Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 61
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2010 37 Thorvaldsensfélagið var stofnað þennan dag árið 1875 af 24 ungum konum í Reykjavík. Dagurinn er jafnframt fæðingardagur mynd- höggvarans Bertels Thorvaldsen og á þessum degi árið 1874 var afhjúpað koparlíkneski af mynd- höggvaranum, gjöf borgarstjórn- ar Kaupmannahafnar til Íslend- inga, á Austurvelli. Stúlkurnar sáu um að skreyta Austurvöll og varð sú samvinna þeirra til þess að þær stofnuðu Thorvaldsens- félagið. „Markmið félagsins í upphafi var að aðstoða fátækar fjölskyldur og einnig að veita ungum stúlkum menntun,“ útskýrir Kristín Zoëga, formaður félagsins, en fyrstu 25 árin rak félagið sunnudagaskóla fyrir stúlkur. Í dag styður Thor- valdsensfélagið aðallega sjúk börn og þá sem minna mega sín. „Af tilefni 135 ára afmælisins styrkjum við skóla Hjallastefn- unnar fyrir einhverf börn sem stofnaður var nú í haust. Félag- ið hefur stutt mörg málefni gegn- um árin, setti á fót vöggustofuna á Sunnutorgi á sínum tíma og studdi barnadeildina á Landakots- spítalanum, svo eitthvað sé nefnt. En yfirleitt viljum við gera þessa hluti í hljóði.“ Thorvaldsensbazarinn að Austur stræti hefur verið starf- ræktur frá 1904. Þar eru seld- ar nytsamar hannyrðir og minja gripir en ásamt rekstri Thorvaldsens bazars er sala jóla- merkja og jólakorta aðalfjáröflun félagsins. Í ár prýðir mynd Kol- brúnar S. Kjarval jólamerkin og jólakortin. Til góðra verka í 135 ár THORVALDSENSFÉLAGIÐ 135 ÁRA Guð- laug Jónína Aðalsteinsdóttir, Þorgerður Jónsdóttir, Sigríður Brynjólfsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, Kristín Zoëga og Lára Margrét Gísladóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íþróttafélagið Víkingur hlaut Hjartabikarinn í ár fyrir góða frammistöðu í merkjasölu Lands- söfnunar Hjartaheillar, sem fram fór í september síðastliðnum. Hjartaheill, landssamtök hjarta- sjúklinga nutu aðstoðar nokkurra íþróttafélaga við merkjasöluna en ágóði söfnunarinnar rennur til efl- ingar styrktarsjóðs samtakanna, sem styðja meðal annars tækja- kaup á spítalana. „Hjartasjúkdómurinn er lang- stærsti sjúkdómurinn á Íslandi sem leggur fólk á velli á öllum aldri. Annar hver Íslendingur deyr úr hjarta-og æðasjúkdómum,“ segir í fréttatilkynningu samtak- anna. Styrktarsjóðurinn styður einnig við fjölskyldur hjartasjúk- linga sem þurfa að vera burt frá heimili sínu þegar hjartasjúkling- ar eru í aðgerð heima eða erlendis. - rat Hjartabikar- inn veittur Ásgeir Þór Árnason, Soffía Hilmarsdóttir frá Víkingi, Sveinn Guðmundsson og Guðmundur Bjarnason. MYND/HJARTAHEILL Opið hús verður í MS Setrinu að Sléttuvegi 5 á morgun, laugardag- inn 20. nóvember milli klukkan 13 og 16. Munir sem fastir, daglegir gestir á vinnustofunni hafa unnið, verða seldir til ágóða fyrir félagsstarfið. Þar má nefna glermuni, leir, skart, prjónles og viðarvörur og hin ein- földu en vinsælu kreppujólatré. Úrvalið er mikið í ár og verðinu stillt í hóf. Einnig er boðið upp á súkkulaði og rjómavöfflur á 500 krónur. Handverkssalan er orðin að föst- um viðburði, að sögn Önnu Maríu Harðardóttur listmeðferðarfræð- ings sem á von á mörgum gestum á morgun til að kaupa ódýrar en um leið sniðugar jólagjafir. - gun Jólamarkaður JÓLASVEINN Jólaskraut verður meðal söluvarnings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.