Fréttablaðið - 19.11.2010, Blaðsíða 61
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2010 37
Thorvaldsensfélagið var stofnað
þennan dag árið 1875 af 24 ungum
konum í Reykjavík. Dagurinn er
jafnframt fæðingardagur mynd-
höggvarans Bertels Thorvaldsen
og á þessum degi árið 1874 var
afhjúpað koparlíkneski af mynd-
höggvaranum, gjöf borgarstjórn-
ar Kaupmannahafnar til Íslend-
inga, á Austurvelli. Stúlkurnar
sáu um að skreyta Austurvöll og
varð sú samvinna þeirra til þess
að þær stofnuðu Thorvaldsens-
félagið.
„Markmið félagsins í upphafi
var að aðstoða fátækar fjölskyldur
og einnig að veita ungum stúlkum
menntun,“ útskýrir Kristín Zoëga,
formaður félagsins, en fyrstu 25
árin rak félagið sunnudagaskóla
fyrir stúlkur. Í dag styður Thor-
valdsensfélagið aðallega sjúk börn
og þá sem minna mega sín.
„Af tilefni 135 ára afmælisins
styrkjum við skóla Hjallastefn-
unnar fyrir einhverf börn sem
stofnaður var nú í haust. Félag-
ið hefur stutt mörg málefni gegn-
um árin, setti á fót vöggustofuna
á Sunnutorgi á sínum tíma og
studdi barnadeildina á Landakots-
spítalanum, svo eitthvað sé nefnt.
En yfirleitt viljum við gera þessa
hluti í hljóði.“
Thorvaldsensbazarinn að
Austur stræti hefur verið starf-
ræktur frá 1904. Þar eru seld-
ar nytsamar hannyrðir og
minja gripir en ásamt rekstri
Thorvaldsens bazars er sala jóla-
merkja og jólakorta aðalfjáröflun
félagsins. Í ár prýðir mynd Kol-
brúnar S. Kjarval jólamerkin og
jólakortin.
Til góðra verka í 135 ár
THORVALDSENSFÉLAGIÐ 135 ÁRA Guð-
laug Jónína Aðalsteinsdóttir, Þorgerður
Jónsdóttir, Sigríður Brynjólfsdóttir,
Guðrún Ragnarsdóttir, Kristín Zoëga og
Lára Margrét Gísladóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Íþróttafélagið Víkingur hlaut
Hjartabikarinn í ár fyrir góða
frammistöðu í merkjasölu Lands-
söfnunar Hjartaheillar, sem fram
fór í september síðastliðnum.
Hjartaheill, landssamtök hjarta-
sjúklinga nutu aðstoðar nokkurra
íþróttafélaga við merkjasöluna en
ágóði söfnunarinnar rennur til efl-
ingar styrktarsjóðs samtakanna,
sem styðja meðal annars tækja-
kaup á spítalana.
„Hjartasjúkdómurinn er lang-
stærsti sjúkdómurinn á Íslandi
sem leggur fólk á velli á öllum
aldri. Annar hver Íslendingur deyr
úr hjarta-og æðasjúkdómum,“
segir í fréttatilkynningu samtak-
anna. Styrktarsjóðurinn styður
einnig við fjölskyldur hjartasjúk-
linga sem þurfa að vera burt frá
heimili sínu þegar hjartasjúkling-
ar eru í aðgerð heima eða erlendis.
- rat
Hjartabikar-
inn veittur
Ásgeir Þór Árnason, Soffía Hilmarsdóttir
frá Víkingi, Sveinn Guðmundsson og
Guðmundur Bjarnason. MYND/HJARTAHEILL
Opið hús verður í MS Setrinu að
Sléttuvegi 5 á morgun, laugardag-
inn 20. nóvember milli klukkan 13
og 16.
Munir sem fastir, daglegir gestir
á vinnustofunni hafa unnið, verða
seldir til ágóða fyrir félagsstarfið.
Þar má nefna glermuni, leir, skart,
prjónles og viðarvörur og hin ein-
földu en vinsælu kreppujólatré.
Úrvalið er mikið í ár og verðinu
stillt í hóf. Einnig er boðið upp á
súkkulaði og rjómavöfflur á 500
krónur.
Handverkssalan er orðin að föst-
um viðburði, að sögn Önnu Maríu
Harðardóttur listmeðferðarfræð-
ings sem á von á mörgum gestum
á morgun til að kaupa ódýrar en
um leið sniðugar jólagjafir. - gun
Jólamarkaður
JÓLASVEINN Jólaskraut verður meðal
söluvarnings.