hún er til utanríkis ráðherra. Hefst hún svona: „Hvernig brást ráðuneytið við kveðju þeirri sem utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, sendi Íslendingum 17. júní sl.?“ Vigdís spyr líka hvort látið hafi verið reyna á þann stuðning og vináttu sem kom fram í kveðjunni, hvort menningar- og efnahagsleg tengsl ríkjanna hafi aukist í kjölfarið og hvort ekki standi til að fylgja eftir boði um stuðning og vináttu, hafi það ekki verið gert. Síðasti liðurinn er svo svona: „Hefur það áhrif á viðbrögð við kveðjunni að leiðtogar Evrópu- sambandsins samþykktu á fundi 17. júní að hefja formlegar viðræður við Ísland um aðild að ESB, sama dag og Hillary Clinton sendi kveðjuna?“ Svar ráðherra hlýtur að koma fljótlega. bjorn@frettabladid.is F réttablaðið sagði í gær frá svartri skýrslu Umhverfis- stofnunar um ástand friðlýstra svæða víða um land. Mörg líða þau fyrir sívaxandi átroðning ferðamanna og slæma umgengni. Víða er gæzla og eftirlit, þjónusta og gerð stíga og girðinga til að vernda náttúruminjarnar mjög af skornum skammti. Umhverfisstofnun telur að grípa verði til tafarlausra aðgerða til að hindra meiri skemmdir á níu svæðum. Efst á lista sinn setur stofnunin Gullfoss og Geysi, Teigarhorn og friðlandið að Fjalla- baki. Þá koma Reykjanesfólkvangur, Grábrókargígar og Hvera- vellir og loks Surtarbrandsgil, Helgustaðanáma og Dyrhólaey. Þessar niðurstöður koma ekki nokkurn skapaðan hlut á óvart. Það hefur legið fyrir um árabil að ýmsar fallegustu náttúru- perlur landsins liggja undir skemmdum vegna ágangs ferða- manna. Ferðamönnunum hefur fjölgað um tugi þúsunda árlega, en litlir sem engir peningar hafa verið settir í að gera friðlýstum svæðum til góða. Því er spáð að eftir tíu ár komi milljón ferða- manna hingað til lands árlega. Tæplega 70% ferðamanna sem hingað koma heimsækja Gullfoss og Geysi. Hvernig ætlum við að taka á móti 700.000 manns á því viðkvæma svæði? Lausnin á þessum vanda hefur sömuleiðis legið í augum uppi í mörg ár. Hún er að taka gjald af ferðamönnum sem skoða vin- sælar náttúruperlur og nota tekjurnar til að bæta eftirlit, aðstöðu og þjónustu. Þetta gera allar sæmilega þróaðar þjóðir og allir sæmilega þróaðir ferðamenn borga slíkan aðgangseyri með glöðu geði, enda skilja þeir að það kostar peninga að veita aðgang að friðlýstum svæðum og umgangast þau þannig að þau liggi ekki undir skemmdum. Einhverra hluta vegna hefur gjaldtaka af þessu tagi verið hálfgert tabú hér á landi og stjórnmálamenn hafa aldrei þorað að taka um hana ákvörðun. Ferðaþjónustan hefur beitt sér gegn gjaldtökunni af undarlegri skammsýni. Það liggur í augum uppi að ef náttúruperlur Íslands verða átroðningi og sóðaskap að bráð skaðar það hagsmuni ferðaþjónustunnar til frambúðar. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir í Fréttablaðinu í gær að skapa verði tekjustofn til að sinna friðlýstum svæðum betur. Hún segist þar horfa fyrst og fremst til komugjalda, sem lögð verði á ferðamenn sem komi inn í landið. Það er hins vegar ekki mjög sanngjörn gjaldtaka. Margir ferðamenn sem hingað koma hafa engan áhuga á Gullfossi, Geysi og hinum náttúru- perlunum og halda sig kannski bara á djamminu í 101 Reykjavík. Af hverju ættu þeir að borga fyrir náttúruunnendurna? Því svarar sjálfsagt einhver að sums staðar sé auðvelt að taka aðgangseyri, en annars staðar flókið. Til er einföld lausn á því vandamáli; að taka gjald þar sem það er auðvelt og sleppa því þar sem það er erfitt en láta tekjurnar renna til þeirra staða þar sem þörfin er mest. Það er kominn tími til að menn hætti að mikla þetta mál fyrir sér og fari einföldu, augljósu leiðina. Náttúruperlur liggja undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna og peningaskorts. Einföld lausn Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.